Latibær flytur til London Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. maí 2014 19:38 „Ég kem vel út úr þessu að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið" segir Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, en fyrirtækið hættir starfsemi hér á landi síðar á þessu ári. Magnús hefur starfað sem höfundur og forstjóri Latabæjar undanfarin tuttugu ár, en hann tilkynnti í dag að hann muni hætta störfum hjá fyrirtækinu síðar á þessu ári. Starfsemi Latabæjar hér á landi mun því að öllu leyti flytjast til Bretlands. En hvers vegna telur Magnús að þetta sé orðið gott? „Ég er búinn að vera tuttugu ár í þessu og ákvað að tímamótin eru komin núna. Hugsaði með mér, af hverju tek ég ekki stærsta stökkið sem ég hef nokkurn tíman tekið og hoppa bara vagninum núna og segi: „jæja, nú er nóg komið.“ Og hvað tekur nú við hjá Magnúsi? „Ég er persónulega í pínu vandræðum. Mig hefur langað til að gera svo margt. Ég mátti til dæmis ekki fara á skíði, ég mátti ekki vera á sjóðskíðum, ég mátti ekki vera á mótorhjólum, ég mátti ekki gera neitt eiginlega. Ekki fallhlífastökk. Mér finnst ég eins og kálfur eða belja sem er að komast út og allt í einu og get farið að hoppa. Kannski ekki hoppa, ég er búinn að hoppa svo mikið. Kannski verð ég að setjast niður og slaka aðeins á.“ En hvernig skilur hann fjárhagslega við fyrirtækið? „Ég fer frábærlega frá þessu í rauninni. Það má alltaf velta fyrir sér hvað er hagnaður, er það bara peningar í vasann eða er hagnaður eitthvað meira. Ég kem vel úr þessu, að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið. Þannig að ég ráðlegg öllum sem eru að taka að sér mjög stór verkefni að vinna kannski ekki of mikið, því þú missir svo margt við það.“ Magnús fagnar fimmtugsafmæli í nóvember og hefur sjaldan verið í betra formi. „Ég er ekkert orðinn það gamall, ég á fullt af árum eftir. Ég get ennþá farið í splitt sko.“ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
„Ég kem vel út úr þessu að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið" segir Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, en fyrirtækið hættir starfsemi hér á landi síðar á þessu ári. Magnús hefur starfað sem höfundur og forstjóri Latabæjar undanfarin tuttugu ár, en hann tilkynnti í dag að hann muni hætta störfum hjá fyrirtækinu síðar á þessu ári. Starfsemi Latabæjar hér á landi mun því að öllu leyti flytjast til Bretlands. En hvers vegna telur Magnús að þetta sé orðið gott? „Ég er búinn að vera tuttugu ár í þessu og ákvað að tímamótin eru komin núna. Hugsaði með mér, af hverju tek ég ekki stærsta stökkið sem ég hef nokkurn tíman tekið og hoppa bara vagninum núna og segi: „jæja, nú er nóg komið.“ Og hvað tekur nú við hjá Magnúsi? „Ég er persónulega í pínu vandræðum. Mig hefur langað til að gera svo margt. Ég mátti til dæmis ekki fara á skíði, ég mátti ekki vera á sjóðskíðum, ég mátti ekki vera á mótorhjólum, ég mátti ekki gera neitt eiginlega. Ekki fallhlífastökk. Mér finnst ég eins og kálfur eða belja sem er að komast út og allt í einu og get farið að hoppa. Kannski ekki hoppa, ég er búinn að hoppa svo mikið. Kannski verð ég að setjast niður og slaka aðeins á.“ En hvernig skilur hann fjárhagslega við fyrirtækið? „Ég fer frábærlega frá þessu í rauninni. Það má alltaf velta fyrir sér hvað er hagnaður, er það bara peningar í vasann eða er hagnaður eitthvað meira. Ég kem vel úr þessu, að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið. Þannig að ég ráðlegg öllum sem eru að taka að sér mjög stór verkefni að vinna kannski ekki of mikið, því þú missir svo margt við það.“ Magnús fagnar fimmtugsafmæli í nóvember og hefur sjaldan verið í betra formi. „Ég er ekkert orðinn það gamall, ég á fullt af árum eftir. Ég get ennþá farið í splitt sko.“
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira