Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2012 12:45 Hvað ertu að spá? Þetta var algengasta spurningin sem ég fékk frá fólki þegar ég greindi þeim frá ákvörðun minni að flytja heim eftir níu ára dvöl erlendis. Þessarri spurningu fylgdi svo oft upptalning á ótal ókostum Íslands. Lífið lék við mig og fjölskyldu mína á erlendri grundu. Ég og konan mín vorum í gefandi störfum og börnin okkar ánægð. Það var ekkert að. Það var samt eitthvað afl sem togaði okkur heim líkt og flesta Íslendinga sem búið hafa erlendis. Það var svo gott að finna þessa tilfinningu að maður vilji vera hluti af þeim rótum sem maður er sprottinn upp frá þó maður hafi aðra góða valkosti. En þegar ég fór nýlega að fylgjast meira með fréttum og umræðunni heima finnst mér eins og allur vindur hafi verið úr mér tekinn. Þessi spurning sem ég fékk frá fólki ,,hvað ertu að spá" og almenn umræða gerir mig talsvert hugsi og mér finnst sem það tómarúm sem skapaðist við hrunið 2008 hafi breyst í svarthol. Svarthol sem sogaði fyrst til sín þær stjörnur sem flugu hæst fyrir hrun. Svarthol sem hefur svo stækkað ört og sogar nú til sín sífellt fleiri persónur og helstu stofnanir samfélagsins s.s. Alþingi, lífeyrisjóðina og þjóðkirkjuna. Í mörgum tilvikum er slík meðferð verðskulduð en fjöldinn er orðinn svo mikill að einfaldara er fyrir almenning að námunda upp og álykta að allt íslenskt viðskipta- og stjórnmálalíf sé spillt. Er ekki öllum að verða ljóst að með árásum á innviði samfélagins erum við að ráðast gegn okkur sjálfum? Ég hef lifað mestan part ævi minnar á Íslandi en hef einnig samanburð við annan veruleika í öðrum löndum. Markmiðið með þessum skrifum er að deila því hvernig ég er að upplifa tíðarandann eftir heimkomuna. Einnig að deila mínum hugleiðingum um hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum við uppbyggingu Íslands. Föst í sama farinu Við sjáum þetta óæskilega ástand í samfélaginu en skiljanlega dvelur hugur flestra að mestu við eigin aðstæður. Ástandið í kringum mig var mér til dæmis ekki efst í huga þegar ég var atvinnulaus í sjö mánuði árin 2008-2009 og þurfti að minnka við mig húsnæði og skera niður öll útgjöld fjölskyldunnar. Það er erfitt að vakna á morgnanna til þess að fara í vinnu sem varla stendur undir útgjöldum. Að borga aukna skatta sem renna í óljósa þjóðfélagsuppbyggingu. Að vita ekki hvort eigin skuldir muni hækka eða hverfa og raunvirði eigna er óljóst vegna gjaldmiðils í höftum. Samofið þessum blákalda veruleika krauma heitar tilfinningar vegna hrunsins. Hatur og heift gagnvart þeim sem taldir eru hafa komið þér og þjóðinni á kaldan klakann. Hvað þarf til svo við náum sátt sem einstaklingar og samlyndi sem þjóð við slíkar aðstæður? Sáttin kemur aldrei nema þú takir ákvörðun um að verða sáttur. Mannkynssagan er rík af dæmum um fólk sem fann hamingjuna þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Fólki sem breytti mótvindi í meðbyr með því að breyta eigin afstöðu til atburða. Við getum það öll líka. En við erum flest að bíða eftir atburðum í ytra umhverfinu til þess að ná sáttum t.d. lánaniðurfærslum, skattabreytingum, stjórnmálaumskiptum eða jafnvel fangelsisdómum. Staðreyndin er þó sú að þær breytingar verða aldrei fullnægjandi. Sem dæmi má nefna að skuldalækkun eins er eignaskerðing annars og skattalækkun eins er þjónustuskerðing annars. Spíral óánægjunnar heldur þannig endalaust áfram þangað til við hvert og eitt hættum að hringsnúast með honum og ákveðum að verða sátt. Sátt þýðir ekki að við vinnum ekki áfram að umbótum á okkar umhverfi. Sáttin snýr að því að við áttum okkur á því að við erum þar sem við erum. Við getum ekki breytt ákvörðunum fortíðarinnar heldur aðeins unnið úr núverandi stöðu. Veljum leiðina áfram Það er erfitt að finna sátt þegar hiti óuppgerðra tilfinninga kraumar undir. Átökin verða oft mest þar sem ástin er sterkust og sú er staðan hjá íslensku stórfjölskyldunni. Fólk sem lent hefur í deilum við ástvini þekkir þessa tvo póla tilfinningaskalans vel. Það veit hversu ömurleg tilfinning og tímasóun það er að vera ósátt og hversu gefandi það er að eiga góð samskipti. Við erum ekki einsdæmi um ósátta þjóð. Sagan er sneisafull af slíkum dæmum. Eftir ósigur í fyrri heimstyrjöldinni var efnahagur og sjálfsmynd Þjóðverja í rúst. Þjóðin var reið vegna þeirra klafa sem henni fannst aðrar þjóðir hafa sett sér með Versalasamningnum. Inn í þetta ástand steig Hitler og hans hópur. Hitler virkjaði þessa reiði. Hann sannfærði þjóð sína um að hún bæri ekki ábyrgð á eigin ástandi heldur væri hún fórnarlamb aðgerða annarra þjóða og annarra einstaklinga (einkum gyðinga). Öll þekkjum við afleiðingar þessarrar leiðar. Í Suður Afríku ríkti ófremdarástand fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Reiðin kraumaði í þeldökka hluta samfélagsins eftir áratuga árangurslausa réttindabaráttu. Inn í þetta ástand steig Nelson Mandela er hann var látinn laus úr fangelsi og tók við sem fyrsti svarti forseti Suður-Afríku. Óvíst var hvernig ástandið myndi þróast. Mandela hafði verið haldið í fangelsi í 25 ár vegna réttindabaráttu sinnar og hafði horft upp á kúgun og morð hvítra á svörtum. Enginn hefði álasað Mandela fyrir að láta réttláta reiði stýra sínum aðgerðum og refsað hvítum kvölurum sínum. Mandela kaus aðra leið. Mandela beið ekki eftir afsökunarbeiðni hvíta mannsins hann einfaldlega fyrirgaf og leitaði sátta. Það reyndist farsæl leið fyrir hann og þjóðina. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð. Það er erfitt að fyrirgefa þegar manni finnst eigin reiði svo réttlát. Með fyrirgefningu finnst okkur við vera að gefa eftir sjálfsagðan rétt okkar og samþykkja óæskilega hegðun annarra. En það er þung byrði að burðast með reiði og krefst ómældrar andlegrar orku. Með fyrirgefningunni mun sú orka finna sér uppbyggilegri farveg fyrir þitt líf og þjóðarinnar. Með fyrirgefningu losnar um það heljartak sem aðrir einstaklingar eða atburðir hafa á huga þínum. Sögur sem sannleikur Það er erfitt að ná sátt og fyrirgefa þegar umfjöllunarefnin allt í kringum mann ýta undir ósætti og reiði. Maður er ekki fyrr skriðinn fram úr rúminu þegar maður kemst í vont skap við fyrsta dagskammt frétta um spillingu, svik og sukk. Umræðum er svo viðhaldið á vinnustöðum og mannamótum og nýir skammtar af efni berast í hverjum fréttamiðli. Flest finnum við fíkn í að fletta í gegnum fjölmiðla og ræða þetta efni við aðra. Það er svo spennuþrungin umræða tengd þessum málum að erfitt er að taka hugann frá þeim. Framboðið í fjölmiðlum af slíku efni helst í hendur við aukna ásókn okkar í það. En eins og með önnur fíkniefni þá éta þau okkur upp að innan. Sú undirliggjandi óánægja sem þetta skapar dregur líka fram okkar verstu hliðar svo sem andúð, baknag og öfund. Óánægjan er orðin ávanabindandi. Ég áttaði mig sjálfur betur á mótunarvaldi fjölmiðla þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Það var um það leyti er átökin hófust í Írak árið 2003. Í Bandaríkjunum, ólíkt Evrópu, voru aldrei sýndar myndir af fórnarlömbum sprengjuárasa en oft sýndar heimildarmyndir um grimmdarverk Saddam Hussein. Einnig var aldrei talað um ,,Innrásina í Írak" heldur aðeins ,,Stríðið gegn hryðjuverkum". Það er auðveldara að vera fylgjandi stríðinu gegn hryðjuverkjum en að vera fylgjandi innrásinni í Írak, þó það sé einn og sami hluturinn. Ég skildi nú betur af hverju stuðningur meðal almennings við átökin í Írak var mun meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Verandi síðan búsettur í Bretlandi fékk ég svipaða upplifun af Icesave málinu. Mismunur á túlkunum fólks í löndunum tveimur á sömu staðreyndum var eins og svart og hvítt. Bretum fannst Íslendingar hafa tekið sparnaðinn þeirra, eytt honum óskynsamlega og neituðu svo að borga til baka. Íslendingum fannst þeir vera fórnarlömb útrásarvíkinga sem gamla nýlenduþjóðin Bretland væri nú að kúga. Ég óskaði þess oft að fjölmiðlar og stjórnmálamenn hvors lands gætu víxlað um stund, því þannig fengi almenningur Íslands og Bretlands heilstæðari mynd af sjónarmiðum hvors annars. Þessar upplifanir sýndu mér að ,,sannleikurinn" okkar er oftast ekkert annað en þær sögur sem við setjum í kringum staðreyndirnar. Þær sögur sem við sögðum okkur sjálfum voru aðrar en þær sem Bretar sögðu sjálfum sér. Sú saga sem við sögðum okkur sjálfum í útrásinni þekkja allir. Nær öll fyrirtækjakaup bæði hérlendis og erlendis voru talin ,,góð kaup" og framámönnum hampað sem þjóðhetjum. Það var lítið pláss á síðum fjölmiðla og í hugum okkar fyrir aðrar útgáfur sögunnar. Okkur líkaði sú sjálfsmynd og velmegun sem útrásin færði okkur. Við vorum ósigrandi og sífellt fleiri vildu feta í sömu fótspor. Í dag kannast fáir við að hafa haft þetta hugarfar en margir iðka þess í stað hin óskeikulu vísindi eftiráspeki. Mörg okkar sjáum eftir því í dag að hafa hrifist með skriðþunga tíðarandans. Sú saga sem við erum að segja okkur sjálfum eftir hrun er önnur. Við segjum okkur sjálfum að við sem þjóð séum siðspillt, gráðug og vonlaus í viðskiptum. Því heilaga vatni sem fjölmiðlar böðuðu menn úr áður hefur verið skipt út fyrir aur. Vissulega eru ýmis alvarleg mál frá útrásinni um lög- eða siðbrot sem ber að fjalla um og rannsaka. En umfjöllunin er svo mikil að ætla mætti að allt íslenskt atvinnu- og stjórnmálalíf sé spillt. Er ekki kominn tími að við sjáum að þetta eru meira sögur en sannleikur? Að þjóð með ellefu alda gamlar rætur er í grunninn sú sama og hún var fyrir tímabil útrásar og kreppu sem varað hefur í aðeins áratug. Er ekki kominn tími til að skipta um spólu í tækinu og hætta að segja þessar niðrandi sögur af sjálfum okkur. Sögu lausa við útbelging útrásaráranna en líka lausa við rætnar árásir á hvort annað. Þessar sögur skekkja sjálfsmynd okkar og það er erfitt að ná árangri með skakka sjálfsmynd. Öll höfum við átt tímabil í okkar eigin lífi þar sem sjálfsmynd okkar hefur verið verri en vanalega. Á því tímabili höfum við einblínt á galla en gleymt kostum í eigin fari. Við náum aftur jafnvægi þegar við snúm þeim fókus við. Ábyrgðin á uppbyggingunni Líkt og flestir Íslendingar man ég vel þær tilfinningar sem bærðust í brjósti mér á þessum ótrúlegu dögum í október 2008. Ég var starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Ég var stoltur af því hvar ég vann og þeim árangri sem bankinn var talinn hafa náð. Mínar fyrstu tilfinningar eftir hrun voru sjokk og reiði. Mér fannst ég hafa unnið gott starf á heiðarlegan hátt, en að starfsferill minn myndi ávallt líða fyrir tengls mín við þessa atburði sem mér fannst ég ekki bera neina ábyrgð á. Ég hafði breyst úr súperman í strump á einni viku og það skapaðist djúpt setufar sjálfsvorkunnar í sófasettið. Það kann að hljóma ótrúlega að ég, starfsmaður banka, hafi getað horft á sjálfan mig sem fórnarlamb í hruninu. Það var þó engu að síður svo. Með tímanum fór ég þó að sjá hlutina frá víðara sjónarmiði. Ég áttaði mig á því að ég hafði sjálfur kosið að vinna hjá bankanum og var tannhjól í þessarri vél sem sprakk með skelfilegum afleiðingum. Ég þarf að lifa með því. Það var einungis eftir að ég náði að minnka reiði og auka ábyrgðartilfinningu að ég gat unnið mig úr þeirri stöðu sem líf mitt var komið í. En hvernig svo sem þú kýst að horfa á ábyrgð hrunsins þá er ljóst að þú berð ábyrgð á eigin framtíð. Þú berð einnig sömu ábyrgð og allir aðrir á uppbyggingu Íslands. Við erum öll að bíða eftir því að aðrir breytist, að aðrir axli ábyrgð og þá muni hið „nýja Ísland" birtast. Það er t.d. óraunhæf og ósanngjörn krafa að ætla að 63 einstaklingar á Austurvelli og einn á Bessastöðum muni bjarga 320 þúsund manns út úr kreppunni. Það getur enginn einstaklingur gert allt en allir hafa hæfileika á einhverju sviði og geta lagt eitthvað fram. Margt smátt gerir eitt stórt. Mahatma Gandhi sagði „vertu sú breyting sem þú vilt sjá í veröldinni". Viskan í orðum Gandhis snýr að því að það eina sem við höfum raunverulega stjórn á í lífinu erum við sjálf. Allar árangursríkar breytingar byrja þar. Ef þú vilt minni reiði og rætni í þjóðfélaginu hugleiddu þá hvernig þú hugsar og talar um aðra. Ef þú vilt meiri hagsæld hugleiddu þá hvernig þú getur lagt þitt af mörkum með vinnu og stuðningi við atvinnulíf landsins. Ef þú vilt bjartari framtíð sæktu þá í efni og umræður sem marinerar þig ekki uppúr mistökum fortíðarinnar. Það er gefandi að axla slíka ábyrgð og setja sér markmið um þá hluti sem maður vill áorka í eigin lífi. Breytum mótvindi í meðbyr Ég upplifði kosti Íslands svo sterkt þegar ég bjó erlendis en heyri meira talað um gallana hér heima. Leitin að sökudólgum eða göllum í fari hvors annars mun engan endi taka því þar er alltaf hægt að finna fleiri. Ísland verður byggt upp af ófullkomnum einstaklingum eins og okkur sjálfum. Helstu fyrirmyndir mannkynsögunar höfðu sína lesti. Mandela er sagður hafa verið slæmur eiginmaður og Gandhi slæmur faðir. Við kjósum hins vegar að horfa á það jákvæða sem þessir einstaklingar höfðu fram að færa í stað þess neikvæða. Getum við ekki farið að horfa meira eftir kostunum í fari hvors annars sem eru svo fjölmargir? Ef landið á að rísa aftur verða einstaklingar þess og stofnanir að fá tækifæri til þess líka. Það er erfitt að elska landið en hata fólkið. Við þurfum að snúa við þeim svarta spíral sem er að soga samfélagið til sín. Velferð okkar sjálfra og komandi kynslóða er í húfi. Það gerum við með því að hafa trú á rótum okkar, fólkinu og innviðum samfélagsins. Trú á mátt fyrirgefningar og að sátt við eigin stöðu geri okkur mögulegt að vinna vel úr henni. Trú að með því að axla ábyrgð á eigin örlögum umbreytumst við úr máttlitlum fórnarlömbum í skapara eigin hamingju. Með því að breyta eigin afstöðu getum við breytt mótvindi í meðbyr. Vertu sú breyting sem þú vilt sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvað ertu að spá? Þetta var algengasta spurningin sem ég fékk frá fólki þegar ég greindi þeim frá ákvörðun minni að flytja heim eftir níu ára dvöl erlendis. Þessarri spurningu fylgdi svo oft upptalning á ótal ókostum Íslands. Lífið lék við mig og fjölskyldu mína á erlendri grundu. Ég og konan mín vorum í gefandi störfum og börnin okkar ánægð. Það var ekkert að. Það var samt eitthvað afl sem togaði okkur heim líkt og flesta Íslendinga sem búið hafa erlendis. Það var svo gott að finna þessa tilfinningu að maður vilji vera hluti af þeim rótum sem maður er sprottinn upp frá þó maður hafi aðra góða valkosti. En þegar ég fór nýlega að fylgjast meira með fréttum og umræðunni heima finnst mér eins og allur vindur hafi verið úr mér tekinn. Þessi spurning sem ég fékk frá fólki ,,hvað ertu að spá" og almenn umræða gerir mig talsvert hugsi og mér finnst sem það tómarúm sem skapaðist við hrunið 2008 hafi breyst í svarthol. Svarthol sem sogaði fyrst til sín þær stjörnur sem flugu hæst fyrir hrun. Svarthol sem hefur svo stækkað ört og sogar nú til sín sífellt fleiri persónur og helstu stofnanir samfélagsins s.s. Alþingi, lífeyrisjóðina og þjóðkirkjuna. Í mörgum tilvikum er slík meðferð verðskulduð en fjöldinn er orðinn svo mikill að einfaldara er fyrir almenning að námunda upp og álykta að allt íslenskt viðskipta- og stjórnmálalíf sé spillt. Er ekki öllum að verða ljóst að með árásum á innviði samfélagins erum við að ráðast gegn okkur sjálfum? Ég hef lifað mestan part ævi minnar á Íslandi en hef einnig samanburð við annan veruleika í öðrum löndum. Markmiðið með þessum skrifum er að deila því hvernig ég er að upplifa tíðarandann eftir heimkomuna. Einnig að deila mínum hugleiðingum um hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum við uppbyggingu Íslands. Föst í sama farinu Við sjáum þetta óæskilega ástand í samfélaginu en skiljanlega dvelur hugur flestra að mestu við eigin aðstæður. Ástandið í kringum mig var mér til dæmis ekki efst í huga þegar ég var atvinnulaus í sjö mánuði árin 2008-2009 og þurfti að minnka við mig húsnæði og skera niður öll útgjöld fjölskyldunnar. Það er erfitt að vakna á morgnanna til þess að fara í vinnu sem varla stendur undir útgjöldum. Að borga aukna skatta sem renna í óljósa þjóðfélagsuppbyggingu. Að vita ekki hvort eigin skuldir muni hækka eða hverfa og raunvirði eigna er óljóst vegna gjaldmiðils í höftum. Samofið þessum blákalda veruleika krauma heitar tilfinningar vegna hrunsins. Hatur og heift gagnvart þeim sem taldir eru hafa komið þér og þjóðinni á kaldan klakann. Hvað þarf til svo við náum sátt sem einstaklingar og samlyndi sem þjóð við slíkar aðstæður? Sáttin kemur aldrei nema þú takir ákvörðun um að verða sáttur. Mannkynssagan er rík af dæmum um fólk sem fann hamingjuna þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Fólki sem breytti mótvindi í meðbyr með því að breyta eigin afstöðu til atburða. Við getum það öll líka. En við erum flest að bíða eftir atburðum í ytra umhverfinu til þess að ná sáttum t.d. lánaniðurfærslum, skattabreytingum, stjórnmálaumskiptum eða jafnvel fangelsisdómum. Staðreyndin er þó sú að þær breytingar verða aldrei fullnægjandi. Sem dæmi má nefna að skuldalækkun eins er eignaskerðing annars og skattalækkun eins er þjónustuskerðing annars. Spíral óánægjunnar heldur þannig endalaust áfram þangað til við hvert og eitt hættum að hringsnúast með honum og ákveðum að verða sátt. Sátt þýðir ekki að við vinnum ekki áfram að umbótum á okkar umhverfi. Sáttin snýr að því að við áttum okkur á því að við erum þar sem við erum. Við getum ekki breytt ákvörðunum fortíðarinnar heldur aðeins unnið úr núverandi stöðu. Veljum leiðina áfram Það er erfitt að finna sátt þegar hiti óuppgerðra tilfinninga kraumar undir. Átökin verða oft mest þar sem ástin er sterkust og sú er staðan hjá íslensku stórfjölskyldunni. Fólk sem lent hefur í deilum við ástvini þekkir þessa tvo póla tilfinningaskalans vel. Það veit hversu ömurleg tilfinning og tímasóun það er að vera ósátt og hversu gefandi það er að eiga góð samskipti. Við erum ekki einsdæmi um ósátta þjóð. Sagan er sneisafull af slíkum dæmum. Eftir ósigur í fyrri heimstyrjöldinni var efnahagur og sjálfsmynd Þjóðverja í rúst. Þjóðin var reið vegna þeirra klafa sem henni fannst aðrar þjóðir hafa sett sér með Versalasamningnum. Inn í þetta ástand steig Hitler og hans hópur. Hitler virkjaði þessa reiði. Hann sannfærði þjóð sína um að hún bæri ekki ábyrgð á eigin ástandi heldur væri hún fórnarlamb aðgerða annarra þjóða og annarra einstaklinga (einkum gyðinga). Öll þekkjum við afleiðingar þessarrar leiðar. Í Suður Afríku ríkti ófremdarástand fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Reiðin kraumaði í þeldökka hluta samfélagsins eftir áratuga árangurslausa réttindabaráttu. Inn í þetta ástand steig Nelson Mandela er hann var látinn laus úr fangelsi og tók við sem fyrsti svarti forseti Suður-Afríku. Óvíst var hvernig ástandið myndi þróast. Mandela hafði verið haldið í fangelsi í 25 ár vegna réttindabaráttu sinnar og hafði horft upp á kúgun og morð hvítra á svörtum. Enginn hefði álasað Mandela fyrir að láta réttláta reiði stýra sínum aðgerðum og refsað hvítum kvölurum sínum. Mandela kaus aðra leið. Mandela beið ekki eftir afsökunarbeiðni hvíta mannsins hann einfaldlega fyrirgaf og leitaði sátta. Það reyndist farsæl leið fyrir hann og þjóðina. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð. Það er erfitt að fyrirgefa þegar manni finnst eigin reiði svo réttlát. Með fyrirgefningu finnst okkur við vera að gefa eftir sjálfsagðan rétt okkar og samþykkja óæskilega hegðun annarra. En það er þung byrði að burðast með reiði og krefst ómældrar andlegrar orku. Með fyrirgefningunni mun sú orka finna sér uppbyggilegri farveg fyrir þitt líf og þjóðarinnar. Með fyrirgefningu losnar um það heljartak sem aðrir einstaklingar eða atburðir hafa á huga þínum. Sögur sem sannleikur Það er erfitt að ná sátt og fyrirgefa þegar umfjöllunarefnin allt í kringum mann ýta undir ósætti og reiði. Maður er ekki fyrr skriðinn fram úr rúminu þegar maður kemst í vont skap við fyrsta dagskammt frétta um spillingu, svik og sukk. Umræðum er svo viðhaldið á vinnustöðum og mannamótum og nýir skammtar af efni berast í hverjum fréttamiðli. Flest finnum við fíkn í að fletta í gegnum fjölmiðla og ræða þetta efni við aðra. Það er svo spennuþrungin umræða tengd þessum málum að erfitt er að taka hugann frá þeim. Framboðið í fjölmiðlum af slíku efni helst í hendur við aukna ásókn okkar í það. En eins og með önnur fíkniefni þá éta þau okkur upp að innan. Sú undirliggjandi óánægja sem þetta skapar dregur líka fram okkar verstu hliðar svo sem andúð, baknag og öfund. Óánægjan er orðin ávanabindandi. Ég áttaði mig sjálfur betur á mótunarvaldi fjölmiðla þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Það var um það leyti er átökin hófust í Írak árið 2003. Í Bandaríkjunum, ólíkt Evrópu, voru aldrei sýndar myndir af fórnarlömbum sprengjuárasa en oft sýndar heimildarmyndir um grimmdarverk Saddam Hussein. Einnig var aldrei talað um ,,Innrásina í Írak" heldur aðeins ,,Stríðið gegn hryðjuverkum". Það er auðveldara að vera fylgjandi stríðinu gegn hryðjuverkjum en að vera fylgjandi innrásinni í Írak, þó það sé einn og sami hluturinn. Ég skildi nú betur af hverju stuðningur meðal almennings við átökin í Írak var mun meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Verandi síðan búsettur í Bretlandi fékk ég svipaða upplifun af Icesave málinu. Mismunur á túlkunum fólks í löndunum tveimur á sömu staðreyndum var eins og svart og hvítt. Bretum fannst Íslendingar hafa tekið sparnaðinn þeirra, eytt honum óskynsamlega og neituðu svo að borga til baka. Íslendingum fannst þeir vera fórnarlömb útrásarvíkinga sem gamla nýlenduþjóðin Bretland væri nú að kúga. Ég óskaði þess oft að fjölmiðlar og stjórnmálamenn hvors lands gætu víxlað um stund, því þannig fengi almenningur Íslands og Bretlands heilstæðari mynd af sjónarmiðum hvors annars. Þessar upplifanir sýndu mér að ,,sannleikurinn" okkar er oftast ekkert annað en þær sögur sem við setjum í kringum staðreyndirnar. Þær sögur sem við sögðum okkur sjálfum voru aðrar en þær sem Bretar sögðu sjálfum sér. Sú saga sem við sögðum okkur sjálfum í útrásinni þekkja allir. Nær öll fyrirtækjakaup bæði hérlendis og erlendis voru talin ,,góð kaup" og framámönnum hampað sem þjóðhetjum. Það var lítið pláss á síðum fjölmiðla og í hugum okkar fyrir aðrar útgáfur sögunnar. Okkur líkaði sú sjálfsmynd og velmegun sem útrásin færði okkur. Við vorum ósigrandi og sífellt fleiri vildu feta í sömu fótspor. Í dag kannast fáir við að hafa haft þetta hugarfar en margir iðka þess í stað hin óskeikulu vísindi eftiráspeki. Mörg okkar sjáum eftir því í dag að hafa hrifist með skriðþunga tíðarandans. Sú saga sem við erum að segja okkur sjálfum eftir hrun er önnur. Við segjum okkur sjálfum að við sem þjóð séum siðspillt, gráðug og vonlaus í viðskiptum. Því heilaga vatni sem fjölmiðlar böðuðu menn úr áður hefur verið skipt út fyrir aur. Vissulega eru ýmis alvarleg mál frá útrásinni um lög- eða siðbrot sem ber að fjalla um og rannsaka. En umfjöllunin er svo mikil að ætla mætti að allt íslenskt atvinnu- og stjórnmálalíf sé spillt. Er ekki kominn tími að við sjáum að þetta eru meira sögur en sannleikur? Að þjóð með ellefu alda gamlar rætur er í grunninn sú sama og hún var fyrir tímabil útrásar og kreppu sem varað hefur í aðeins áratug. Er ekki kominn tími til að skipta um spólu í tækinu og hætta að segja þessar niðrandi sögur af sjálfum okkur. Sögu lausa við útbelging útrásaráranna en líka lausa við rætnar árásir á hvort annað. Þessar sögur skekkja sjálfsmynd okkar og það er erfitt að ná árangri með skakka sjálfsmynd. Öll höfum við átt tímabil í okkar eigin lífi þar sem sjálfsmynd okkar hefur verið verri en vanalega. Á því tímabili höfum við einblínt á galla en gleymt kostum í eigin fari. Við náum aftur jafnvægi þegar við snúm þeim fókus við. Ábyrgðin á uppbyggingunni Líkt og flestir Íslendingar man ég vel þær tilfinningar sem bærðust í brjósti mér á þessum ótrúlegu dögum í október 2008. Ég var starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Ég var stoltur af því hvar ég vann og þeim árangri sem bankinn var talinn hafa náð. Mínar fyrstu tilfinningar eftir hrun voru sjokk og reiði. Mér fannst ég hafa unnið gott starf á heiðarlegan hátt, en að starfsferill minn myndi ávallt líða fyrir tengls mín við þessa atburði sem mér fannst ég ekki bera neina ábyrgð á. Ég hafði breyst úr súperman í strump á einni viku og það skapaðist djúpt setufar sjálfsvorkunnar í sófasettið. Það kann að hljóma ótrúlega að ég, starfsmaður banka, hafi getað horft á sjálfan mig sem fórnarlamb í hruninu. Það var þó engu að síður svo. Með tímanum fór ég þó að sjá hlutina frá víðara sjónarmiði. Ég áttaði mig á því að ég hafði sjálfur kosið að vinna hjá bankanum og var tannhjól í þessarri vél sem sprakk með skelfilegum afleiðingum. Ég þarf að lifa með því. Það var einungis eftir að ég náði að minnka reiði og auka ábyrgðartilfinningu að ég gat unnið mig úr þeirri stöðu sem líf mitt var komið í. En hvernig svo sem þú kýst að horfa á ábyrgð hrunsins þá er ljóst að þú berð ábyrgð á eigin framtíð. Þú berð einnig sömu ábyrgð og allir aðrir á uppbyggingu Íslands. Við erum öll að bíða eftir því að aðrir breytist, að aðrir axli ábyrgð og þá muni hið „nýja Ísland" birtast. Það er t.d. óraunhæf og ósanngjörn krafa að ætla að 63 einstaklingar á Austurvelli og einn á Bessastöðum muni bjarga 320 þúsund manns út úr kreppunni. Það getur enginn einstaklingur gert allt en allir hafa hæfileika á einhverju sviði og geta lagt eitthvað fram. Margt smátt gerir eitt stórt. Mahatma Gandhi sagði „vertu sú breyting sem þú vilt sjá í veröldinni". Viskan í orðum Gandhis snýr að því að það eina sem við höfum raunverulega stjórn á í lífinu erum við sjálf. Allar árangursríkar breytingar byrja þar. Ef þú vilt minni reiði og rætni í þjóðfélaginu hugleiddu þá hvernig þú hugsar og talar um aðra. Ef þú vilt meiri hagsæld hugleiddu þá hvernig þú getur lagt þitt af mörkum með vinnu og stuðningi við atvinnulíf landsins. Ef þú vilt bjartari framtíð sæktu þá í efni og umræður sem marinerar þig ekki uppúr mistökum fortíðarinnar. Það er gefandi að axla slíka ábyrgð og setja sér markmið um þá hluti sem maður vill áorka í eigin lífi. Breytum mótvindi í meðbyr Ég upplifði kosti Íslands svo sterkt þegar ég bjó erlendis en heyri meira talað um gallana hér heima. Leitin að sökudólgum eða göllum í fari hvors annars mun engan endi taka því þar er alltaf hægt að finna fleiri. Ísland verður byggt upp af ófullkomnum einstaklingum eins og okkur sjálfum. Helstu fyrirmyndir mannkynsögunar höfðu sína lesti. Mandela er sagður hafa verið slæmur eiginmaður og Gandhi slæmur faðir. Við kjósum hins vegar að horfa á það jákvæða sem þessir einstaklingar höfðu fram að færa í stað þess neikvæða. Getum við ekki farið að horfa meira eftir kostunum í fari hvors annars sem eru svo fjölmargir? Ef landið á að rísa aftur verða einstaklingar þess og stofnanir að fá tækifæri til þess líka. Það er erfitt að elska landið en hata fólkið. Við þurfum að snúa við þeim svarta spíral sem er að soga samfélagið til sín. Velferð okkar sjálfra og komandi kynslóða er í húfi. Það gerum við með því að hafa trú á rótum okkar, fólkinu og innviðum samfélagsins. Trú á mátt fyrirgefningar og að sátt við eigin stöðu geri okkur mögulegt að vinna vel úr henni. Trú að með því að axla ábyrgð á eigin örlögum umbreytumst við úr máttlitlum fórnarlömbum í skapara eigin hamingju. Með því að breyta eigin afstöðu getum við breytt mótvindi í meðbyr. Vertu sú breyting sem þú vilt sjá.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun