Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó 2-0 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 10. júní 2013 15:33 Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Styrkir til VÍK Sport Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Styrkir til VÍK Sport Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira