Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 3-1 Eyþór Atli Einarsson skrifar 28. júlí 2013 16:15 Mynd/Daníel Blikar héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild karla með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Kópavogsvellinum í kvöld en þetta var þriðji deildarsigur Kópavogsliðsins í röð. Breiðablik hefur náð í 19 stig af 21 mögulegu frá því í byrjun júní og er farið að blanda sér af fullum krafti í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Blikar eru nú einu stigi á eftir Stjörnumönnum og tveimur stigum á eftir toppliði FH. Eyjamenn byrjuðu reyndar vel og Eiður Aron Sigurbjörnsson kom þeim í 1-0 strax á 4. mínútu leiksins. Árni Vilhjálmsson var búinn að jafna innan fimm mínútna og Ellert Hreinsson kom Blikum í 2-1 á 20. mínútu en bæði mörkin voru skoruð með skalla. Varamaðurinn Nichlas Rohde kom Blikum síðan í 3-1 á 70. mínútu leiksins eftir sendingu frá öðrum varamanni, Elfari Árna Aðalsteinssyni, og þannig urðu lokatölurnar. Leikurinn fór hressilega af stað og strax á fjórðu mínútu skoruðu gestirnir frá Vestmannaeyjum. Víðir Þorvarðarson átti þá góðan sprett og sendi boltann fyrir markið. Þar stóð, einn og óvaldaður, varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson og setti boltann í netið. Blikarnir voru ekki lengi að jafna leikinn því Árni Vilhjálmsson skoraði gott skallamark á níundu mínútu. Viggó Kristjánsson átti flotta fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Árna sem kláraði færið með skalla í fjærhornið. Staðan orðin 1-1. Liðin héldu áfram að gera sig líkleg til að bæta við mörkum í leikinn næstu mínúturnar. Það gekk eftir hjá heimamönnum á tuttugustu mínútu þegar Guðjón Pétur Lýðsson tók hornspyrnu. Knötturinn rataði beint á höfuðið á Sverri Inga Ingasyni sem skallaði fyrir markið og þar kom Ellert Hreinsson á flugi og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-1 fyrir Breiðablik og þeir komnir í ágætis stöðu á heimavelli. Krafturinn í liðunum fjaraði aðeins út síðari hluta fyrri hálfleiks en bæði lið áttu þó ágætis sóknir. Allt kom þó fyrir ekki og staðan 2-1 í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til síðari hálfleiksins og ætluðu sér að jafna leikinn. Þeir pressuðu stíft á Blikana en uppskáru því miður, fyrir þá, mark í andlitið. Á 70. mínútu fékk Nichlas Rohde frábæra sendingu inn fyrir vörn ÍBV og lék á varnarmann og lagði boltann snyrtilega með vinstri í fjær. Staðan 3-1 og róðurinn orðinn erfiður fyrir gestina. Þeir reyndu þó allt hvað þeir gátu og sköpuðu sér nokkur hálffæri en það vantaði oft herslumuninn á að þeir kláruðu með marki. Lokatölur 3-1 fyrir Blika og mega þeir þakka vel skipulögðum varnarleik og sofandahætti gestanna í fyrri hálfleik sigurinn. Bæði lið ætluðu sér þrjú stig í dag og komu gestirnir vel undirbúnir til leiks. Skoruðu snemma en voru svo hálfsofandi á verðinum í fyrri hálfleik og Blikarnir nýttu sér það og skoruðu tvö mörk. Heimamenn spiluðu skipulagðan og agaðan varnarleik. Guðjón Pétur Lýðsson stjórnaði spilinu á miðjunni og gerði það glimrandi vel. Þeir gáfu ekki mörg færi á sér og nýttu sín færi vel og sigldu þessum sigri nokkuð auðveldlega í land eftir að hafa skorað þriðja markið. Hermann Hreiðarsson: Þetta var eins og opin æfing„Það vantaði einbeitingu í fyrri hálfleik í föstum leikatriðum. Tveir fríir skallar í sama markinu og svo annar frír í næstu fyrirgjöf. Við höfum verið sterkir í þessu í sumar svo það er klaufalegt að klikka á þessu í dag.“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, súr eftir tap sinna manna gegn Breiðabliki í dag. „Við drápum kannski stemninguna þegar við skoruðum fyrsta markið. Kannski er bara svona léleg stemning hérna. Þetta var svona eins og opin æfing. Það var einhver deyfð í þessu og mörkin voru í takt við það svolítill sofandaháttur í þeim.“ sagði Hermann en Eyjamenn komust yfir 1-0 á fjórðu mínútu leiksins. „Menn verða kannski andlega þreyttir. Við þurfum að aðlagast þessu. Við erum að keyra svolítið mikið á sama mannskapnum og ég er búinn að vera hrikalega sáttur við heildina. Við eigum flottan seinni hálfleik í dag og setjum þá næstum inn í vítateig í 45 mínútur. Við reyndum allt í rauninni, sköpuðum okkur ágætis hálffæri en það gekk ekki upp. Leiðinlegt að fá á sig þessi tvö mörk og ná ekki að fylgja eftir frábærri byrjun.“ Aðspurður hvort Eyjamenn ætli að styrkja hópinn áður en félagsskiptaglugginn lokar á miðvkudaginn sagði Hermann. „Það er ekkert komið ennþá. Við erum að kíkja í kringum okkur eins og aðrir. Það yrði þá líklega eitthvað framarlega á vellinum.“ Næsti leikur ÍBV verður spilaður um verslunarmannahelgina í Vestmannaeyjum. Brjálaðir Þjóðhátíðargestir og blússandi stemning. David James verður líklega ekki með en um þetta sagði Hermann. „Það verður stemning fyrir því. Maður tekur sér núna smá tíma í það að vorkenna sjálfum sér og okkur. Síðan verður bara stemning í næsta leik. Það er eitthvað verið að skoða það hvort David James verði með. Það er ekki komið á hreint ennþá. Sverrir Ingi: Við liggjum bara á Boratskýlum„Við lentum undir snemma og það var smá högg fyrr okkur. Við náðum að jafna snemma eftir það og það breytti svolítið leiknum. Eftir það var þetta barningur og við náðum að skora þriðja markið sem gerði svolítið út um þetta.“ sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Blika, eftir sigurinn á Eyjamönnum í dag. Það sem stendur uppúr í dag er að við erum að klára færin okkar vel og héldum okkar skipulagi í vörninni. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi. Þeir reyna að spila svolítið í gegnum Gunna (Gunnar Már Guðmundsson) uppi á toppi og hann er erfiður við að eiga.“ „Það er bullandi sjálfstraust í liðinu. Við erum að skipta 3-4 leikmönnum á milli leikja. Það skiptir ekki máli hver kemur inn í liðið. Viggó kom inn í dag og Elvar kom til baka frá Tindastóli og þeir voru frábærir. Ef þú vilt vera í toppbaráttu í þessu móti þá verður þú að geta spilað á hópnum.“ Framundan er langt ferðalag til Kasakstan þar sem Blikar spila í Evrópudeildinni. „Það voru keyptar 15-16 Boratskýlur og síðan verður bara farið og legið. Nei, við erum í þessu til að spila svona leiki. Fá að ferðast og þetta er gríðarlega erfitt verkefni. Ætli þetta séu ekki sex flug sem við þurfum að taka.“ sagði Sverrir Ingi kátur að lokum. Óli Kristjáns: Í reykmettuðum bakherbergjum KSÍ „Ég er mjög ánægður með strákana í dag eins og alla aðra daga. Frammistaðan var mjög góð. Við lentum undir eins og úti í Eyjum en það sem við gerðum betur núna er að við snerum þessu okkur í hag.“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Skipulagið var gott, liðið vann vel og við stóðumst áhlaup sterkra Eyjamanna í dag.“ „Ég hef alltaf verið ánægður með hópinn. Það standa sig allir eins og hetjur. Það er haugur af leikmönnum sem standa fyrir utan og klæjar í tærnar að fá að spila og það er ánægjulegt. Elvar Páll spilaði vel í dag og var góður í því sem hann gerði.“ en Elfar Páll Sigurðsson kom aftur í lið Breiðabliks eftir lánsdvöl hjá Tindastóli. Ólafur ræddi við Þorvald Árnason, dómara leiksins, eftir leikinn og aðspurður hvað þeirra fór í milli sagði Ólafur. „Hann spurði um púlsinn hjá mér og ég spurði hann þá að því sama og þær voru svipaðar. Allar púlstölur eru geymdar í reykmettuðum bakherbergjum hjá Knattspyrnusambandinu.“ „Mér líst vel á ferðalagið framundan. Ég hef aldrei komið til Kasakstan áður. Mér hefur gengið mjög vel að fá upplýsingar um liðið þannig að við rennum ekki blint í sjóinn.“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Blikar héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild karla með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Kópavogsvellinum í kvöld en þetta var þriðji deildarsigur Kópavogsliðsins í röð. Breiðablik hefur náð í 19 stig af 21 mögulegu frá því í byrjun júní og er farið að blanda sér af fullum krafti í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Blikar eru nú einu stigi á eftir Stjörnumönnum og tveimur stigum á eftir toppliði FH. Eyjamenn byrjuðu reyndar vel og Eiður Aron Sigurbjörnsson kom þeim í 1-0 strax á 4. mínútu leiksins. Árni Vilhjálmsson var búinn að jafna innan fimm mínútna og Ellert Hreinsson kom Blikum í 2-1 á 20. mínútu en bæði mörkin voru skoruð með skalla. Varamaðurinn Nichlas Rohde kom Blikum síðan í 3-1 á 70. mínútu leiksins eftir sendingu frá öðrum varamanni, Elfari Árna Aðalsteinssyni, og þannig urðu lokatölurnar. Leikurinn fór hressilega af stað og strax á fjórðu mínútu skoruðu gestirnir frá Vestmannaeyjum. Víðir Þorvarðarson átti þá góðan sprett og sendi boltann fyrir markið. Þar stóð, einn og óvaldaður, varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson og setti boltann í netið. Blikarnir voru ekki lengi að jafna leikinn því Árni Vilhjálmsson skoraði gott skallamark á níundu mínútu. Viggó Kristjánsson átti flotta fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Árna sem kláraði færið með skalla í fjærhornið. Staðan orðin 1-1. Liðin héldu áfram að gera sig líkleg til að bæta við mörkum í leikinn næstu mínúturnar. Það gekk eftir hjá heimamönnum á tuttugustu mínútu þegar Guðjón Pétur Lýðsson tók hornspyrnu. Knötturinn rataði beint á höfuðið á Sverri Inga Ingasyni sem skallaði fyrir markið og þar kom Ellert Hreinsson á flugi og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-1 fyrir Breiðablik og þeir komnir í ágætis stöðu á heimavelli. Krafturinn í liðunum fjaraði aðeins út síðari hluta fyrri hálfleiks en bæði lið áttu þó ágætis sóknir. Allt kom þó fyrir ekki og staðan 2-1 í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til síðari hálfleiksins og ætluðu sér að jafna leikinn. Þeir pressuðu stíft á Blikana en uppskáru því miður, fyrir þá, mark í andlitið. Á 70. mínútu fékk Nichlas Rohde frábæra sendingu inn fyrir vörn ÍBV og lék á varnarmann og lagði boltann snyrtilega með vinstri í fjær. Staðan 3-1 og róðurinn orðinn erfiður fyrir gestina. Þeir reyndu þó allt hvað þeir gátu og sköpuðu sér nokkur hálffæri en það vantaði oft herslumuninn á að þeir kláruðu með marki. Lokatölur 3-1 fyrir Blika og mega þeir þakka vel skipulögðum varnarleik og sofandahætti gestanna í fyrri hálfleik sigurinn. Bæði lið ætluðu sér þrjú stig í dag og komu gestirnir vel undirbúnir til leiks. Skoruðu snemma en voru svo hálfsofandi á verðinum í fyrri hálfleik og Blikarnir nýttu sér það og skoruðu tvö mörk. Heimamenn spiluðu skipulagðan og agaðan varnarleik. Guðjón Pétur Lýðsson stjórnaði spilinu á miðjunni og gerði það glimrandi vel. Þeir gáfu ekki mörg færi á sér og nýttu sín færi vel og sigldu þessum sigri nokkuð auðveldlega í land eftir að hafa skorað þriðja markið. Hermann Hreiðarsson: Þetta var eins og opin æfing„Það vantaði einbeitingu í fyrri hálfleik í föstum leikatriðum. Tveir fríir skallar í sama markinu og svo annar frír í næstu fyrirgjöf. Við höfum verið sterkir í þessu í sumar svo það er klaufalegt að klikka á þessu í dag.“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, súr eftir tap sinna manna gegn Breiðabliki í dag. „Við drápum kannski stemninguna þegar við skoruðum fyrsta markið. Kannski er bara svona léleg stemning hérna. Þetta var svona eins og opin æfing. Það var einhver deyfð í þessu og mörkin voru í takt við það svolítill sofandaháttur í þeim.“ sagði Hermann en Eyjamenn komust yfir 1-0 á fjórðu mínútu leiksins. „Menn verða kannski andlega þreyttir. Við þurfum að aðlagast þessu. Við erum að keyra svolítið mikið á sama mannskapnum og ég er búinn að vera hrikalega sáttur við heildina. Við eigum flottan seinni hálfleik í dag og setjum þá næstum inn í vítateig í 45 mínútur. Við reyndum allt í rauninni, sköpuðum okkur ágætis hálffæri en það gekk ekki upp. Leiðinlegt að fá á sig þessi tvö mörk og ná ekki að fylgja eftir frábærri byrjun.“ Aðspurður hvort Eyjamenn ætli að styrkja hópinn áður en félagsskiptaglugginn lokar á miðvkudaginn sagði Hermann. „Það er ekkert komið ennþá. Við erum að kíkja í kringum okkur eins og aðrir. Það yrði þá líklega eitthvað framarlega á vellinum.“ Næsti leikur ÍBV verður spilaður um verslunarmannahelgina í Vestmannaeyjum. Brjálaðir Þjóðhátíðargestir og blússandi stemning. David James verður líklega ekki með en um þetta sagði Hermann. „Það verður stemning fyrir því. Maður tekur sér núna smá tíma í það að vorkenna sjálfum sér og okkur. Síðan verður bara stemning í næsta leik. Það er eitthvað verið að skoða það hvort David James verði með. Það er ekki komið á hreint ennþá. Sverrir Ingi: Við liggjum bara á Boratskýlum„Við lentum undir snemma og það var smá högg fyrr okkur. Við náðum að jafna snemma eftir það og það breytti svolítið leiknum. Eftir það var þetta barningur og við náðum að skora þriðja markið sem gerði svolítið út um þetta.“ sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Blika, eftir sigurinn á Eyjamönnum í dag. Það sem stendur uppúr í dag er að við erum að klára færin okkar vel og héldum okkar skipulagi í vörninni. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi. Þeir reyna að spila svolítið í gegnum Gunna (Gunnar Már Guðmundsson) uppi á toppi og hann er erfiður við að eiga.“ „Það er bullandi sjálfstraust í liðinu. Við erum að skipta 3-4 leikmönnum á milli leikja. Það skiptir ekki máli hver kemur inn í liðið. Viggó kom inn í dag og Elvar kom til baka frá Tindastóli og þeir voru frábærir. Ef þú vilt vera í toppbaráttu í þessu móti þá verður þú að geta spilað á hópnum.“ Framundan er langt ferðalag til Kasakstan þar sem Blikar spila í Evrópudeildinni. „Það voru keyptar 15-16 Boratskýlur og síðan verður bara farið og legið. Nei, við erum í þessu til að spila svona leiki. Fá að ferðast og þetta er gríðarlega erfitt verkefni. Ætli þetta séu ekki sex flug sem við þurfum að taka.“ sagði Sverrir Ingi kátur að lokum. Óli Kristjáns: Í reykmettuðum bakherbergjum KSÍ „Ég er mjög ánægður með strákana í dag eins og alla aðra daga. Frammistaðan var mjög góð. Við lentum undir eins og úti í Eyjum en það sem við gerðum betur núna er að við snerum þessu okkur í hag.“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Skipulagið var gott, liðið vann vel og við stóðumst áhlaup sterkra Eyjamanna í dag.“ „Ég hef alltaf verið ánægður með hópinn. Það standa sig allir eins og hetjur. Það er haugur af leikmönnum sem standa fyrir utan og klæjar í tærnar að fá að spila og það er ánægjulegt. Elvar Páll spilaði vel í dag og var góður í því sem hann gerði.“ en Elfar Páll Sigurðsson kom aftur í lið Breiðabliks eftir lánsdvöl hjá Tindastóli. Ólafur ræddi við Þorvald Árnason, dómara leiksins, eftir leikinn og aðspurður hvað þeirra fór í milli sagði Ólafur. „Hann spurði um púlsinn hjá mér og ég spurði hann þá að því sama og þær voru svipaðar. Allar púlstölur eru geymdar í reykmettuðum bakherbergjum hjá Knattspyrnusambandinu.“ „Mér líst vel á ferðalagið framundan. Ég hef aldrei komið til Kasakstan áður. Mér hefur gengið mjög vel að fá upplýsingar um liðið þannig að við rennum ekki blint í sjóinn.“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira