Innlent

Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum verður lagt fram á Alþingi.
Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum verður lagt fram á Alþingi. vísir/gva
Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata hyggjast á næstu dögum leggja fram nýtt frumvarp um að leyfa sölu áfengis í verslunum. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta kjörtímabili en náði ekki fram að ganga.

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og einn flutningsmanna frumvarpsins, segir vinnu við frumvarpið á lokametrunum. Það feli í meginatriðum í sér að einkaleyfi ÁTVR verði afnumið og heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum, í sérrými innan verslana, eða yfir búðarborð. Þá verði ráðherra og sveitarfélögum heimilt að setja viðbótarskilyrði fyrir veitingu leyfis.

„Við erum einnig að gera ráð fyrir framlögum í forvarnarsjóði, og fyrir myndavélaeftirliti innan verslana og því að það sé heimild fyrir því að sveitarstjórnir geti brugðist við með því að setja sérstakar reglur,“ segir Pawel í samtali við Vísi.

Sjá einnig:Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum

Aðspurður segist Pawel telja meiri líkur en minni á að frumvarpið nái fram að ganga, þó það hafi ekki tekist hingað til. „Ég tel að það séu góðar líkur á að það takist því það eru góðar líkur á að það sé meirihluti fyrir þessu á þinginu.“ 

Samkvæmt frumvarpinu verður áfengisverslun ríkisins lokað samhliða nýjum lögum og verður að tóbaksverslun ríkisins, en gert er ráð fyrir að ný lög taki gildi 1. janúar 2018, nái frumvarpið fram að ganga.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, talaði mjög fyrir áfengisfrumvarpi á síðasta kjörtímabili, en það mætti hins vegar nokkurri andstöðu á Alþingi og náði því ekki fram að ganga.


Tengdar fréttir

Áfengissala ekki aukist meira frá hruni  

Vínbúðirnar skila eigendum sínum, íslenska ríkinu, allt að 1,5 milljörðum króna í arð á hverju ári. Sala áfengis er tekin að aukast á ný eftir hrun og nemur aukningin fimm prósentum það sem af er þessu ári. Aukin sala á neftóbaki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×