Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Breiðablik 1-2 Ólafur Haukur Tómasson skrifar 21. júlí 2013 12:45 Breiðablik gerði góða ferð í blíðviðrið á Akureyri er þeir unnu 2-1 sigur á Þór. Renee Troost og Árni Vilhjálmsson skoruðu mörk Breiðabliks en Chukwudi Chijindu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Það var vel yfir tuttugu stiga hiti og sól á Akureyri þegar Þór og Breiðablik mættust í tólftu umferð Pepsi deild karla á Þórsvellinum í dag. Leikmenn kunnu vel við sig í sólinni og fór leikurinn fjörlega af stað. Á 16. mínútu kom Renee Troost gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Andri Hjörvar Albertsson, leikmaður Þórs, hafði brotið klaufalega á Viggó Kristjánssyni. Gestirnir voru vart hættir að fagna þegar Tómas Óli Garðarson kom boltanum á Árna Vilhjálmsson sem slapp í gegnum vörn Þórs og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Staðan þá orðin 2-0 fyrir Breiðablik. Þórsarar fengu tækifæri til að minnka muninn tæpum tveimur mínútum eftir seinna mark Breiðabliks þegar Orri Freyr Hjaltalín var felldur í vítateig go dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Ármann Pétur Ævarsson fór á punktinn en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varði boltann mjög vel. Staðan því 2-0 gestunum í hag í hálfleik. Chukwudi Chijindu minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum með laglegu marki þar sem hann snéri af sér varnarmenn Breiðabliks og náði föstu skoti sem endaði í marki gestana. Heimamenn voru beinskeyttari það sem af lifði leiks en allt kom fyrir ekki og lauk leiknum með eins marks sigri Breiðabliks. Ólafur Kristjánsson: Við erum á ágætum stað„Ég er gríðarlega sáttur með framlag manna í dag, þetta var gífurlega erfiður leikur. Við komumst snemma í 2-0 og fengum tækifæri til að slátra leiknum og setja þriðja markið en dettur ekki. Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson] setur upp sparihanskana og ver víti, sem skiptir auðvitað miklu máli í leiknum. Þegar þeir minnka í 2-1 þá fór auðvitað um mann en strákarnir héldu sjó og keyrðu þessi þrjú stig í hús og það er það sem skiptir máli," Það voru gerðar miklar breytingar á liði Breiðabliks frá því í síðasta leik sem var síðastliðin fimmtudag, var mikil þreyta í mönnum? „Nei, nei. Það þarf bara að rúlla aðeins. Við erum með stóran og breiðan hóp og menn þurfa bara að standa vaktina allir. Ef við spilum ekki mönnum sem hafa lítið spilað í svona leik eftir erfiðan leik á fimmtudaginn, hvenær spilar maður þeim þá?" Nú þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað er Breiðablik sem stendur í 3.sæti deildarinnar. Er það staða sem Ólafur er sáttur við og nálægt því sem lagt var upp með í upphafi móts? „Já, við erum svona nokkurn veginn á pari. Ég veit ekki alveg hvað þetta par er en við erum með svona tvö stig í leik. Ellefu leikir og 23 stig? Jú, við erum á ágætum stað," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Páll Viðar Gíslason: Of dýrt að gera þessi mistök„Ég er jafn svekktur og eftir síðasta leik þar sem við erum að kasta þessu frá okkur á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og berjumst svo við það allan seinni hálfleik að reyna að þrífa upp eftir okkur. Það er alltof dýrt í þessari deild að gera svona mistök," Þór átti tvö skot í stöng og nokkur góð færi fóru forgörðum. Eru lukkudísirnar að bregðast Þórsurum? „Ég veit ekki með hvaða liði þessar lukkudísir halda en við verðum fyrst og fremst að reyna að treysta á okkur eigin getu og eigin frammistöðu og í tveimur síðustu leikjum hefur þetta ekki fallið okkar megin. Við erum að opna í fín færi og ná skotum en erum á móti að leka inn hinu meginn og það er það sem skilur að," Heimamenn virkuðu ekki alltaf sáttir með dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson, en Páll Viðar vildi ekki meina að úrslitin hafi ráðist eins og þau gerðu vegna dómgæslunar: „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæslu eftir svona leik en sumir eru kannski bara of stórir til að vera í svona búning en ég veit það ekki. Mér fannst þetta ekkert ráðast á dómgæslunni í þessum leik svo ég vil ekkert tjá mig um það," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir leikinn. Finnur Orri Margeirsson: Við göngum sáttir hér af velli„Maður er alltaf sáttur í að næla í þrjú stig hér á Akureyri því það er mjög erfitt að koma hingað. Þórsararnir spiluðu fínt í dag og gerðu okkur erfitt fyrir þannig að við göngum mjög sáttir hér af velli með það að hafa landað þessum þremur stigum," Miklar hræringar voru á leikmannahópi Breiðabliks og telur Finnur að þeir hafi alveg efni á því að hræra til í liðinu: „Við höfum efni á að „rótera" því við erum með það breiðan og sterkan hóp og menn stóðu sig mjög vel hérna í dag," Á fimmtudaginn næstkomandi mun Breiðablik ferðast til Austurríkis og mæta Sturm Graz í seinni leik liðana í forkeppni Evrópudeildarinnar. Hvernig leggst það í hópinn? „Eins og við sáum í Kópavoginum þá verður þetta mjög spennandi leikur og okkur hlakkar mikið til. Ég held að við eigum fullan séns í þann leik. Það er alltaf gaman að spila í Evrópu. Við reyndum að leggja Evrópudeildina á hilluna fyrir þennan leik svo það hefst undirbúningur fyrir það núna strax á morgun", sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. Orri Freyr Hjaltalín: Við verðum að hysja upp um okkur„Við byrjum ekki leikinn fyrr en eftir einhverjar þrjátíu eða fjörtíu mínútur og eftir það fannst mér bara vera eitt lið á vellinum en það gengur náttúrulega ekki að koma svona til leiks, við gefum þeim tvö mörk í byrjun og eftir það eru þeir farnir að reyna að drepa leikinn niður og tefja, skiljanlega því þeir eiga erfiðan Evrópuleik á fimmtudaginn og dómarinn hjálpar þeim mikið með að landa þessum stigum," Heimamenn voru ekki par sáttir með dómara leiksins og fannst Orra hann koma illa undan leiknum og vera hliðhollari gestunum: „Mér fannst algjört bíó þessar 45 mínútur í seinni hálfleik. Við fengum varla eina aukaspyrnu þarna í seinni hálfleik og það er ótrúlegt hvernig hann getur tekið svona afstöðu með öðru liðinu," Þór átti tvö stangarskot, klúðruðu vítaspyrnu og nokkur góð færi fóru forgörðum en allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir Tap var Orri sáttur með sóknarleik liðsins: „Við erum kannski að spila ágætlega sóknarlega en við erum að fá á okkur alltof mikið af lélegum og ódýrum mörkum og þar var náttúrulega það sama og í dag. Mér fannst við reyna að „slútta" þessu ágætlega en stangirnar voru eitthvað að þvælast fyrir okkur og einhver skot þarna rétt framhjá. Þannig að þetta var svolítið stöngin út hjá okkur í dag, því miður," Orri Freyr var ekki sáttur með hugarfar sinna manna í þessum leik og fannst menn mæta illa til leiks: „Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild og finnst mér svona fyrirfram að það ætti að vera auðveldara að koma inn á móti sterkari liðunum. Menn ættu að vera meira einbeittari á verkefnið og annað en við verðum að fara að hysja upp um okkur og hirða einhver stig. Við ætluðum held ég að reyna að taka þetta með vinstri í fyrri hálfleik og það fór sem fór, lentum 2-0 undir og eftri það varð það bara erfitt," sagði Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Þórs.„Við byrjum ekki leikinn fyrr en eftir einhverjar þrjátíu eða fjörtíu mínútur og eftir það fannst mér bara vera eitt lið á vellinum en það gengur náttúrulega ekki að koma svona til leiks, við gefum þeim tvö mörk í byrjun og eftir það eru þeir farnir að reyna að drepa leikinn niður og tefja, skiljanlega því þeir eiga erfiðan Evrópuleik á fimmtudaginn og dómarinn hjálpar þeim mikið með að landa þessum stigum," Heimamenn voru ekki par sáttir með dómara leiksins og fannst Orra hann koma illa undan leiknum og vera hliðhollari gestunum: „Mér fannst algjört bíó þessar 45 mínútur í seinni hálfleik. Við fengum varla eina aukaspyrnu þarna í seinni hálfleik og það er ótrúlegt hvernig hann getur tekið svona afstöðu með öðru liðinu," Þór átti tvö stangarskot, klúðruðu vítaspyrnu og nokkur góð færi fóru forgörðum en allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir Tap var Orri sáttur með sóknarleik liðsins: „Við erum kannski að spila ágætlega sóknarlega en við erum að fá á okkur alltof mikið af lélegum og ódýrum mörkum og þar var náttúrulega það sama og í dag. Mér fannst við reyna að „slútta" þessu ágætlega en stangirnar voru eitthvað að þvælast fyrir okkur og einhver skot þarna rétt framhjá. Þannig að þetta var svolítið stöngin út hjá okkur í dag, því miður,"Orri Freyr var ekki sáttur með hugarfar sinna manna í þessum leik og fannst menn mæta illa til leiks: „Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild og finnst mér svona fyrirfram að það ætti að vera auðveldara að koma inn á móti sterkari liðunum. Menn ættu að vera meira einbeittari á verkefnið og annað en við verðum að fara að hysja upp um okkur og hirða einhver stig. Við ætluðum held ég að reyna að taka þetta með vinstri í fyrri hálfleik og það fór sem fór, lentum 2-0 undir og eftri það varð það bara erfitt," sagði Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Þórs. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
Breiðablik gerði góða ferð í blíðviðrið á Akureyri er þeir unnu 2-1 sigur á Þór. Renee Troost og Árni Vilhjálmsson skoruðu mörk Breiðabliks en Chukwudi Chijindu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Það var vel yfir tuttugu stiga hiti og sól á Akureyri þegar Þór og Breiðablik mættust í tólftu umferð Pepsi deild karla á Þórsvellinum í dag. Leikmenn kunnu vel við sig í sólinni og fór leikurinn fjörlega af stað. Á 16. mínútu kom Renee Troost gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Andri Hjörvar Albertsson, leikmaður Þórs, hafði brotið klaufalega á Viggó Kristjánssyni. Gestirnir voru vart hættir að fagna þegar Tómas Óli Garðarson kom boltanum á Árna Vilhjálmsson sem slapp í gegnum vörn Þórs og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Staðan þá orðin 2-0 fyrir Breiðablik. Þórsarar fengu tækifæri til að minnka muninn tæpum tveimur mínútum eftir seinna mark Breiðabliks þegar Orri Freyr Hjaltalín var felldur í vítateig go dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Ármann Pétur Ævarsson fór á punktinn en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varði boltann mjög vel. Staðan því 2-0 gestunum í hag í hálfleik. Chukwudi Chijindu minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum með laglegu marki þar sem hann snéri af sér varnarmenn Breiðabliks og náði föstu skoti sem endaði í marki gestana. Heimamenn voru beinskeyttari það sem af lifði leiks en allt kom fyrir ekki og lauk leiknum með eins marks sigri Breiðabliks. Ólafur Kristjánsson: Við erum á ágætum stað„Ég er gríðarlega sáttur með framlag manna í dag, þetta var gífurlega erfiður leikur. Við komumst snemma í 2-0 og fengum tækifæri til að slátra leiknum og setja þriðja markið en dettur ekki. Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson] setur upp sparihanskana og ver víti, sem skiptir auðvitað miklu máli í leiknum. Þegar þeir minnka í 2-1 þá fór auðvitað um mann en strákarnir héldu sjó og keyrðu þessi þrjú stig í hús og það er það sem skiptir máli," Það voru gerðar miklar breytingar á liði Breiðabliks frá því í síðasta leik sem var síðastliðin fimmtudag, var mikil þreyta í mönnum? „Nei, nei. Það þarf bara að rúlla aðeins. Við erum með stóran og breiðan hóp og menn þurfa bara að standa vaktina allir. Ef við spilum ekki mönnum sem hafa lítið spilað í svona leik eftir erfiðan leik á fimmtudaginn, hvenær spilar maður þeim þá?" Nú þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað er Breiðablik sem stendur í 3.sæti deildarinnar. Er það staða sem Ólafur er sáttur við og nálægt því sem lagt var upp með í upphafi móts? „Já, við erum svona nokkurn veginn á pari. Ég veit ekki alveg hvað þetta par er en við erum með svona tvö stig í leik. Ellefu leikir og 23 stig? Jú, við erum á ágætum stað," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Páll Viðar Gíslason: Of dýrt að gera þessi mistök„Ég er jafn svekktur og eftir síðasta leik þar sem við erum að kasta þessu frá okkur á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og berjumst svo við það allan seinni hálfleik að reyna að þrífa upp eftir okkur. Það er alltof dýrt í þessari deild að gera svona mistök," Þór átti tvö skot í stöng og nokkur góð færi fóru forgörðum. Eru lukkudísirnar að bregðast Þórsurum? „Ég veit ekki með hvaða liði þessar lukkudísir halda en við verðum fyrst og fremst að reyna að treysta á okkur eigin getu og eigin frammistöðu og í tveimur síðustu leikjum hefur þetta ekki fallið okkar megin. Við erum að opna í fín færi og ná skotum en erum á móti að leka inn hinu meginn og það er það sem skilur að," Heimamenn virkuðu ekki alltaf sáttir með dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson, en Páll Viðar vildi ekki meina að úrslitin hafi ráðist eins og þau gerðu vegna dómgæslunar: „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæslu eftir svona leik en sumir eru kannski bara of stórir til að vera í svona búning en ég veit það ekki. Mér fannst þetta ekkert ráðast á dómgæslunni í þessum leik svo ég vil ekkert tjá mig um það," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir leikinn. Finnur Orri Margeirsson: Við göngum sáttir hér af velli„Maður er alltaf sáttur í að næla í þrjú stig hér á Akureyri því það er mjög erfitt að koma hingað. Þórsararnir spiluðu fínt í dag og gerðu okkur erfitt fyrir þannig að við göngum mjög sáttir hér af velli með það að hafa landað þessum þremur stigum," Miklar hræringar voru á leikmannahópi Breiðabliks og telur Finnur að þeir hafi alveg efni á því að hræra til í liðinu: „Við höfum efni á að „rótera" því við erum með það breiðan og sterkan hóp og menn stóðu sig mjög vel hérna í dag," Á fimmtudaginn næstkomandi mun Breiðablik ferðast til Austurríkis og mæta Sturm Graz í seinni leik liðana í forkeppni Evrópudeildarinnar. Hvernig leggst það í hópinn? „Eins og við sáum í Kópavoginum þá verður þetta mjög spennandi leikur og okkur hlakkar mikið til. Ég held að við eigum fullan séns í þann leik. Það er alltaf gaman að spila í Evrópu. Við reyndum að leggja Evrópudeildina á hilluna fyrir þennan leik svo það hefst undirbúningur fyrir það núna strax á morgun", sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. Orri Freyr Hjaltalín: Við verðum að hysja upp um okkur„Við byrjum ekki leikinn fyrr en eftir einhverjar þrjátíu eða fjörtíu mínútur og eftir það fannst mér bara vera eitt lið á vellinum en það gengur náttúrulega ekki að koma svona til leiks, við gefum þeim tvö mörk í byrjun og eftir það eru þeir farnir að reyna að drepa leikinn niður og tefja, skiljanlega því þeir eiga erfiðan Evrópuleik á fimmtudaginn og dómarinn hjálpar þeim mikið með að landa þessum stigum," Heimamenn voru ekki par sáttir með dómara leiksins og fannst Orra hann koma illa undan leiknum og vera hliðhollari gestunum: „Mér fannst algjört bíó þessar 45 mínútur í seinni hálfleik. Við fengum varla eina aukaspyrnu þarna í seinni hálfleik og það er ótrúlegt hvernig hann getur tekið svona afstöðu með öðru liðinu," Þór átti tvö stangarskot, klúðruðu vítaspyrnu og nokkur góð færi fóru forgörðum en allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir Tap var Orri sáttur með sóknarleik liðsins: „Við erum kannski að spila ágætlega sóknarlega en við erum að fá á okkur alltof mikið af lélegum og ódýrum mörkum og þar var náttúrulega það sama og í dag. Mér fannst við reyna að „slútta" þessu ágætlega en stangirnar voru eitthvað að þvælast fyrir okkur og einhver skot þarna rétt framhjá. Þannig að þetta var svolítið stöngin út hjá okkur í dag, því miður," Orri Freyr var ekki sáttur með hugarfar sinna manna í þessum leik og fannst menn mæta illa til leiks: „Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild og finnst mér svona fyrirfram að það ætti að vera auðveldara að koma inn á móti sterkari liðunum. Menn ættu að vera meira einbeittari á verkefnið og annað en við verðum að fara að hysja upp um okkur og hirða einhver stig. Við ætluðum held ég að reyna að taka þetta með vinstri í fyrri hálfleik og það fór sem fór, lentum 2-0 undir og eftri það varð það bara erfitt," sagði Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Þórs.„Við byrjum ekki leikinn fyrr en eftir einhverjar þrjátíu eða fjörtíu mínútur og eftir það fannst mér bara vera eitt lið á vellinum en það gengur náttúrulega ekki að koma svona til leiks, við gefum þeim tvö mörk í byrjun og eftir það eru þeir farnir að reyna að drepa leikinn niður og tefja, skiljanlega því þeir eiga erfiðan Evrópuleik á fimmtudaginn og dómarinn hjálpar þeim mikið með að landa þessum stigum," Heimamenn voru ekki par sáttir með dómara leiksins og fannst Orra hann koma illa undan leiknum og vera hliðhollari gestunum: „Mér fannst algjört bíó þessar 45 mínútur í seinni hálfleik. Við fengum varla eina aukaspyrnu þarna í seinni hálfleik og það er ótrúlegt hvernig hann getur tekið svona afstöðu með öðru liðinu," Þór átti tvö stangarskot, klúðruðu vítaspyrnu og nokkur góð færi fóru forgörðum en allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir Tap var Orri sáttur með sóknarleik liðsins: „Við erum kannski að spila ágætlega sóknarlega en við erum að fá á okkur alltof mikið af lélegum og ódýrum mörkum og þar var náttúrulega það sama og í dag. Mér fannst við reyna að „slútta" þessu ágætlega en stangirnar voru eitthvað að þvælast fyrir okkur og einhver skot þarna rétt framhjá. Þannig að þetta var svolítið stöngin út hjá okkur í dag, því miður,"Orri Freyr var ekki sáttur með hugarfar sinna manna í þessum leik og fannst menn mæta illa til leiks: „Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild og finnst mér svona fyrirfram að það ætti að vera auðveldara að koma inn á móti sterkari liðunum. Menn ættu að vera meira einbeittari á verkefnið og annað en við verðum að fara að hysja upp um okkur og hirða einhver stig. Við ætluðum held ég að reyna að taka þetta með vinstri í fyrri hálfleik og það fór sem fór, lentum 2-0 undir og eftri það varð það bara erfitt," sagði Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Þórs.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira