Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó 2-0 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 10. júní 2013 15:33 Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira