Lífeyrissjóðir fái að kaupa í Landsvirkjun og Landsbankanum Haraldur Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2013 10:16 Viðskiptaráð Íslands leggur til að ríkið selji lífeyrissjóðunum minnihlutaeign í Landsvirkjun. Fréttablaðið/Vilhelm „Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira