Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 0-1 | Valsmenn kvöddu titilbaráttuna Tómas Þór Þórðarson á Laugardalsvelli skrifar 10. ágúst 2015 14:05 Glenn var hetja Blika. Vísir/anton Breiðablik hélt sér á lífi í titilbaráttunni í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og skaut Valsmönnum úr henni um leið með 1-0 sigri í leik liðanna á Laugardalsvellinum í kvöld. Valsmenn spiluðu fyrsta heimaleikinn á Laugardalsvelli, en þeir klára mótið þar vegna framkvæmda við Hlíðarenda. Leikurinn var ekki mínútu gamall þegar Sigurður Egill Lárusson náði fínu skoti fyrir utan teig eftir að snúa Elfar Freyr Helgason snyrtilega af sér. Skotið hafnaði í hliðarnetinu en þetta var fyrirboði um það sem koma skyldi í fyrri hálfleik. Valsmenn voru miklu betri framan af í fyrri hálfleik. Hápressa liðsins virkaði vel og voru heimamenn að komast í færi eftir að vinna boltann á vallarhelmingi Breiðabliks. Tríóið sem varið hefur Gunnleif Gunnleifsson í markinu svo vel í sumar; miðverðirnir Elfar Freyr og Damir auk varnarsinnaða miðjumannsins Olivers Sigurjónssonar, var ólíkt sjálfu sér til að byrja með. Damir og Elfar misstu boltann nokkrum sinnum klaufalega yfir sig og Oliver var mjög ólíkur sjálfum sér á miðjunni og gat varla spilað boltanum frá sér. Valsmenn fengu engin dauðafæri til að skora en Sigurður Egill komst aftur í færi eftir fallegan undirbúnings Kristins Freys sem spilaði vel í kvöld og átti nokkuð auðvelt með að finna sér svæði á milli miðju og varnar hjá Breiðabliki. En fótboltinn er ekki sanngjarn og það sannaðist eina ferðina enn þegar Breiðablik komst yfir með marki Jonathan Glenn á 38. mínútu. Hann reyndar gerði ekkert annað en að fá fast skot Gujóns Péturs Lýðssonar í höfuðið og þaðan fór boltinn í netið framhjá varnarlausum Antoni Ara Einarssyni í marki Vals. Anton Ari stóð vaktina í marki Vals í dag í stað Ingvars Þórs Kale sem var á bekknum vegna meiðsla. Anton var farinn í hitt hornið til að verja skot Guðjóns og var sigraður þegar boltinn breytti um stefni af Trínidadanum Glenn. 1:0 og þannig var staðan í hálfleik. Anton var aftur í kröppum dansi í upphafi seinni hálfleiks þegar samskiptaleysi hans og Thomasar Guldborg gaf næstum mark. Miðvörðurinn gaf boltann aftur á Anton en áttaði sig ekki að hann var alveg upp við sig og missti Anton boltann frá sér í miklu óðagoti en Blikarnir náðu ekki að nýta sér mistök þeirra. Anton stóð þó fyrir sínu í kvöld og varði aukaspyrnu Guðjóns Péturs meistaralega. Enginn vafi er þó að Ingvar Kale verður í marki Vals þegar flautað verður til leiks gegn KR í bikarúrslitunum verði hann heill heilsu. Varnarmenn Vals virkuðu eilítið stressaðir með Anton fyrir aftan sig. Arnþór Ari fékk sannkallað dauðafæri á 58. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Glenn framhjá. Arnþór hefði átt að geta gert betur í færinu og munaði litlu að þetta klúður biti Blikana í rassinn því Valsmenn hresstust síðasta hálftímann en komu boltanum ekki yfir marklínuna. Bjarni Ólafur var magnaður í bakverðinum hjá Val og eitraður vinstri fótur hans bjó til hverja snilldarsendinguna inn í teig gestanna. Þar vantaði hinsvegar Patrick Pedersen og munaði um minna. Emil hljóp mikið en tókst ekki að gera sér mat úr því sem Bjarni færði honum. Þá klúðraði Kristinn Ingi eftirminnilega þegar Bjarni hafði leikið á þrjá Blika og sent fyrir en skot Kristinns fór framhjá og það töluvert. Trúlega hefði Bjarni orðið maður leiksins og maður umferðarinnar jafnvel hefði hann skallað síðasta tækifæri leiksins í netið en inn vildi boltinn ekki. Það voru því Blikar sem gengu glaðir af velli með stigin þrjú í pokahorninu. Valsmenn gerðu í raun allt rétt í leiknum fyrir utan að skora og það skiptir máli í fótboltaleik. Þeir spiluðu vel, sköpuðu mikið þar sem Bjarni var arkitektinn en það telur ekki þegar stífla er við mark andstæðingsins. Blikar voru ekkert frábærir í kvöld, en það er sterkt að spila þannig gegn Val og vinna. Þeir eru nú með þokkalegt andrými í þriðja sætinu, fimm stigum fyrir ofan Val og aðeins einu stigi frá öðru sæti.Glenn: Auðvelt að spila með Breiðabliki "Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn því þessi þrjú stig koma okkur í frábæra stöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn." Þetta sagði glaðbeittur Jonathan Glenn, markaskorari Breiðabliks, skælbrosandi við Vísi eftir sigurinn í Laugardalnum í kvöld. "Við lögðum okkur alla fram í dag og erum virkilega sáttir með þetta. Nú er smá andrými á milli okkar og Vals eftir þennan sigur." "Markmiðið var að skilja Val eftir og við vissum að þessi leikur var ótrúlega mikilvægur upp á framhaldið og Evrópubaráttuna," sagði Glenn. Trínidadinn er búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir Breiðablik og segist líða vel í grænu treyjunni. "Sumir liðsfélaga minna eru þeir bestu í deildinni þannig það er auðvelt að spila hérna. Þeir eiga mikinn þátt í öllu sem ég geri," sagði Glenn. Hann vildi lítið ræða viðskilnað sinn við Eyjamenn en enginn skilur hvers vegna fallbaráttuliðið lét hann fara. "Þetta gerðist allt þegar ég var í Gullbikarnum. Ég vil bara skilja það eftir í fortíðinni og einbeita mér að því að gera góða hluti fyrir Breiðablik," sagði Jonathan Glenn.Arnar: Þú vilt ekki vita hvað ég hugsaði "Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessum sigri," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. "Við settum upp í fyrri hálfleik með að falla aðeins til baka. Við komum samt með smá slen inn í leikinn. Við vorum að tapa boltanum við okkar teig og gefa furðulegar sendingar." "Það kom smá líf í mannskapinn þegar Jonathan Glenn tæklaði markvörðinn og skoraði næstum því, en svo skorum við markið. Svo var allt annað hugarfar í seinni hálfleik. Við hefðum átt að klára þetta fyrr. Sem betur fer stóðumst við prófið og héldum hreinu." Eitt af færunum sem Blikar fengu var þegar Kristinn Jónsson slapp einn í gegn en hann ákvað að reyna að lyfta boltanum yfir Anton Ara Einarsson. Hvað hugsaði þjálfarinn þá? "Þú vilt ekki fá að vita það," sagði hann og glotti. "Þetta var rosalegt. Maður getur hlegið að þessu núna en ég hefði ekki hlegið hefði Bjarni Ólafur skorað með skallanum þarna í lokin." "Hlutirnir eru aðeins að falla með okkur, en strákarnir vinna líka fyrir þessu. Sigurinn var ekkert ósanngjarn þó Valsmenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik. Ég er bara virkilega ánægður með að við erum að koma okkur í ágætis stöðu," sagði Arnar Grétarsson.Ólafur: Ingvar gerði engin mistök "Það eru einhverjar umferðir eftir af mótinu þannig við erum ekki hættir," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við fréttamenn eftir leik, aðspurður hvort Valsmenn væru nú úr leik í titilbaráttunni. Valsþjálfarinn var styttri í spunann en oft áður í viðtali við hóp fréttamanna eftir leikinn. "Við náðum ekki að setja boltann í markið," sagði hann aðspurður um hvert var helsta vandamál Vals í leiknum. "Við vorum í vandræðum með það. Ég held að við höfum nú verið ívið sterkari í þessum leik en við fengum ekkert út úr því." Valsmenn spiluðu án Patricks Pedersens í kvöld, en þegar hann var ekki með gegn Víkingi á dögunum skoraði Valur heldur ekki mark. Hann er tæpur fyrir bikarúrslitaleikinn. "Pedersen er mjög góður leikmaður og það myndi muna um hann í hvaða liði sem er. Við vitum ekki hversu meiddur hann er og hvort hann verði með í bikarúrslitaleiknum," sagði Ólafur. En af hverju var Anton Ari í markinu í dag? "Kale er meiddur. Það kemur í ljós hvort hann spilar á laugardaginn," sagði Ólafur. Aðspurður hvort það væru meiðslin sem leiddu til þess að Ingvar var á bekknum en ekki mistökin sem kostuðu Valsmenn stig í síðustu tveimur leikjum sagði Ólafur: "Hann gerði engin mistök þannig það er ekki hægt að refsa fyrir neitt," sagði Ólafur Jóhannesson.vísir/antonArnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonÓli var stuttur í spuna.vísir/antonGlenn í baráttunni.vísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira
Breiðablik hélt sér á lífi í titilbaráttunni í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og skaut Valsmönnum úr henni um leið með 1-0 sigri í leik liðanna á Laugardalsvellinum í kvöld. Valsmenn spiluðu fyrsta heimaleikinn á Laugardalsvelli, en þeir klára mótið þar vegna framkvæmda við Hlíðarenda. Leikurinn var ekki mínútu gamall þegar Sigurður Egill Lárusson náði fínu skoti fyrir utan teig eftir að snúa Elfar Freyr Helgason snyrtilega af sér. Skotið hafnaði í hliðarnetinu en þetta var fyrirboði um það sem koma skyldi í fyrri hálfleik. Valsmenn voru miklu betri framan af í fyrri hálfleik. Hápressa liðsins virkaði vel og voru heimamenn að komast í færi eftir að vinna boltann á vallarhelmingi Breiðabliks. Tríóið sem varið hefur Gunnleif Gunnleifsson í markinu svo vel í sumar; miðverðirnir Elfar Freyr og Damir auk varnarsinnaða miðjumannsins Olivers Sigurjónssonar, var ólíkt sjálfu sér til að byrja með. Damir og Elfar misstu boltann nokkrum sinnum klaufalega yfir sig og Oliver var mjög ólíkur sjálfum sér á miðjunni og gat varla spilað boltanum frá sér. Valsmenn fengu engin dauðafæri til að skora en Sigurður Egill komst aftur í færi eftir fallegan undirbúnings Kristins Freys sem spilaði vel í kvöld og átti nokkuð auðvelt með að finna sér svæði á milli miðju og varnar hjá Breiðabliki. En fótboltinn er ekki sanngjarn og það sannaðist eina ferðina enn þegar Breiðablik komst yfir með marki Jonathan Glenn á 38. mínútu. Hann reyndar gerði ekkert annað en að fá fast skot Gujóns Péturs Lýðssonar í höfuðið og þaðan fór boltinn í netið framhjá varnarlausum Antoni Ara Einarssyni í marki Vals. Anton Ari stóð vaktina í marki Vals í dag í stað Ingvars Þórs Kale sem var á bekknum vegna meiðsla. Anton var farinn í hitt hornið til að verja skot Guðjóns og var sigraður þegar boltinn breytti um stefni af Trínidadanum Glenn. 1:0 og þannig var staðan í hálfleik. Anton var aftur í kröppum dansi í upphafi seinni hálfleiks þegar samskiptaleysi hans og Thomasar Guldborg gaf næstum mark. Miðvörðurinn gaf boltann aftur á Anton en áttaði sig ekki að hann var alveg upp við sig og missti Anton boltann frá sér í miklu óðagoti en Blikarnir náðu ekki að nýta sér mistök þeirra. Anton stóð þó fyrir sínu í kvöld og varði aukaspyrnu Guðjóns Péturs meistaralega. Enginn vafi er þó að Ingvar Kale verður í marki Vals þegar flautað verður til leiks gegn KR í bikarúrslitunum verði hann heill heilsu. Varnarmenn Vals virkuðu eilítið stressaðir með Anton fyrir aftan sig. Arnþór Ari fékk sannkallað dauðafæri á 58. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Glenn framhjá. Arnþór hefði átt að geta gert betur í færinu og munaði litlu að þetta klúður biti Blikana í rassinn því Valsmenn hresstust síðasta hálftímann en komu boltanum ekki yfir marklínuna. Bjarni Ólafur var magnaður í bakverðinum hjá Val og eitraður vinstri fótur hans bjó til hverja snilldarsendinguna inn í teig gestanna. Þar vantaði hinsvegar Patrick Pedersen og munaði um minna. Emil hljóp mikið en tókst ekki að gera sér mat úr því sem Bjarni færði honum. Þá klúðraði Kristinn Ingi eftirminnilega þegar Bjarni hafði leikið á þrjá Blika og sent fyrir en skot Kristinns fór framhjá og það töluvert. Trúlega hefði Bjarni orðið maður leiksins og maður umferðarinnar jafnvel hefði hann skallað síðasta tækifæri leiksins í netið en inn vildi boltinn ekki. Það voru því Blikar sem gengu glaðir af velli með stigin þrjú í pokahorninu. Valsmenn gerðu í raun allt rétt í leiknum fyrir utan að skora og það skiptir máli í fótboltaleik. Þeir spiluðu vel, sköpuðu mikið þar sem Bjarni var arkitektinn en það telur ekki þegar stífla er við mark andstæðingsins. Blikar voru ekkert frábærir í kvöld, en það er sterkt að spila þannig gegn Val og vinna. Þeir eru nú með þokkalegt andrými í þriðja sætinu, fimm stigum fyrir ofan Val og aðeins einu stigi frá öðru sæti.Glenn: Auðvelt að spila með Breiðabliki "Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn því þessi þrjú stig koma okkur í frábæra stöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn." Þetta sagði glaðbeittur Jonathan Glenn, markaskorari Breiðabliks, skælbrosandi við Vísi eftir sigurinn í Laugardalnum í kvöld. "Við lögðum okkur alla fram í dag og erum virkilega sáttir með þetta. Nú er smá andrými á milli okkar og Vals eftir þennan sigur." "Markmiðið var að skilja Val eftir og við vissum að þessi leikur var ótrúlega mikilvægur upp á framhaldið og Evrópubaráttuna," sagði Glenn. Trínidadinn er búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir Breiðablik og segist líða vel í grænu treyjunni. "Sumir liðsfélaga minna eru þeir bestu í deildinni þannig það er auðvelt að spila hérna. Þeir eiga mikinn þátt í öllu sem ég geri," sagði Glenn. Hann vildi lítið ræða viðskilnað sinn við Eyjamenn en enginn skilur hvers vegna fallbaráttuliðið lét hann fara. "Þetta gerðist allt þegar ég var í Gullbikarnum. Ég vil bara skilja það eftir í fortíðinni og einbeita mér að því að gera góða hluti fyrir Breiðablik," sagði Jonathan Glenn.Arnar: Þú vilt ekki vita hvað ég hugsaði "Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessum sigri," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. "Við settum upp í fyrri hálfleik með að falla aðeins til baka. Við komum samt með smá slen inn í leikinn. Við vorum að tapa boltanum við okkar teig og gefa furðulegar sendingar." "Það kom smá líf í mannskapinn þegar Jonathan Glenn tæklaði markvörðinn og skoraði næstum því, en svo skorum við markið. Svo var allt annað hugarfar í seinni hálfleik. Við hefðum átt að klára þetta fyrr. Sem betur fer stóðumst við prófið og héldum hreinu." Eitt af færunum sem Blikar fengu var þegar Kristinn Jónsson slapp einn í gegn en hann ákvað að reyna að lyfta boltanum yfir Anton Ara Einarsson. Hvað hugsaði þjálfarinn þá? "Þú vilt ekki fá að vita það," sagði hann og glotti. "Þetta var rosalegt. Maður getur hlegið að þessu núna en ég hefði ekki hlegið hefði Bjarni Ólafur skorað með skallanum þarna í lokin." "Hlutirnir eru aðeins að falla með okkur, en strákarnir vinna líka fyrir þessu. Sigurinn var ekkert ósanngjarn þó Valsmenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik. Ég er bara virkilega ánægður með að við erum að koma okkur í ágætis stöðu," sagði Arnar Grétarsson.Ólafur: Ingvar gerði engin mistök "Það eru einhverjar umferðir eftir af mótinu þannig við erum ekki hættir," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við fréttamenn eftir leik, aðspurður hvort Valsmenn væru nú úr leik í titilbaráttunni. Valsþjálfarinn var styttri í spunann en oft áður í viðtali við hóp fréttamanna eftir leikinn. "Við náðum ekki að setja boltann í markið," sagði hann aðspurður um hvert var helsta vandamál Vals í leiknum. "Við vorum í vandræðum með það. Ég held að við höfum nú verið ívið sterkari í þessum leik en við fengum ekkert út úr því." Valsmenn spiluðu án Patricks Pedersens í kvöld, en þegar hann var ekki með gegn Víkingi á dögunum skoraði Valur heldur ekki mark. Hann er tæpur fyrir bikarúrslitaleikinn. "Pedersen er mjög góður leikmaður og það myndi muna um hann í hvaða liði sem er. Við vitum ekki hversu meiddur hann er og hvort hann verði með í bikarúrslitaleiknum," sagði Ólafur. En af hverju var Anton Ari í markinu í dag? "Kale er meiddur. Það kemur í ljós hvort hann spilar á laugardaginn," sagði Ólafur. Aðspurður hvort það væru meiðslin sem leiddu til þess að Ingvar var á bekknum en ekki mistökin sem kostuðu Valsmenn stig í síðustu tveimur leikjum sagði Ólafur: "Hann gerði engin mistök þannig það er ekki hægt að refsa fyrir neitt," sagði Ólafur Jóhannesson.vísir/antonArnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonÓli var stuttur í spuna.vísir/antonGlenn í baráttunni.vísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira