Leið okkar til langlífis og offitu Óttar Snædal skrifar 24. júní 2015 11:00 Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun