Leiguverð í Borgum sambærilegt við helstu stórborgir heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 14:18 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Leiguverð í skrifstofuhúsunum í Borgum á Akureyri, þangað sem talað hefur verið um að flytja Fiskistofu, er svo hátt að Jafnréttisstofa ætlar að flytja þaðan út um áramót. Fleiri opinberar stofnanir eru á flótta þaðan undan leiguverðinu. Leiguverðið í Borgum er hærra en í viðskiptahverfum helstu höfuðborga á Vesturlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu liggur ekkert á skoðun sinni á því af hverju hún er á förum úr húsinu:„Ástæðan fyrir því að við erum að flytja er sú að við þurfum að borga gríðarlega háa leigu, yfir 4000 krónur á fermetrann, sem er mjög hátt leiguverð - svipað og á Manhattan í New York. Þetta er meira en svona lítil stofnun ræður við og skelfileg nýting á skattfé almennings," sagði Krístín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Leiguverð á fermetra þar er um 4,500 krónur, eða tæp milljón á mánuði fyrir þá 226 fermetra sem stofnunin hefur til umráða. Þetta er um það bil fjórfalt hærra verð en greitt er fyrir fermetrann í öðru skrifstofuhúsnæði á Akureyri, í álíka fjarlægð frá miðbænum og Borgir eru, samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag. Lauslega áætlað er talið að Fiskistofa þurfi um það bil þúsund fermetra húsnæði á Akureyri en leiga fyrir slíkt í Borgum yrði þá hátt í fjórar milljónir á mánuði. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri sagði nú rétt fyrir hádegi að slíkt komi ekki til greina og að hann telji sig hafa frjálsar hendur til að finna hagkvæmari leið. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Leiguverð í skrifstofuhúsunum í Borgum á Akureyri, þangað sem talað hefur verið um að flytja Fiskistofu, er svo hátt að Jafnréttisstofa ætlar að flytja þaðan út um áramót. Fleiri opinberar stofnanir eru á flótta þaðan undan leiguverðinu. Leiguverðið í Borgum er hærra en í viðskiptahverfum helstu höfuðborga á Vesturlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu liggur ekkert á skoðun sinni á því af hverju hún er á förum úr húsinu:„Ástæðan fyrir því að við erum að flytja er sú að við þurfum að borga gríðarlega háa leigu, yfir 4000 krónur á fermetrann, sem er mjög hátt leiguverð - svipað og á Manhattan í New York. Þetta er meira en svona lítil stofnun ræður við og skelfileg nýting á skattfé almennings," sagði Krístín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Leiguverð á fermetra þar er um 4,500 krónur, eða tæp milljón á mánuði fyrir þá 226 fermetra sem stofnunin hefur til umráða. Þetta er um það bil fjórfalt hærra verð en greitt er fyrir fermetrann í öðru skrifstofuhúsnæði á Akureyri, í álíka fjarlægð frá miðbænum og Borgir eru, samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag. Lauslega áætlað er talið að Fiskistofa þurfi um það bil þúsund fermetra húsnæði á Akureyri en leiga fyrir slíkt í Borgum yrði þá hátt í fjórar milljónir á mánuði. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri sagði nú rétt fyrir hádegi að slíkt komi ekki til greina og að hann telji sig hafa frjálsar hendur til að finna hagkvæmari leið.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira