Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Snærós Sindradóttir skrifar 12. janúar 2016 07:00 Lögreglan keyrði ungmennin á Akranes þar sem þau voru vistuð í fangageymslu. vísir/stefán „Henni finnst að lögreglan eigi ekki að geta komist upp með svona án þess að neinn viti af því,“ segir Oddgeir Einarsson, lögmaður ungrar stúlku sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtöku á Vesturlandi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan, sem var sextán ára þegar atvikið átti sér stað, var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla stöðvar bílinn. Ungmennin voru öll handtekin og færð á lögreglustöðina á Akranesi. Stúlkan ber að þegar þangað hafi verið komið hafi hún verið lokuð inni í fangaklefa ásamt annarri stúlku sem jafnframt var undir lögaldri. Í klefanum framkvæmdi lögregluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan hlýddi því og stóð nakin í fangaklefanum. Því næst var hún beðin að beygja sig fram og lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass, án snertingar. Áður en þetta átti sér stað var hvorki haft samband við foreldra stúlkunnar, né barnavernd. Lögmaður stúlkunnar hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að fá upplýsingar um það hvers vegna stúlkan mátti þola þessa meðferð. Þegar óskað var eftir gögnum málsins kom í ljós að lögregluskýrsla var ekki skrifuð um atvikið fyrr en eftir að lögmaður hafði hringt og spurst fyrir um málið, eða 22 dögum eftir atvikið.Oddgeir Einarsson lögmaður stúlkunnarvísir/gvaÍ lögregluskýrslunni kemur fram að nafnlaus ábending hafi borist lögreglu um að fíkniefni kynnu að vera í bílnum og að ökumaður væri undir áhrifum þeirra. Þá segir að stúlkan hafi ekki verið beðin um að afklæðast heldur hafi aðeins verið „kíkt ofan í nærbuxur“ hennar. Stúlkan mótmælir því og kveðst ekki hafa verið í nærbuxum þetta kvöld. Engin fíkniefni fundust í bílnum eða á ungmennunum. „Við erum að fara í þetta mál því þetta lá mjög þungt á henni. Hún verður fyrir andlegu tjóni og vill fá staðfestingu á því að þetta hafi ekki verið rétt gert,“ segir Oddgeir. „En alveg sama þó maður taki allt sem þeir segja, þá stenst þetta engan veginn og er alveg út í hött. Það er umdeilt hvort það hafi verið kíkt ofan í nærbuxur eða hún látin afklæðast algjörlega. Hvort fyrir sig er náttúrulega alls ekki rétt aðferð.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Henni finnst að lögreglan eigi ekki að geta komist upp með svona án þess að neinn viti af því,“ segir Oddgeir Einarsson, lögmaður ungrar stúlku sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtöku á Vesturlandi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan, sem var sextán ára þegar atvikið átti sér stað, var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla stöðvar bílinn. Ungmennin voru öll handtekin og færð á lögreglustöðina á Akranesi. Stúlkan ber að þegar þangað hafi verið komið hafi hún verið lokuð inni í fangaklefa ásamt annarri stúlku sem jafnframt var undir lögaldri. Í klefanum framkvæmdi lögregluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan hlýddi því og stóð nakin í fangaklefanum. Því næst var hún beðin að beygja sig fram og lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass, án snertingar. Áður en þetta átti sér stað var hvorki haft samband við foreldra stúlkunnar, né barnavernd. Lögmaður stúlkunnar hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að fá upplýsingar um það hvers vegna stúlkan mátti þola þessa meðferð. Þegar óskað var eftir gögnum málsins kom í ljós að lögregluskýrsla var ekki skrifuð um atvikið fyrr en eftir að lögmaður hafði hringt og spurst fyrir um málið, eða 22 dögum eftir atvikið.Oddgeir Einarsson lögmaður stúlkunnarvísir/gvaÍ lögregluskýrslunni kemur fram að nafnlaus ábending hafi borist lögreglu um að fíkniefni kynnu að vera í bílnum og að ökumaður væri undir áhrifum þeirra. Þá segir að stúlkan hafi ekki verið beðin um að afklæðast heldur hafi aðeins verið „kíkt ofan í nærbuxur“ hennar. Stúlkan mótmælir því og kveðst ekki hafa verið í nærbuxum þetta kvöld. Engin fíkniefni fundust í bílnum eða á ungmennunum. „Við erum að fara í þetta mál því þetta lá mjög þungt á henni. Hún verður fyrir andlegu tjóni og vill fá staðfestingu á því að þetta hafi ekki verið rétt gert,“ segir Oddgeir. „En alveg sama þó maður taki allt sem þeir segja, þá stenst þetta engan veginn og er alveg út í hött. Það er umdeilt hvort það hafi verið kíkt ofan í nærbuxur eða hún látin afklæðast algjörlega. Hvort fyrir sig er náttúrulega alls ekki rétt aðferð.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira