Innlent

Laugavegur verður Mannréttindavegur

Amnesty International fagnar 50 ára afmæli þann 28. maí næstkomandi og í tilefni af afmælinu hefur Reykjavíkurborg ákveðið að nefna Laugaveginn upp á nýtt í nokkra daga. Jón Gnarr borgarstjóri mun afhjúpa skilti með nýju heiti götunnar á föstudaginn kemur. Í þrjá daga mun laugavegurinn því heita Mannréttindavegur til heiðurs hálfrar aldar baráttu Amnesty International í þágu mannréttinda.

„Er sú nafngift vel við hæfi því Laugavegurinn var upphaflega lagður til að auðvelda ferðir þvottakvenna inn í Laugardal. Þær gengu um langan veg með þvott á bakinu og þvoðu við erfiðar aðstæður í öllum veðrum,“ segir í tilkynningu.  



Á sjálfan afmælisdaginn 28. maí hvetur Amnesty International almenning til að ganga Mannréttindaveginn og fagna því sem hefur áunnist í mannréttindabaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×