Lausnin er að rukka fyrir öll bílastæði Höskuldur Kári Schram skrifar 27. nóvember 2012 20:56 Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli. Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli.
Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09