Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍA 4-1 Eyþór Atli Einarsson á Kópavogsvelli skrifar 16. maí 2013 18:30 Skagamenn eru enn án stiga í Pepsi-deild karla eftir 1-4 tap fyrir Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar skoruðu öll fjögur mörkin sín á síðustu sjö mínútum leiksins og þar af gerði Elfar Árni Aðalsteinsson tvö þeirra. Í lítilfjörlegum leik í 82 mínútur unnu heimamenn í Breiðablik 4-1 sigur á Skagamönnum. Lítið markvert gerðist í leiknum lengst af. Skagamenn leiddu þó með einu marki í hálfleik eftir mark Eggerts Kára Karlssonar. Það mark kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á síðustu átta mínútum leiksins skoruðu Blikar fjögur mörk. Elfar Árni kom þeim á bragðið og þá opnuðust flóðgáttir hjá drengjunum frá Akranesi. Nichlas Rohde og Ellert Hreinsson skoruðu sitt markið hvor og Elfar Árni rak svo síðasta naglann í kistu Skagamanna með sínu öðru marki. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og má segja að hann hafi allur verið rólegur. Blikarnir voru ívið sterkari en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Áttu nokkur skot sem fóru vel yfir. Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði framhjá á 29. mínútu eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar og var það hættulegasta færi Blika í fyrri hálfleik. Skagamenn voru aldrei líklegir til þess að skora en á einhvern ótrúlegan hátt fékk Eggert Kári Karlsson boltann inn fyrir vörn heimamanna og var einn á auðum sjó gegn Gunnleifi í markinu. Eggert gerði engin mistök og klára færið vel. 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Í síðari hálfleik bjóst maður við meiri skemmtun. Hún lét þó á sér standa í þrjátíu og sjö mínútur, fyrir utan dauðafæri sem Nichlas Rohde fékk þegar hann fylgdi eftir skoti Elfars Árna og með ólíkindum tókst að moka boltanum framhjá. Fólkið í stúkunni var líklega hundóánægt með sjálft sig fyrir að hafa ekki eytt þessum drepleiðinlegu mínútum sem það upplifði á Kópavogsvelli heima undir teppi að horfa á Eyþór Inga syngja sig inn í hjörtu Evrópuálfunnar. Það fólk sér þó ekki eftir því núna að hafa mætt því skjótt skipast veður í lofti og Blikar voru með sýningu fyrir áhorfendur síðustu tíu mínúturnar. Það byrjaði með marki frá manni leiksins, Elfari Árna. Blikar fengu horn sem endaði með klafsi í teignum. Þar hrökk boltinn til Elfars og hann laumaði honum í hornið. Mínútu síðar fékk Nichlas Rohde boltann inn fyrir vörn Skagamanna og kláraði framhjá Páli Gísla í marki gestanna. Heimamenn voru ekki hættir, heldur tók varamaðurinn Ellert Hreinsson góðan sprett upp hægri kantinn og lét vaða á markið. Páll Gísli var nálægt því að verja en inn fór boltinn og staðan skyndilega orðin 3-1. Það var svo á 89. mínútu að Elfar Árni stimplaði sig inn sem maður leiksins þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Þegar öllu er á botninn hvolft var leikurinn leiðinlegur, fyrir utan þessar mínútur í lokin. Gestirnir frá Akranesi spiluðu þéttan varnarleik og Breiðablik fann engar glufur á honum. Skipulag Skagamanna riðlaðist og Blikar gengu á lagið og sýndu það að það má ekki gefa þeim færi því þeir klára það. Góður karakterssigur hjá Breiðablik en Skagamenn ennþá án sigurs eftir þrjár umferðir.Það er hægt að sjá viðtöl Ásgeirs Erlendssonar úr Pepsi-mörkunum með því að smella hér fyrir ofan. Þar ræðir hann við Ólaf Kristjánsson, Þórð Þórðarson og Elfar Árna Aðalsteinsson eftir leik Breiðabliks og ÍA í 3. umferð Pepsi-deildar karla.Þórður Þórðarson: Vorum í eltingaleik í tíu mínúturÞjálfari Skagamanna Þórður Þórðarson var súr í leikslok eftir tap sinna manna gegn Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Engu að síður fannst honum þeir standa sig ágætlega að undanskildum síðustu 10 mínútum leiksins. „Ég var ánægður með strákana í 82 mínútur en síðustu mínúturnar spiluðum við ekki sem lið,“ sagði Þórður „Þegar Blikarnir jafna þá ætluðu menn, hver í sínu horni að redda málunum og komast yfir. Þeir hlaupa úr svæðum og þá galopnast allt. Það má ekki gerast á móti Breiðablik." sagði þjálfarinn sem hafði ekki áhyggjur af bitleysi sinna manna fram á við en var þó skiljanlega áhyggjufullur yfir þremur tapleikjum í röð. „Ég hef mestar áhyggjur af því að við erum búnir að tapa þremur í röð. Við vissum það fyrirfram að ef við færum í einhvern eltingaleik við Blikana þá myndu þeir „reita“ okkur eins og gerðist síðustu tíu mínúturnar. Meðan við héldum liðinu niðri og vorum bara rólegir og leyfðum þeim að leika sér með boltann fyrir aftan þá var ekkert að frétta hjá þeim.“Óli Kristjáns: Viggó hefur tekið stórstígum framförum„Ég var bara mjög sáttur hvernig leikurinn endaði. Ég var ósáttur við einbeitingaleysi í fyrri hálfleik þegar Skagamenn skora markið. Mér fannst við vera búnir að ná ágætis tökum á leiknum fyrir það.“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sáttur eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld. „Eftir að Skagamenn skora markið var svolítið komin upp sama staða og í síðasta leik. Þeir gátu legið aftar á vellinum og þá var erfitt að brjóta þá. Við töluðum um það í hálfleik að láta það ekki á okkur fá, vera þolinmóðir og hamra á Skagamönnum með spili á jörðunni. Ekki háum boltum beint á kollinn á Ármanni og Kára (í Skagavörninni).“ sagði Óli en það skilaði sér heldur betur á lokamínútunum því Blikar skoruðu fjögur mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Ólafur gerði tvöfalda skiptingingu um miðbik síðari hálfleiks, þegar Ellert Hreinsson og Viggó Kristjánsson komu inn á, sem segja má að hafi skipt sköpum fyrir Blikaliðið. „Ellert kom inn með mikinn hraða og ég vil hrósa Viggó fyrir frábæra innkomu. Hann var rólegur á boltanum og hafði góða yfirsýn. Virkilega klókur. Hann hefur tekið stórstígum framförum. Á þrjár stungusendingar og ein þeirra skilaði marki. Mjög ánægður með hann.“ sagði kampakátur þjálfarinn sem virðist kunna vel við markatöluna 4-1 en viðurkenndi þó að það væri aðeins skemmtilegra þegar hún liti út eins og hún gerði í dag en ekki eins og hún var í síðasta leik.Elfar Árni: Ég spila með liðinu og þeir spila með mér„Við biðum eftir því að skora fyrsta markið. Í hálfleik vorum við ákveðnir í því að vera rólegir og halda skipulagi. Við vissum að ef við myndum skora yrðu þeir hræddir.“ sagði markaskorarinn Elfar Árni Aðalsteinsson eftir leik sinna manna við ÍA. Hann þakkaði einnig Eyþóri Inga Júróvisíonfara fyrir innblásturinn. „Við heyrðum að Eyþór hafi komist áfram og það kveikti í okkur. Það var mjög gaman að heyra að hann hafi komist áfram og iða ég í skinninu að komast heim að lesa um Júróvisón,“ sagði Elfar Árni léttur í bragði. Húsvíkingurinn kom í lið Breiðabliks í fyrra og missti svolítið úr vegna meiðsla. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í sumar. Inntur eftir því hvort að hann hafi ekki verið tilbúinn í deildina í fyrra sagði hann. „Ég spila með liðinu og þeir spila með mér. Ég er nokkuð sáttur með mig og ég er sáttur með liðið okkar. Í fyrra skoraði ég þrjú mörk og ég er strax búinn að jafna það. Það verður bara spennandi að bæta við fleiri mörkum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Skagamenn eru enn án stiga í Pepsi-deild karla eftir 1-4 tap fyrir Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar skoruðu öll fjögur mörkin sín á síðustu sjö mínútum leiksins og þar af gerði Elfar Árni Aðalsteinsson tvö þeirra. Í lítilfjörlegum leik í 82 mínútur unnu heimamenn í Breiðablik 4-1 sigur á Skagamönnum. Lítið markvert gerðist í leiknum lengst af. Skagamenn leiddu þó með einu marki í hálfleik eftir mark Eggerts Kára Karlssonar. Það mark kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á síðustu átta mínútum leiksins skoruðu Blikar fjögur mörk. Elfar Árni kom þeim á bragðið og þá opnuðust flóðgáttir hjá drengjunum frá Akranesi. Nichlas Rohde og Ellert Hreinsson skoruðu sitt markið hvor og Elfar Árni rak svo síðasta naglann í kistu Skagamanna með sínu öðru marki. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og má segja að hann hafi allur verið rólegur. Blikarnir voru ívið sterkari en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Áttu nokkur skot sem fóru vel yfir. Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði framhjá á 29. mínútu eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar og var það hættulegasta færi Blika í fyrri hálfleik. Skagamenn voru aldrei líklegir til þess að skora en á einhvern ótrúlegan hátt fékk Eggert Kári Karlsson boltann inn fyrir vörn heimamanna og var einn á auðum sjó gegn Gunnleifi í markinu. Eggert gerði engin mistök og klára færið vel. 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Í síðari hálfleik bjóst maður við meiri skemmtun. Hún lét þó á sér standa í þrjátíu og sjö mínútur, fyrir utan dauðafæri sem Nichlas Rohde fékk þegar hann fylgdi eftir skoti Elfars Árna og með ólíkindum tókst að moka boltanum framhjá. Fólkið í stúkunni var líklega hundóánægt með sjálft sig fyrir að hafa ekki eytt þessum drepleiðinlegu mínútum sem það upplifði á Kópavogsvelli heima undir teppi að horfa á Eyþór Inga syngja sig inn í hjörtu Evrópuálfunnar. Það fólk sér þó ekki eftir því núna að hafa mætt því skjótt skipast veður í lofti og Blikar voru með sýningu fyrir áhorfendur síðustu tíu mínúturnar. Það byrjaði með marki frá manni leiksins, Elfari Árna. Blikar fengu horn sem endaði með klafsi í teignum. Þar hrökk boltinn til Elfars og hann laumaði honum í hornið. Mínútu síðar fékk Nichlas Rohde boltann inn fyrir vörn Skagamanna og kláraði framhjá Páli Gísla í marki gestanna. Heimamenn voru ekki hættir, heldur tók varamaðurinn Ellert Hreinsson góðan sprett upp hægri kantinn og lét vaða á markið. Páll Gísli var nálægt því að verja en inn fór boltinn og staðan skyndilega orðin 3-1. Það var svo á 89. mínútu að Elfar Árni stimplaði sig inn sem maður leiksins þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Þegar öllu er á botninn hvolft var leikurinn leiðinlegur, fyrir utan þessar mínútur í lokin. Gestirnir frá Akranesi spiluðu þéttan varnarleik og Breiðablik fann engar glufur á honum. Skipulag Skagamanna riðlaðist og Blikar gengu á lagið og sýndu það að það má ekki gefa þeim færi því þeir klára það. Góður karakterssigur hjá Breiðablik en Skagamenn ennþá án sigurs eftir þrjár umferðir.Það er hægt að sjá viðtöl Ásgeirs Erlendssonar úr Pepsi-mörkunum með því að smella hér fyrir ofan. Þar ræðir hann við Ólaf Kristjánsson, Þórð Þórðarson og Elfar Árna Aðalsteinsson eftir leik Breiðabliks og ÍA í 3. umferð Pepsi-deildar karla.Þórður Þórðarson: Vorum í eltingaleik í tíu mínúturÞjálfari Skagamanna Þórður Þórðarson var súr í leikslok eftir tap sinna manna gegn Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Engu að síður fannst honum þeir standa sig ágætlega að undanskildum síðustu 10 mínútum leiksins. „Ég var ánægður með strákana í 82 mínútur en síðustu mínúturnar spiluðum við ekki sem lið,“ sagði Þórður „Þegar Blikarnir jafna þá ætluðu menn, hver í sínu horni að redda málunum og komast yfir. Þeir hlaupa úr svæðum og þá galopnast allt. Það má ekki gerast á móti Breiðablik." sagði þjálfarinn sem hafði ekki áhyggjur af bitleysi sinna manna fram á við en var þó skiljanlega áhyggjufullur yfir þremur tapleikjum í röð. „Ég hef mestar áhyggjur af því að við erum búnir að tapa þremur í röð. Við vissum það fyrirfram að ef við færum í einhvern eltingaleik við Blikana þá myndu þeir „reita“ okkur eins og gerðist síðustu tíu mínúturnar. Meðan við héldum liðinu niðri og vorum bara rólegir og leyfðum þeim að leika sér með boltann fyrir aftan þá var ekkert að frétta hjá þeim.“Óli Kristjáns: Viggó hefur tekið stórstígum framförum„Ég var bara mjög sáttur hvernig leikurinn endaði. Ég var ósáttur við einbeitingaleysi í fyrri hálfleik þegar Skagamenn skora markið. Mér fannst við vera búnir að ná ágætis tökum á leiknum fyrir það.“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sáttur eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld. „Eftir að Skagamenn skora markið var svolítið komin upp sama staða og í síðasta leik. Þeir gátu legið aftar á vellinum og þá var erfitt að brjóta þá. Við töluðum um það í hálfleik að láta það ekki á okkur fá, vera þolinmóðir og hamra á Skagamönnum með spili á jörðunni. Ekki háum boltum beint á kollinn á Ármanni og Kára (í Skagavörninni).“ sagði Óli en það skilaði sér heldur betur á lokamínútunum því Blikar skoruðu fjögur mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Ólafur gerði tvöfalda skiptingingu um miðbik síðari hálfleiks, þegar Ellert Hreinsson og Viggó Kristjánsson komu inn á, sem segja má að hafi skipt sköpum fyrir Blikaliðið. „Ellert kom inn með mikinn hraða og ég vil hrósa Viggó fyrir frábæra innkomu. Hann var rólegur á boltanum og hafði góða yfirsýn. Virkilega klókur. Hann hefur tekið stórstígum framförum. Á þrjár stungusendingar og ein þeirra skilaði marki. Mjög ánægður með hann.“ sagði kampakátur þjálfarinn sem virðist kunna vel við markatöluna 4-1 en viðurkenndi þó að það væri aðeins skemmtilegra þegar hún liti út eins og hún gerði í dag en ekki eins og hún var í síðasta leik.Elfar Árni: Ég spila með liðinu og þeir spila með mér„Við biðum eftir því að skora fyrsta markið. Í hálfleik vorum við ákveðnir í því að vera rólegir og halda skipulagi. Við vissum að ef við myndum skora yrðu þeir hræddir.“ sagði markaskorarinn Elfar Árni Aðalsteinsson eftir leik sinna manna við ÍA. Hann þakkaði einnig Eyþóri Inga Júróvisíonfara fyrir innblásturinn. „Við heyrðum að Eyþór hafi komist áfram og það kveikti í okkur. Það var mjög gaman að heyra að hann hafi komist áfram og iða ég í skinninu að komast heim að lesa um Júróvisón,“ sagði Elfar Árni léttur í bragði. Húsvíkingurinn kom í lið Breiðabliks í fyrra og missti svolítið úr vegna meiðsla. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í sumar. Inntur eftir því hvort að hann hafi ekki verið tilbúinn í deildina í fyrra sagði hann. „Ég spila með liðinu og þeir spila með mér. Ég er nokkuð sáttur með mig og ég er sáttur með liðið okkar. Í fyrra skoraði ég þrjú mörk og ég er strax búinn að jafna það. Það verður bara spennandi að bæta við fleiri mörkum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira