Innlent

Laserljósagangur á Akureyri: Fleiri tilkynningar hafa borist

Engin hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn vegna rannsóknar á því að lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvélar frá Flugfélagi Íslands, þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli í gærkvöldi. Fleiri tilkynningar um laserljósagang á Akureyri hafa borist.

Þetta gerðist um klukkan hálf átta í gærkvöldi og voru farþegar í vélinni, en slíkt getur haft truflandi áhrif á flugmenn, þegar fyllstu einbeitingar er þörf, eins og í aðfluginu.

Lögreglu var tilkynnt um atvikið og töldu flugmennirnir að geislanum hafi verið beint frá sumarbústaðabyggð sunann við Vaðlahof, í Vaðlaheiðinni. Lögregla hélt þegar á staðinn og sá þar ný bílför, en hvergi sást til bíls og engin var í bústöðunum.

Eftir að greint var frá þessu í morgun hafa lögreglunni borist fjórar tilkynningar um slíkan ljósagang síðustu dagana, meðal annars var lasergeisla beint að ökumanni á ferð. Hún lýsir eftir upplýsingum um mannaferðir í Vaðlaheiði í gærkvöldi, enda er málið litið mjög alvarlegum augum þar sem slíkt getur stefnt öryggi farþega og áhafnar í bráða hættu




Tengdar fréttir

Beindu lasergeisla að Fokker- flugvél í aðflugi

Lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvél frá Flugfélagi Íslands þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli, með marga farþega um borð, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, en slíkt getur haft truflandi áhrif á flugmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×