Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 Kristján Óli Sigurðsson á Kópavogsvelli skrifar 20. september 2012 13:37 Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira