Lífeyrissjóðir fái að kaupa í Landsvirkjun og Landsbankanum Haraldur Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2013 10:16 Viðskiptaráð Íslands leggur til að ríkið selji lífeyrissjóðunum minnihlutaeign í Landsvirkjun. Fréttablaðið/Vilhelm „Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira