Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 1-0 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira