Leggjumst saman á árarnar og bætum lífskjör Björgólfur Jóhannsson og Hreggviður Jónsson skrifar 12. október 2013 06:00 Mikil samstaða ríkir um það markmið að lífskjör almennings á Íslandi verði sambærileg við það sem best gerist í nálægum ríkjum. Undanfarin ár hefur Ísland þó færst neðar á alþjóðlegum listum yfir þá mælikvarða sem endurspegla lífskjör. Mikilvægt er að snúa þeirri þróun við. Til að svo geti orðið þarf að bæta skilyrði til verðmætasköpunar. Í ríkjum, þar sem hagsæld er hvað mest, er stöðugleiki grundvöllur framfara. Áhersla er lögð á að hagkerfi séu opin og samkeppnishæfni atvinnulífsins er höfð í fyrirrúmi við mótun efnahagsstefnu. Þrátt fyrir að skipan ríkisstjórna breytist, er lítt eða ekkert hróflað við helstu þáttum sem tryggja efnahagslegan stöðugleika. Með þeim hætti er skapað fyrirsjáanlegt og hagfellt efnahagsumhverfi fyrir fyrirtæki og heimili viðkomandi landa. Þessi grundvallarsjónarmið ættu að vera Íslendingum fyrirmynd á komandi árum. Í því felst að kjarasamningar byggja á sameiginlegri sýn aðila vinnumarkaðarins um aukinn kaupmátt til lengri tíma. Hækkanir nafnlauna eru hóflegar og ef miðað er við íslenska samninga eru þær lágar. Reynsla nágrannaríkjanna hefur sýnt að þetta er vænleg leið til að auka kaupmátt og bæta lífskjör. Samningsaðilar forðast í lengstu lög að ógna efnahagslegum stöðugleika. Víðast hvar hafa menn bitra reynslu af óstöðugleika, hárri verðbólgu og endalausu kapphlaupi við að ná í skottið á sér. Og það sem meira er: Menn hafa lært af reynslunni. Samhliða bættu vinnulagi í kjarasamningagerð þarf að tryggja að aðrir þættir hagkerfisins styðji við efnahagslegan stöðugleika. Gjaldeyrishöftin verður að afnema og um leið þarf að móta trúverðuga umgjörð og framtíðarsýn í peningamálum. Festa í fjármálum hins opinbera leikur ekki síður veigamikið hlutverk. Velferð verður seint tryggð með ósjálfbærri skuldasöfnun ríkis og sveitarfélaga. Þvert á móti er það ávísun á ófarir, eins og dæmin sanna. Eftir því sem óvissa minnkar og skýr langtímasýn tekur við, aukast fjárfestingar. Samkeppnishæfni fyrirtækja eykst og störfum fjölgar. Með ýmsum ráðum er hvatt til fjárfestinga erlendra aðila hér á landi. Aukin efnahagsleg umsvif draga úr hallarekstri og skuldum hins opinbera og smám saman skapast svigrúm til nýrrar uppbyggingar. Hagvöxtur eykst og lífskjör batna samhliða.Aftur í fremstu röð Ísland getur komist að nýju í fremstu röð. Tækifærin búa í fólkinu, landinu, hafinu og orkunni. En verkefnin eru ærin og krefjast samstöðu, festu og þess að menn hafi ætíð gætur á því hvert stefnt er. Þess vegna vilja Samtök atvinnulífsins nálgast kjarasamninga á annan hátt en áður. Þess vegna hafði Viðskiptaráð Íslands frumkvæði að úttekt McKinsey á samkeppnishæfni Íslands. Þess vegna er vinna á vegum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld svo mikilvæg þar sem fjölmargir móta tillögur um framtíðarsýn um efnahagsmál og á öðrum sviðum þar sem úrbóta er þörf. Í þessu ljósi ber að skoða ósk samtaka okkar og ASÍ til ríkisstjórnarinnar um sameiginlega úttekt á stöðu aðildarviðræðna við ESB. Liður í úttektinni er einnig að kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja stöðugleika í verðlags-, gengis- og peningamálum og festu í stjórn efnahagsmála, en einnig til að skapa atvinnulífinu samkeppnishæfa umgjörð og búa heimilum lífskjör í fremstu röð. Við teljum enn mikilvægt að úttekt sem þessi sé unnin í samstarfi stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og fleiri öflugra hagsmunasamtaka. Við trúum því að þótt ágreiningur kunni að vera um einstök atriði á þeirri leið sem vörðuð verður þá sé almenn samstaða um hvaða markmiðum skuli náð. Samstarf getur einungis verið af hinu góða, skapað gagnsæi um ólíka valkosti, dregið fram hvar raunverulegur ágreiningur liggur og greitt fyrir lausn mála. Þannig mun leiðin að markmiðinu styttast og hagur fólks og fyrirtækja batna fyrr en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikil samstaða ríkir um það markmið að lífskjör almennings á Íslandi verði sambærileg við það sem best gerist í nálægum ríkjum. Undanfarin ár hefur Ísland þó færst neðar á alþjóðlegum listum yfir þá mælikvarða sem endurspegla lífskjör. Mikilvægt er að snúa þeirri þróun við. Til að svo geti orðið þarf að bæta skilyrði til verðmætasköpunar. Í ríkjum, þar sem hagsæld er hvað mest, er stöðugleiki grundvöllur framfara. Áhersla er lögð á að hagkerfi séu opin og samkeppnishæfni atvinnulífsins er höfð í fyrirrúmi við mótun efnahagsstefnu. Þrátt fyrir að skipan ríkisstjórna breytist, er lítt eða ekkert hróflað við helstu þáttum sem tryggja efnahagslegan stöðugleika. Með þeim hætti er skapað fyrirsjáanlegt og hagfellt efnahagsumhverfi fyrir fyrirtæki og heimili viðkomandi landa. Þessi grundvallarsjónarmið ættu að vera Íslendingum fyrirmynd á komandi árum. Í því felst að kjarasamningar byggja á sameiginlegri sýn aðila vinnumarkaðarins um aukinn kaupmátt til lengri tíma. Hækkanir nafnlauna eru hóflegar og ef miðað er við íslenska samninga eru þær lágar. Reynsla nágrannaríkjanna hefur sýnt að þetta er vænleg leið til að auka kaupmátt og bæta lífskjör. Samningsaðilar forðast í lengstu lög að ógna efnahagslegum stöðugleika. Víðast hvar hafa menn bitra reynslu af óstöðugleika, hárri verðbólgu og endalausu kapphlaupi við að ná í skottið á sér. Og það sem meira er: Menn hafa lært af reynslunni. Samhliða bættu vinnulagi í kjarasamningagerð þarf að tryggja að aðrir þættir hagkerfisins styðji við efnahagslegan stöðugleika. Gjaldeyrishöftin verður að afnema og um leið þarf að móta trúverðuga umgjörð og framtíðarsýn í peningamálum. Festa í fjármálum hins opinbera leikur ekki síður veigamikið hlutverk. Velferð verður seint tryggð með ósjálfbærri skuldasöfnun ríkis og sveitarfélaga. Þvert á móti er það ávísun á ófarir, eins og dæmin sanna. Eftir því sem óvissa minnkar og skýr langtímasýn tekur við, aukast fjárfestingar. Samkeppnishæfni fyrirtækja eykst og störfum fjölgar. Með ýmsum ráðum er hvatt til fjárfestinga erlendra aðila hér á landi. Aukin efnahagsleg umsvif draga úr hallarekstri og skuldum hins opinbera og smám saman skapast svigrúm til nýrrar uppbyggingar. Hagvöxtur eykst og lífskjör batna samhliða.Aftur í fremstu röð Ísland getur komist að nýju í fremstu röð. Tækifærin búa í fólkinu, landinu, hafinu og orkunni. En verkefnin eru ærin og krefjast samstöðu, festu og þess að menn hafi ætíð gætur á því hvert stefnt er. Þess vegna vilja Samtök atvinnulífsins nálgast kjarasamninga á annan hátt en áður. Þess vegna hafði Viðskiptaráð Íslands frumkvæði að úttekt McKinsey á samkeppnishæfni Íslands. Þess vegna er vinna á vegum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld svo mikilvæg þar sem fjölmargir móta tillögur um framtíðarsýn um efnahagsmál og á öðrum sviðum þar sem úrbóta er þörf. Í þessu ljósi ber að skoða ósk samtaka okkar og ASÍ til ríkisstjórnarinnar um sameiginlega úttekt á stöðu aðildarviðræðna við ESB. Liður í úttektinni er einnig að kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja stöðugleika í verðlags-, gengis- og peningamálum og festu í stjórn efnahagsmála, en einnig til að skapa atvinnulífinu samkeppnishæfa umgjörð og búa heimilum lífskjör í fremstu röð. Við teljum enn mikilvægt að úttekt sem þessi sé unnin í samstarfi stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og fleiri öflugra hagsmunasamtaka. Við trúum því að þótt ágreiningur kunni að vera um einstök atriði á þeirri leið sem vörðuð verður þá sé almenn samstaða um hvaða markmiðum skuli náð. Samstarf getur einungis verið af hinu góða, skapað gagnsæi um ólíka valkosti, dregið fram hvar raunverulegur ágreiningur liggur og greitt fyrir lausn mála. Þannig mun leiðin að markmiðinu styttast og hagur fólks og fyrirtækja batna fyrr en ella.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar