Lífeyrissjóðir í skotlínu Samkeppniseftirlitsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Páll Gunnar Pálsson á fundi. Viðskiptaráð, SA, ASÍ og Landssamtök lífeyrissjóða standa í dag fyrir fundi um stöðu lífeyrirssjóða í atvinnulífinu, hluthafastefnu þeirra og mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni. Fréttablaðið/Anton Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira