Lesblind börn læra lestur með hundum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2013 08:30 Óhefðbundið Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira