Lífeyrisréttindi launafólks verða samræmd og jöfnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2016 11:20 Ríki og sveitarfélög leggja fram 120 milljarða í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna til að fjármagna framtíðarskuldbindingar sjóðanna. vísir/friðrik þór Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga. Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga.
Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira