Enski boltinn

Lélegt gengi Liverpool var Benitez að kenna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að dapurt gengi Liverpool undanfarin ár sé fyrrum stjóra félagsins, Rafa Benitez, að kenna en ekki eigendum félagsins.

Liverpool hafnaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og Roy Hodgson á verk að vinna að byggja aftur upp lið hjá félaginu sem getur skákað toppliðunum.

Benitez var duglegur að kenna eigendum félagsins um lélegt gengi þar sem hann gat ekki eytt peningum að vild.

"Ég skil ekki alveg hvernig hann getur kennt peningaleysi um sjöunda sætið. Árið á undan var Liverpool í sætinu á eftir okkur. Liverpool hafði mjög stóran leikmannahóp. Varla er þar peningaskorti um að kenna," sagði Ferguson beittur en hann neitar því að hafa skotið persónulegum skotum á Benitez í gegnum tíðina.

Hann segir að þar sé spænski þjálfarinn aftur á móti sekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×