Leggja til strangar hömlur á skógrækt 20. desember 2010 18:36 Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar. Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar.
Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira