Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 Kristján Óli Sigurðsson á Kópavogsvelli skrifar 20. september 2012 13:37 Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira