Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Breiðablik 2-3 | Blikar upp í 4. sætið Helgi Þór Guðmundsson skrifar 23. september 2012 15:45 Mynd/Daníel Evrópudraumur Blika lifir enn eftir 3-2 sigur í Keflavík í Pepsi-deildinni í dag en stigin þrjú koma Breiðabliksliðinu upp fyrir KR og í 4. sætið. Blikar munu spila úrslitaleik við Stjörnuna í lokaumferðinni þar sem barist verður um Evrópusætið. Kristinn Jónsson kom Breiðabliki í 1-0 á 31. mínútu eftir flotta sendingu frá Andra Rafni Yeoman en Hörður Sveinsson jafnaði fyrir Keflvíkinga á 53. mínútu eftir þríhyrningsspil við Frans Elvarsson. Elfar Árni Aðalsteinsson kom Blikum aftur yfir á 68. mínútu af stuttu færi eftir að Ben Everson skallaði aukaspyrnu Kristins Jónssonar fyrir markið. Nichlas Rohde gulltryggði síðan sigurinn á 75. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Rafni Andra Haraldssyni. Finnur Orri Margeirsson gat skorað fjórða markið á 86. mínútu en lét þá Ómar Jóhannsson verja frá sér vítaspyrnu og Rafn Markús Vilbergsson minnkaði síðan muninn fyrir Keflavík á lokamínútunni. Breiðablik gerði góða ferð til Keflavíkur í dag og sótti 3 mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti á næsta ári. Úrslit dagsins þýða það að Breiðablik og Stjarnan munu spila hreinan úrslitaleik í síðustu umferðinni um það hvort liðið nær síðasta lausa Evrópusætinu. Leikurinn fór rólega af stað en um miðjan fyrri hálfleik hresstust menn og færin fóru að líta dagsins ljós. Bæði lið áttu nokkrar álitlegar sóknir áður en Kristinn Jónsson kom Blikum yfir á 31. mínútu með laglegu marki eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman. Eftir markið var jafnræði með liðunum en hvorugt lið náði að skapa sér teljandi marktækifæri. Á loka mínútu leiksins braut Andri Rafn aðþví er virtist illa á Guðmundi Steinarssyni en dómarinn sá ekki ástæðu til þess að flauta, þarna var Andri á gulu spjaldi og spurning hvort þetta hefði átt að verðskulda annað gult spjald, en dómarinn dæmdi ekki og þar við sat. Keflvíkingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og uppskáru jöfnunar mark á 53. mínútu þegar Hörður Sveinsson slapp í gagnum vörn Blika og skoraði eftir góðan samleik við Frans Elvarson. Eftir markið tóku Blikar við sér og voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiksins. Blikar komust svo aftur yfir á 68. mínútu þegar Elfar Árni Aðalsteinsson potaði boltanum yfir marklínuna eftir að Ben Everson hafði skallað aukaspyrnu Kristins Jónssonar fyrir markið. Blikar skoruðu svo aftur 7. mínútum seinna en þar var á ferðinni Nichlas Rodhe sem skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni. Þarna má segja að úrslitin hafi verið ráðin en Keflvíkingar náðu þó að klóra í bakkann alveg í blá lokin en þar var á ferðinni Rafn Markús Vilbergsson sem potaði boltanum yfir marklínuna eftir klafs í teignum í kjölfar hornspyrnu. Sanngjarn sigur Blika staðreynd sem þýðir að næsti leikur Blika gegn Stjörnunni á heimavelli verður hreinn úrslita leikur um það hvort liðið leikur í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Keflvíkingar eru aftur á móti úr leik í þeirri baráttu en geta vel við unað eftir sumarið en sparkspekingar spáðu þeim brösugu gengi í sumar. Zoran Lubicic: Vantar svolítið hungrið í þetta lið til að klára leik"Þetta gekk ekki í dag. En mér fannst vera mikið jafnræði með liðunum í fyrrihálfleik og þetta var opinn og skemmtilegur leikur. Við gleymum okkur einu sinni hrikalega í varnarleiknum og fengum á okkur ódýrt mark sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Síðan gerist hérna asnalegt atvik í lok hálfleiksins, ég skil ekki hvernig dómarinn sá ekki þegar maður á gulu spjaldi og þrumar Guðmund niður fyrir framan hann. Og kannski var þetta lykilaugnablik í leiknum, hann var á spjaldi og hefði verið rekinn af velli. Þá hefði þetta kannski orðið öðruvísi leikur", sagði Zoran vonsvikinn. "En í seinni hálfleik byrjuðum við af krafti og náum að jafna leikinn og vorum bara í góðri stöðu en það vantar svolítið hungrið í þetta lið til að klára leiki. Svo koma þeir með annað mark eftir mistök hjá okkur, og mér fannst við vera tæpir á að trúa á þetta verkefni. Í lokin komum við pínulítið til baka en það vara bara alltof seint þannig að þetta var bara sanngjarn sigur Blika í dag, þeir vildu þetta meira og voru hungraðari í þessu verkefni". "Það var mikið í húfi fyrir okkur líka í þessum leik, með sigri og hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum hefðum við getað blandað okkur pínulítið í baráttu um Evrópusæti og mínir menn voru að leggja sig fram. Okkur vantaði nokkra leikmenn sem voru meiddir en við reyndum að gera eins og við gátum í þessum leik", sagði Zoran. Ólafur Kristjánsson: Næsti leikur ekkert öðruvísi en aðrir leikir"Þetta var góður leikur í dag. Varðandi næsta leik þá er hann ekkert öðruvísi en aðrir leikir, það verður þriggja stiga leikur eins og allir hinir og hann fer í sama sarp og allir hinir, það er ekkert meiri æsingur útaf því. Það eru allir með einhvern æsing útaf því að þetta á að vera einhver úrslitaleikur, en ég er alveg pollrólegur, menn þurfa bara að vera einbeittir". "Einhver stig sem við unnum fyrr í sumar eru í þessum sarpi og einhver sem við töpuðum eru ekki í honum, þannig þetta er ekkert að vinnast eða tapast núna. Ég vil ekki vera að fara í það að vera að benda á næsta leik sem einhvern úrslitaleik. Það er hluti að okkar markmiði að komast í Evrópukeppni, en ef við hættum að einbeita okkur að boltanum og förum að horfa á töfluna þá missum við sjónar á því sem er mikilvægast sem er leikurinn sjálfur", sagði Ólafur um næsta leik gegn Stjörnunni en úrslitin í þeim leik munu skera úr um það hvort liðið það verður sem mun keppa í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kristinn Jónsson: Gífurlega mikilvæg þrjú stig í dag"Þetta voru gífurlega mikilvæg 3 stig í dag og bara mjög flottur leikur hjá öllu liðinu. Við erum ennþá í bullandi séns á öðru sætinu hreinlega og við ætlum að fara í næsta leik, vinna hann og ná markmiðinu okkar að ná Evrópusætinu. Það verður auðvelt að mótivera okkur fyrir næsta leik, það verður náttúrulega úrslita leikur um Evrópusætið. En þetta er samt alveg eins og hver annar leikur, við munum undirbúa okkur fyrir hann eins og alla aðra leiki, það er lang best að gera það þannig. Við munum bara koma af hörku í næsta leik og ná í þrjá punkta þar, það er ekkert annað" sagðri Kristinn um leikinn í dag og framhaldið um næstu helgi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Evrópudraumur Blika lifir enn eftir 3-2 sigur í Keflavík í Pepsi-deildinni í dag en stigin þrjú koma Breiðabliksliðinu upp fyrir KR og í 4. sætið. Blikar munu spila úrslitaleik við Stjörnuna í lokaumferðinni þar sem barist verður um Evrópusætið. Kristinn Jónsson kom Breiðabliki í 1-0 á 31. mínútu eftir flotta sendingu frá Andra Rafni Yeoman en Hörður Sveinsson jafnaði fyrir Keflvíkinga á 53. mínútu eftir þríhyrningsspil við Frans Elvarsson. Elfar Árni Aðalsteinsson kom Blikum aftur yfir á 68. mínútu af stuttu færi eftir að Ben Everson skallaði aukaspyrnu Kristins Jónssonar fyrir markið. Nichlas Rohde gulltryggði síðan sigurinn á 75. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Rafni Andra Haraldssyni. Finnur Orri Margeirsson gat skorað fjórða markið á 86. mínútu en lét þá Ómar Jóhannsson verja frá sér vítaspyrnu og Rafn Markús Vilbergsson minnkaði síðan muninn fyrir Keflavík á lokamínútunni. Breiðablik gerði góða ferð til Keflavíkur í dag og sótti 3 mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti á næsta ári. Úrslit dagsins þýða það að Breiðablik og Stjarnan munu spila hreinan úrslitaleik í síðustu umferðinni um það hvort liðið nær síðasta lausa Evrópusætinu. Leikurinn fór rólega af stað en um miðjan fyrri hálfleik hresstust menn og færin fóru að líta dagsins ljós. Bæði lið áttu nokkrar álitlegar sóknir áður en Kristinn Jónsson kom Blikum yfir á 31. mínútu með laglegu marki eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman. Eftir markið var jafnræði með liðunum en hvorugt lið náði að skapa sér teljandi marktækifæri. Á loka mínútu leiksins braut Andri Rafn aðþví er virtist illa á Guðmundi Steinarssyni en dómarinn sá ekki ástæðu til þess að flauta, þarna var Andri á gulu spjaldi og spurning hvort þetta hefði átt að verðskulda annað gult spjald, en dómarinn dæmdi ekki og þar við sat. Keflvíkingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og uppskáru jöfnunar mark á 53. mínútu þegar Hörður Sveinsson slapp í gagnum vörn Blika og skoraði eftir góðan samleik við Frans Elvarson. Eftir markið tóku Blikar við sér og voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiksins. Blikar komust svo aftur yfir á 68. mínútu þegar Elfar Árni Aðalsteinsson potaði boltanum yfir marklínuna eftir að Ben Everson hafði skallað aukaspyrnu Kristins Jónssonar fyrir markið. Blikar skoruðu svo aftur 7. mínútum seinna en þar var á ferðinni Nichlas Rodhe sem skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni. Þarna má segja að úrslitin hafi verið ráðin en Keflvíkingar náðu þó að klóra í bakkann alveg í blá lokin en þar var á ferðinni Rafn Markús Vilbergsson sem potaði boltanum yfir marklínuna eftir klafs í teignum í kjölfar hornspyrnu. Sanngjarn sigur Blika staðreynd sem þýðir að næsti leikur Blika gegn Stjörnunni á heimavelli verður hreinn úrslita leikur um það hvort liðið leikur í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Keflvíkingar eru aftur á móti úr leik í þeirri baráttu en geta vel við unað eftir sumarið en sparkspekingar spáðu þeim brösugu gengi í sumar. Zoran Lubicic: Vantar svolítið hungrið í þetta lið til að klára leik"Þetta gekk ekki í dag. En mér fannst vera mikið jafnræði með liðunum í fyrrihálfleik og þetta var opinn og skemmtilegur leikur. Við gleymum okkur einu sinni hrikalega í varnarleiknum og fengum á okkur ódýrt mark sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Síðan gerist hérna asnalegt atvik í lok hálfleiksins, ég skil ekki hvernig dómarinn sá ekki þegar maður á gulu spjaldi og þrumar Guðmund niður fyrir framan hann. Og kannski var þetta lykilaugnablik í leiknum, hann var á spjaldi og hefði verið rekinn af velli. Þá hefði þetta kannski orðið öðruvísi leikur", sagði Zoran vonsvikinn. "En í seinni hálfleik byrjuðum við af krafti og náum að jafna leikinn og vorum bara í góðri stöðu en það vantar svolítið hungrið í þetta lið til að klára leiki. Svo koma þeir með annað mark eftir mistök hjá okkur, og mér fannst við vera tæpir á að trúa á þetta verkefni. Í lokin komum við pínulítið til baka en það vara bara alltof seint þannig að þetta var bara sanngjarn sigur Blika í dag, þeir vildu þetta meira og voru hungraðari í þessu verkefni". "Það var mikið í húfi fyrir okkur líka í þessum leik, með sigri og hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum hefðum við getað blandað okkur pínulítið í baráttu um Evrópusæti og mínir menn voru að leggja sig fram. Okkur vantaði nokkra leikmenn sem voru meiddir en við reyndum að gera eins og við gátum í þessum leik", sagði Zoran. Ólafur Kristjánsson: Næsti leikur ekkert öðruvísi en aðrir leikir"Þetta var góður leikur í dag. Varðandi næsta leik þá er hann ekkert öðruvísi en aðrir leikir, það verður þriggja stiga leikur eins og allir hinir og hann fer í sama sarp og allir hinir, það er ekkert meiri æsingur útaf því. Það eru allir með einhvern æsing útaf því að þetta á að vera einhver úrslitaleikur, en ég er alveg pollrólegur, menn þurfa bara að vera einbeittir". "Einhver stig sem við unnum fyrr í sumar eru í þessum sarpi og einhver sem við töpuðum eru ekki í honum, þannig þetta er ekkert að vinnast eða tapast núna. Ég vil ekki vera að fara í það að vera að benda á næsta leik sem einhvern úrslitaleik. Það er hluti að okkar markmiði að komast í Evrópukeppni, en ef við hættum að einbeita okkur að boltanum og förum að horfa á töfluna þá missum við sjónar á því sem er mikilvægast sem er leikurinn sjálfur", sagði Ólafur um næsta leik gegn Stjörnunni en úrslitin í þeim leik munu skera úr um það hvort liðið það verður sem mun keppa í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kristinn Jónsson: Gífurlega mikilvæg þrjú stig í dag"Þetta voru gífurlega mikilvæg 3 stig í dag og bara mjög flottur leikur hjá öllu liðinu. Við erum ennþá í bullandi séns á öðru sætinu hreinlega og við ætlum að fara í næsta leik, vinna hann og ná markmiðinu okkar að ná Evrópusætinu. Það verður auðvelt að mótivera okkur fyrir næsta leik, það verður náttúrulega úrslita leikur um Evrópusætið. En þetta er samt alveg eins og hver annar leikur, við munum undirbúa okkur fyrir hann eins og alla aðra leiki, það er lang best að gera það þannig. Við munum bara koma af hörku í næsta leik og ná í þrjá punkta þar, það er ekkert annað" sagðri Kristinn um leikinn í dag og framhaldið um næstu helgi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira