Líf í slagæðum Rithöfundar og leikstjórar og prófessorar skrifa 1. desember 2014 00:00 Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar