Leggja til að staðgöngumæðrun verði alfarið bönnuð 20. febrúar 2013 14:29 Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira