Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó 2-0 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 10. júní 2013 15:33 Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki