Innlent

Laumufarþegi fannst um borð í skipi frá Íslandi

Laumufarþegi fannst um borð í rannsóknarskipinu Knorr, sem var á leiðinni frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar í samtali við Vísi. Maðurinn fannst í fyrrakvöld. Talið er að þarna sé um að ræða hælisleitanda sem hafi verið hér á landi.

Fréttastofa ræddi við tvo flóttamenn á Fit Hostel á dögunum þar sem fram kom í máli þeirra að félagi þeirra væri á leið frá Íslandi um borð í skipi. Hópur flóttamanna hefur ítrekað á dögunum reynt að komast um borð í Eimskip en hafa hingað til fundist áður en skipið lagði úr höfn.

Björn Hólmsteinsson, talsmaður TVG Ziemsen Cruise Agency skipamiðlara, segir í samtali við fréttastofu að skipinu verði ekki snúið við. Það muni fara til Ameríku og maðurinn svo sendur heim.


Tengdar fréttir

Auðvelt að laumast inn í flugvélina

Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina.

"Núna er vinur okkar á leið til Ameríku í skipi“

Hælisleitendur sem fundust um borð í flugvél fyrir tveimur vikum segja að vini sínum hafi tekist að koma sér úr landi og sé nú á leið til Bandaríkjanna. Þeir eru sjálfir staðráðnir í að reyna aftur að komast úr landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×