Innlent

Leikskólakennarar samþykkja vinnustöðvun

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Hari
Leikskólakennarar munu efna til vinnustöðvunar þann 19. júní næstkomandi, hafi ekki nást samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirgnæfandi meirihluti leikskólakennara samþykkti vinnustöðvunina í atkvæðagreiðslu.

Samkvæmt frétt á vef leikskólakennara voru 1.838 félagsmenn KÍ í Félagi leikskólakennara, sem starfa hjá sveitarfélögum á kjörskrá.

Kjörsókn var 71,3 prósent og greiddu 1.310 atkvæði. Þar samþykktu 1.296, eða 99 prósent, vinnustöðvunina. Átta sögðu nei og sex skiluðu auðu atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×