Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 | Höskuldur hetja Blika gegn KR | Sjáðu markið Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 22. maí 2016 22:15 Breiðablik náði að svara fyrir óvænt tap gegn Þrótti í síðustu umferð með mikilvægum 1-0 sigri á KR á heimavelli í kvöld en með sigrinum lyftu Blikar sér upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. KR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Blikar komust yfir eftir frábæra sókn á 35. mínútu. Skallaði þá Höskuldur Gunnlaugsson boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Davíði Kristjáni Ólafssyni. KR-ingar voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en þeim gekk illa að skapa færi. Indriði Sigurðsson virtist hafa jafnað fyrir KR tuttugu mínútum fyrir leikslok en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu sem reyndist vera rangur dómur í endursýningu. KR-ingar reyndu að sækja eftir það en náðu ekki að ógna marki Gunnleifs Gunnleifssonar af neinni alvöru og lauk leiknum því með naumum 1-0 sigri Blika.Af hverju vann Breiðablik?Blikarnir mættu bara grimmir inn í þennan leik og voru ákveðnir alveg frá fyrstu mínútu leiksins. Það munaði kannski ekki miklu á liðunum í kvöld en spilið hjá þeim grænu á síðasta þriðjungi vallarins var bara mun markvissara og betra en hjá þeim svarthvítu. Oliver Sigurjónsson hélt ákveðnari ró inni á miðjunni hjá Breiðablik og reyndist það mjög mikilvægt upp á uppspil heimamanna. En allt hefst þetta í vörninni hjá Blikum og hún stóð sína plikt einfaldlega betur en hjá KR.Þessir stóðu upp úrDamir Muminovic og Oliver Sigurjónsson eru menn sem mynda ákveðna hryggjarsúlu liðs Breiðabliks ásamt Jonathan Glenn í framlínunni. Þeir tveir fyrrnefndu voru frábærir í kvöld. Damir var magnaður í vörn Blika og lítið sem ekkert fór í gegnum hann. Blikar hefðu jafnvel verið í vandræðum ef miðvörðurinn hefði ekki verið inná. Oliver Sigurjónsson var einnig frábær á miðjunni hjá Breiðablik og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði flott mark sem skildi liðin að. Þessi menn stóðu upp úr. Hjá KR var Kennie Knak Chopart nokkuð sprækur og reyndi eins og hann gat að skapa eitthvað. Óskar Örn Hauksson var einnig flottur í liði KR í kvöld. Morten Beck Andersen kom inn á í síðari hálfleiknum og breytti nokkuð mikið gangi leiksins fyrir gestina í KR. Sóknarleikur liðsins varð betri og þeir hættulegri.Hvað gekk illa?KR-ingar verða að skoða spilið á síðasta þriðjungi vallarins og ná að tengja saman sendingar mun betur. Það vantaði alltaf upp á gæðin í lokasendingunni, þessari úrslitasendingu og lið eiga þá erfitt með að skora. Hólmbert Aron Friðjónsson, sóknarmaður KR, hefur nú skoraði eitt mark í síðustu 14 leikjum KR í Pepsi-deildinni. Hann þarf einfaldlega að gera mun betur og henda sér í gang. Hólmbert kemur of mikið til baka, í stað þess að einbeita sér alfarið að því að vera upp á topp. Hann hefur ekki hraða, en hann hefur hæð, styrk og gæði fram á við. Hólmbert þarf að spila upp á sína styrkleika.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Valsmönnum í baráttunni um Reykjavík í næstu umferð og liðið verður einfaldlega að vinna þann leik ætli það sér að vera með í toppbaráttunni. Blikar fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni. Það verður rosalegur leikur og getur Breiðablik þá heldur betur stimplað sig inn í toppbaráttuna. Arnar: Mjög feginn þegar ég sá flaggið uppiArnar er þjálfari Breiðabliks.vísir/anton„Númer 1,2 og 3 var bara mikil barátta í mínum mönnum og skilaði það þessum sigri,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Menn voru staðráðnir í því að koma til baka eftir tapið á móti Þrótti og við vissum það fyrirfram að þetta yrði erfitt og þetta yrði barningur. Völlurinn býður kannski ekki upp á mikið spil og voru KR-ingarnir meira með boltann en við en voru ekki að skapa sér mikið í kvöld.“ Arnar segist vera gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig, alveg sama hvernig þau komu. „Í dag sköpuðum við okkur nokkur færi, sem við nýtum og það er kannski munurinn á leiknum í kvöld og á móti Þrótti í síðustu umferð.“ Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Indriði skoraði markið sem var dæmt af. „Ég sá bara boltann í markinu og var mjög feginn þegar ég sá línuvörðinn með flaggið uppi.“ Indriði: Þetta er auðvitað bara skandall en svona er þessi fótboltiIndriði Sigurðsson, fyrirliði KR.vísir/ernir„Fyrst og fremst erum við betri stóran part af þessum leik og því er þetta hálfsúrt,“ segir Indriði Sigurðsson, nærum því markaskorari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum aðeins dampinn þegar við fáum á okkur markið og það á ekki að gerast, við eigum bara að núllstilla okkur og halda áfram.“ Indriði að liðið hafi ekki verið nægilega ákveðið í boxinu. „Fótbolti snýst um að skora mörk og það sýndi sig í dag. Þeir fá eitt færi og skora, og svo er spurning hvort þetta hafi verið rangstæða.“ Indriði fékk fréttir af því frá blaðamanni að þetta hafi í raun aldrei verið rangstæða. „Það er auðvitað bara skandall. Blikarnir fá eitt færi sem þeir skora úr og það er dæmt af okkur mark. Svona er samt þessi blessaði fótbolti.“ Bjarni: Getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég erBjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/stefán„Í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera heilt yfir betra liðið fyrir utan þessa einu sókn sem þeir fá og skora úr,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum einbeitinguna í smá stund, og þeir skora. Annars eru við bara fínir í hálfleiknum. Það var erfitt við þá að eiga í seinni hálfleiknum. Þeir lögðust enn meira til baka og ég hefði viljað sjá okkur skapa fleiri færi.“ Bjarni sagðist hafa séð mark Indriða sem löglegt og var nokkuð hissa á dómnum. „Þú getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég er en ég græði lítið á því að kvarta undan því hér.“ Hann segist ekki vera ánægður með uppskeruna eftir fimm umferðir. Einn sigur og þrjú jafntefli. Oliver: Við vorum duglegri en KR-ingarnirOliver í leik með Blikum.Vísir/Anton„Þetta var mikill baráttusigur og við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir slíkan leik,“ segir Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Við stóðumst prófið í kvöld og skoruðum einu marki meira en hinir. Við spiluðum ekkert betur í leiknum í kvöld en í leiknum á móti Þrótti, við bara nýtum færin.“ Hann segir að liðið hafi verið hörkuduglegt í kvöld og sérstaklega til baka. „Við vinnum þennan leik útaf því að við vorum bara duglegri en KR-ingar. Við verjum betur og sýnum karakter í okkar liði.“ Oliver segir að liðið hafi sýnt í kvöld að liðið ætli sér að vera í toppbaráttunni í kvöld. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Breiðablik náði að svara fyrir óvænt tap gegn Þrótti í síðustu umferð með mikilvægum 1-0 sigri á KR á heimavelli í kvöld en með sigrinum lyftu Blikar sér upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. KR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Blikar komust yfir eftir frábæra sókn á 35. mínútu. Skallaði þá Höskuldur Gunnlaugsson boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Davíði Kristjáni Ólafssyni. KR-ingar voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en þeim gekk illa að skapa færi. Indriði Sigurðsson virtist hafa jafnað fyrir KR tuttugu mínútum fyrir leikslok en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu sem reyndist vera rangur dómur í endursýningu. KR-ingar reyndu að sækja eftir það en náðu ekki að ógna marki Gunnleifs Gunnleifssonar af neinni alvöru og lauk leiknum því með naumum 1-0 sigri Blika.Af hverju vann Breiðablik?Blikarnir mættu bara grimmir inn í þennan leik og voru ákveðnir alveg frá fyrstu mínútu leiksins. Það munaði kannski ekki miklu á liðunum í kvöld en spilið hjá þeim grænu á síðasta þriðjungi vallarins var bara mun markvissara og betra en hjá þeim svarthvítu. Oliver Sigurjónsson hélt ákveðnari ró inni á miðjunni hjá Breiðablik og reyndist það mjög mikilvægt upp á uppspil heimamanna. En allt hefst þetta í vörninni hjá Blikum og hún stóð sína plikt einfaldlega betur en hjá KR.Þessir stóðu upp úrDamir Muminovic og Oliver Sigurjónsson eru menn sem mynda ákveðna hryggjarsúlu liðs Breiðabliks ásamt Jonathan Glenn í framlínunni. Þeir tveir fyrrnefndu voru frábærir í kvöld. Damir var magnaður í vörn Blika og lítið sem ekkert fór í gegnum hann. Blikar hefðu jafnvel verið í vandræðum ef miðvörðurinn hefði ekki verið inná. Oliver Sigurjónsson var einnig frábær á miðjunni hjá Breiðablik og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði flott mark sem skildi liðin að. Þessi menn stóðu upp úr. Hjá KR var Kennie Knak Chopart nokkuð sprækur og reyndi eins og hann gat að skapa eitthvað. Óskar Örn Hauksson var einnig flottur í liði KR í kvöld. Morten Beck Andersen kom inn á í síðari hálfleiknum og breytti nokkuð mikið gangi leiksins fyrir gestina í KR. Sóknarleikur liðsins varð betri og þeir hættulegri.Hvað gekk illa?KR-ingar verða að skoða spilið á síðasta þriðjungi vallarins og ná að tengja saman sendingar mun betur. Það vantaði alltaf upp á gæðin í lokasendingunni, þessari úrslitasendingu og lið eiga þá erfitt með að skora. Hólmbert Aron Friðjónsson, sóknarmaður KR, hefur nú skoraði eitt mark í síðustu 14 leikjum KR í Pepsi-deildinni. Hann þarf einfaldlega að gera mun betur og henda sér í gang. Hólmbert kemur of mikið til baka, í stað þess að einbeita sér alfarið að því að vera upp á topp. Hann hefur ekki hraða, en hann hefur hæð, styrk og gæði fram á við. Hólmbert þarf að spila upp á sína styrkleika.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Valsmönnum í baráttunni um Reykjavík í næstu umferð og liðið verður einfaldlega að vinna þann leik ætli það sér að vera með í toppbaráttunni. Blikar fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni. Það verður rosalegur leikur og getur Breiðablik þá heldur betur stimplað sig inn í toppbaráttuna. Arnar: Mjög feginn þegar ég sá flaggið uppiArnar er þjálfari Breiðabliks.vísir/anton„Númer 1,2 og 3 var bara mikil barátta í mínum mönnum og skilaði það þessum sigri,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Menn voru staðráðnir í því að koma til baka eftir tapið á móti Þrótti og við vissum það fyrirfram að þetta yrði erfitt og þetta yrði barningur. Völlurinn býður kannski ekki upp á mikið spil og voru KR-ingarnir meira með boltann en við en voru ekki að skapa sér mikið í kvöld.“ Arnar segist vera gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig, alveg sama hvernig þau komu. „Í dag sköpuðum við okkur nokkur færi, sem við nýtum og það er kannski munurinn á leiknum í kvöld og á móti Þrótti í síðustu umferð.“ Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Indriði skoraði markið sem var dæmt af. „Ég sá bara boltann í markinu og var mjög feginn þegar ég sá línuvörðinn með flaggið uppi.“ Indriði: Þetta er auðvitað bara skandall en svona er þessi fótboltiIndriði Sigurðsson, fyrirliði KR.vísir/ernir„Fyrst og fremst erum við betri stóran part af þessum leik og því er þetta hálfsúrt,“ segir Indriði Sigurðsson, nærum því markaskorari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum aðeins dampinn þegar við fáum á okkur markið og það á ekki að gerast, við eigum bara að núllstilla okkur og halda áfram.“ Indriði að liðið hafi ekki verið nægilega ákveðið í boxinu. „Fótbolti snýst um að skora mörk og það sýndi sig í dag. Þeir fá eitt færi og skora, og svo er spurning hvort þetta hafi verið rangstæða.“ Indriði fékk fréttir af því frá blaðamanni að þetta hafi í raun aldrei verið rangstæða. „Það er auðvitað bara skandall. Blikarnir fá eitt færi sem þeir skora úr og það er dæmt af okkur mark. Svona er samt þessi blessaði fótbolti.“ Bjarni: Getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég erBjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/stefán„Í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera heilt yfir betra liðið fyrir utan þessa einu sókn sem þeir fá og skora úr,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum einbeitinguna í smá stund, og þeir skora. Annars eru við bara fínir í hálfleiknum. Það var erfitt við þá að eiga í seinni hálfleiknum. Þeir lögðust enn meira til baka og ég hefði viljað sjá okkur skapa fleiri færi.“ Bjarni sagðist hafa séð mark Indriða sem löglegt og var nokkuð hissa á dómnum. „Þú getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég er en ég græði lítið á því að kvarta undan því hér.“ Hann segist ekki vera ánægður með uppskeruna eftir fimm umferðir. Einn sigur og þrjú jafntefli. Oliver: Við vorum duglegri en KR-ingarnirOliver í leik með Blikum.Vísir/Anton„Þetta var mikill baráttusigur og við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir slíkan leik,“ segir Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Við stóðumst prófið í kvöld og skoruðum einu marki meira en hinir. Við spiluðum ekkert betur í leiknum í kvöld en í leiknum á móti Þrótti, við bara nýtum færin.“ Hann segir að liðið hafi verið hörkuduglegt í kvöld og sérstaklega til baka. „Við vinnum þennan leik útaf því að við vorum bara duglegri en KR-ingar. Við verjum betur og sýnum karakter í okkar liði.“ Oliver segir að liðið hafi sýnt í kvöld að liðið ætli sér að vera í toppbaráttunni í kvöld.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira