Líður vel á Íslandi Ása Ottesen skrifar 24. september 2013 10:00 Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona er nýlega flutt til Íslands eftir átta ára dvöl í London. Hún leikur rannsóknarlögreglukonu í sjónpvarpsþáttaröðinni Hraunið. Mynd/Börkur Sigþórsson „Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum. Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum.
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira