Leynast góð verkefni eða úrræði í pokahorni þínu? Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 07:00 Málefni barna og unglinga hafa lengi verið mér mjög hugleikin. Ég er námsráðgjafi í Hofsstaðaskóla í Garðabæ þar sem starfsmenn eru allir af vilja gerðir og reyna eftir fremsta megni að styðja nemendur og huga að líðan þeirra. Við erum þó ekki alveg laus við einelti og vanlíðan frekar en aðrir, því miður. Það er okkur öllum mikið kappsmál að vinna að því að fækka eineltismálum og um leið að bæta líðan og samskipti nemenda okkar. Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu. Undanfarið hefur umfjöllun um einelti verið áberandi í fjölmiðlum. Rætt hefur verið við þolendur eineltis sem sýna mikið hugrekki í því að koma fram og segja frá reynslu sinni. Sjaldnar er fjallað um það mikla og góða starf sem á sér stað innan veggja skólanna í tengslum við einelti. Líkt og ég nefndi áðan þá erum við í mínum skóla alls ekki laus við einelti eða samskiptavanda. En við, líkt og margir aðrir skólar, reynum eftir bestu getu að stuðla að jákvæðum samskiptum, vellíðan og vináttu. Til þess að ná betri árangri, minnka tíðni eineltis og bæta samskipti nemenda er mikilvægt að fjalla oftar um það góða starf sem á sér stað innan skólanna. Þannig geta aðrir skólar nýtt sér verkefni, ráð eða úrræði sem nýst hafa vel annars staðar og bætt sína verkferla. Markmiðið með þessum pistli er ekki að útlista hvernig best er að vinna að bættum samskiptum, enda erfitt að finna einhlítt svar við því. Þar sem ég leita óhikað til samstarfsmanna minna og kennara, námsráðgjafa og sálfræðinga í öðrum skólum tel ég nokkuð víst að margir skólar eru að vinna gríðarlega gott starf þegar kemur að samskiptum og einelti. Markmiðið með pistlinum er í raun að brjóta ísinn, fjalla um það jákvæða og það sem hefur reynst vel og hvetja síðan aðra kennara, námsráðgjafa, foreldra eða hvern sem er til að gera slíkt hið sama svo við getum lært hvert af öðru. Ég ræddi við nokkur börn um hvað þau telja að virki best þegar unnið er að bættum samskiptum í skólanum. Þau nefndu öll hve mikilvægt það væri að eiga talsmann innan skólans, einhvern sem hægt er að leita til þegar illa gengur og spjalla við í ró og næði. Við námsráðgjafar, kennarar, stuðningsfulltrúar, skólaliðar, húsvörður eða hver sem er sem starfar í skólum getum verið þessi lykilmanneskja fyrir barnið. Það er því mikilvægt að vera til staðar fyrir börnin, gefa þeim tækifæri til að tjá sig og leyfa þeim að finna að við hlustum á þau. Börnin nefndu einnig hve nauðsynlegt það væri fyrir þau börn sem eiga ekki marga félaga að fá tækifæri til að slappa af og líða vel í öruggum félagsskap, svo sem í fyrir fram ákveðnum vinahópi, leynifélagi, saumaklúbbi, stelpu- eða strákahópi, kvikmyndaklúbbi eða öðru skemmtilegu. Öll töluðu þau um mikilvægi þess að styrkja sjálfsmynd barna. Gefa þeim sem lenda í einelti færi á að sættast við sjálfa sig, styrkja félagsfærnina og sjálfstraust. Um leið er þó einnig mikilvægt að taka á öllum þeim málum sem upp koma. Líkt og ein stúlka nefndi: „Það er ekki nóg að segja að allt verði í lagi og að þið munið taka á málunum… þið verðið að gera það… ekki bara segjast ætla að gera það“. Virk og ýtarleg eineltisáætlun, kannanir sem meta félagstengsl og líðan, bekkjarfundir, einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf og samvinna heimila og skóla eru allt mikilvægir þættir í þessu sambandi. Vinastaður í frímínútum hefur reynst mörgum nemendum vel, þar sem þeir hafa ákveðinn stað til að leita til þegar þeim líður illa. Samnemendur eru þá meðvitaðir um staðinn og geta komið öðrum til aðstoðar. Starfsfólk skólans fylgist einnig með og hvetur barnið til að taka þátt í leik eða að koma og spjalla þegar við á. Skipulagðir leikir og leikhópar í frímínútum (t.d. þar sem kennari dregur miða með hugmyndum að leik eða hópi barna sem fer saman í leik) hefur reynst vel t.d. hjá yngri nemendum. Margt annað sniðugt og skemmtilegt er gert í skólanum með það að markmiði að koma í veg fyrir fleiri eineltistilfelli og til að bæta líðan, félagstengsl og samskipti nemenda. En þrátt fyrir gott starf þá má ávallt gera betur og hvet ég því aðra til að liggja ekki lengur á góðum hugmyndum og leyfa okkur hinum að njóta góðs af reynslu og þekkingu ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Málefni barna og unglinga hafa lengi verið mér mjög hugleikin. Ég er námsráðgjafi í Hofsstaðaskóla í Garðabæ þar sem starfsmenn eru allir af vilja gerðir og reyna eftir fremsta megni að styðja nemendur og huga að líðan þeirra. Við erum þó ekki alveg laus við einelti og vanlíðan frekar en aðrir, því miður. Það er okkur öllum mikið kappsmál að vinna að því að fækka eineltismálum og um leið að bæta líðan og samskipti nemenda okkar. Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu. Undanfarið hefur umfjöllun um einelti verið áberandi í fjölmiðlum. Rætt hefur verið við þolendur eineltis sem sýna mikið hugrekki í því að koma fram og segja frá reynslu sinni. Sjaldnar er fjallað um það mikla og góða starf sem á sér stað innan veggja skólanna í tengslum við einelti. Líkt og ég nefndi áðan þá erum við í mínum skóla alls ekki laus við einelti eða samskiptavanda. En við, líkt og margir aðrir skólar, reynum eftir bestu getu að stuðla að jákvæðum samskiptum, vellíðan og vináttu. Til þess að ná betri árangri, minnka tíðni eineltis og bæta samskipti nemenda er mikilvægt að fjalla oftar um það góða starf sem á sér stað innan skólanna. Þannig geta aðrir skólar nýtt sér verkefni, ráð eða úrræði sem nýst hafa vel annars staðar og bætt sína verkferla. Markmiðið með þessum pistli er ekki að útlista hvernig best er að vinna að bættum samskiptum, enda erfitt að finna einhlítt svar við því. Þar sem ég leita óhikað til samstarfsmanna minna og kennara, námsráðgjafa og sálfræðinga í öðrum skólum tel ég nokkuð víst að margir skólar eru að vinna gríðarlega gott starf þegar kemur að samskiptum og einelti. Markmiðið með pistlinum er í raun að brjóta ísinn, fjalla um það jákvæða og það sem hefur reynst vel og hvetja síðan aðra kennara, námsráðgjafa, foreldra eða hvern sem er til að gera slíkt hið sama svo við getum lært hvert af öðru. Ég ræddi við nokkur börn um hvað þau telja að virki best þegar unnið er að bættum samskiptum í skólanum. Þau nefndu öll hve mikilvægt það væri að eiga talsmann innan skólans, einhvern sem hægt er að leita til þegar illa gengur og spjalla við í ró og næði. Við námsráðgjafar, kennarar, stuðningsfulltrúar, skólaliðar, húsvörður eða hver sem er sem starfar í skólum getum verið þessi lykilmanneskja fyrir barnið. Það er því mikilvægt að vera til staðar fyrir börnin, gefa þeim tækifæri til að tjá sig og leyfa þeim að finna að við hlustum á þau. Börnin nefndu einnig hve nauðsynlegt það væri fyrir þau börn sem eiga ekki marga félaga að fá tækifæri til að slappa af og líða vel í öruggum félagsskap, svo sem í fyrir fram ákveðnum vinahópi, leynifélagi, saumaklúbbi, stelpu- eða strákahópi, kvikmyndaklúbbi eða öðru skemmtilegu. Öll töluðu þau um mikilvægi þess að styrkja sjálfsmynd barna. Gefa þeim sem lenda í einelti færi á að sættast við sjálfa sig, styrkja félagsfærnina og sjálfstraust. Um leið er þó einnig mikilvægt að taka á öllum þeim málum sem upp koma. Líkt og ein stúlka nefndi: „Það er ekki nóg að segja að allt verði í lagi og að þið munið taka á málunum… þið verðið að gera það… ekki bara segjast ætla að gera það“. Virk og ýtarleg eineltisáætlun, kannanir sem meta félagstengsl og líðan, bekkjarfundir, einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf og samvinna heimila og skóla eru allt mikilvægir þættir í þessu sambandi. Vinastaður í frímínútum hefur reynst mörgum nemendum vel, þar sem þeir hafa ákveðinn stað til að leita til þegar þeim líður illa. Samnemendur eru þá meðvitaðir um staðinn og geta komið öðrum til aðstoðar. Starfsfólk skólans fylgist einnig með og hvetur barnið til að taka þátt í leik eða að koma og spjalla þegar við á. Skipulagðir leikir og leikhópar í frímínútum (t.d. þar sem kennari dregur miða með hugmyndum að leik eða hópi barna sem fer saman í leik) hefur reynst vel t.d. hjá yngri nemendum. Margt annað sniðugt og skemmtilegt er gert í skólanum með það að markmiði að koma í veg fyrir fleiri eineltistilfelli og til að bæta líðan, félagstengsl og samskipti nemenda. En þrátt fyrir gott starf þá má ávallt gera betur og hvet ég því aðra til að liggja ekki lengur á góðum hugmyndum og leyfa okkur hinum að njóta góðs af reynslu og þekkingu ykkar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun