Lífið

Liðið smakkaði lostætið á Lemon

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Arnór Halldórsson
Það var margt um manninn þegar Lemon fagnaði haustinu með kynningu á nýjum sælkeraréttum á matseðli. Þar voru þrjár tegundir af bláberjadjús þar sem notuð eru ný aðalbláber frá Bjarna úr Svarfaðardal, einnig var gestum boðið upp á grænan djús sem er búinn til úr sér-innfluttum grænum eplum, spínati og engifer. Þá voru kynnt til sögunnar gómsæt baguette og panini með sérframleiddri Toscana skinku sem gestir voru sammála um að eru algjört lostæti.

Lemon hefur opnað tvo staði á stuttum tíma, Laugavegi 24 og Suðurlandsbraut 4, en í myndskeiðinu hér má sjá hvernig Lemon Suðurlandsbraut varð til - og það á aðeins 60 sekúndum.



Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Kolbrún, Theodóra og eiginmaður hennar.
Þessar vinkonur mættu líka.
Fögur fljóð í fantastuði.
Lemon hefur slegið í gegn á árinu með ferskan og hollan skyndibita og ekki skemmir fyrir hvað starfsfólkið er glæsilegt. Hér blanda tveir ungir herramenn djúsinn fyrir gestina.
Eigendur Lemon - Jón Gunnar og Jón Arnar.
Ásgeir Kolbeins og unnusta hans mættu í smakkið.
Veitingarnar voru ekki af verri endanum. Djús og samlokur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.