Lífeyrissjóðirnir: Skylda, frelsi og ábyrgð Vilhjálmur Egilsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Samkvæmt lögum eru allir á vinnumarkaði skyldugir til þess að greiða í lífeyrissjóð. Um þessa skyldu er víðtæk samstaða. Í löndum þar sem lífeyrissjóðir hafa lítið hlutverk fara skattar síhækkandi vegna fjölgunar aldraðra. Kosturinn við sjóðssöfnun lífeyrissjóða er að stór hluti lífeyrisins er uppsafnaðar fjármagnstekjur. Skylduþátttaka í lífeyrissjóði er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að þeir sem koma sér undan iðgjöldum fái fullar greiðslur úr almannatryggingum. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi gæti fólk velt byrðum yfir á samborgarana án þess að leggja eðlilegt framlag af mörkum. Skipulag lífeyrissjóða er sífellt til umræðu enda eru sjóðirnir með mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Meðal álitamála er hvernig fólk uppfyllir greiðsluskyldu sína, rétt til að velja sjóð og stjórnun sjóðanna. Í lögum um lífeyrissjóði er annars vegar frelsi til að velja tiltekinn sjóð og hins vegar frelsi til að gera kjarasamninga um stofnun og rekstur lífeyrissjóða. Sjóðirnir hafa sjálfir vald til þess að ákveða um stjórnskipan sína og stjórnir eru einkum skipaðar af aðstandendum þeirra en nokkrar kosnar af sjóðsfélögum.Meðal öflugustu í heimi Lífeyrissjóðirnir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa verið í fararbroddi. Stefna stéttarfélaganna er að tengja uppbyggingu lífeyrisréttinda við gerð kjarasamninga og kveða þar á um iðgjöld í lífeyrissjóðina. Þróun lífeyrismála hefði orðið allt önnur ef aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki tekið að sér þetta hlutverk. Þá hefði lífeyrissjóðakerfið mótast fyrst og fremst í gegnum stjórnmálakerfið. Niðurstaðan af forystu aðila vinnumarkaðarins er hins vegar sú að íslensku lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra öflugustu í heiminum og eitt af því sem hvað best hefur tekist í íslensku samfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins axla ábyrgð á stjórn lífeyrissjóða á samningssviði þeirra. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin tilnefna í stjórnir sjóðanna á almenna vinnumarkaðnum og sambærilegt gildir fyrir sjóði opinberra starfsmanna. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna hafa þau hlutverk í stjórnum sjóðanna að gæta þess að vel sé farið með fé þeirra og starfsemin sé í samræmi við það sem til er ætlast. Hagsmunir viðkomandi sjóða eru í fyrsta og eina sætinu. Sjóðirnir eru ekkert annað en lífeyrisréttindi sjóðsfélaganna í nútíð og framtíð.Lykilspurningar Stundum heyrast efasemdir um það fyrirkomulag að Samtök atvinnulífsins eða atvinnurekendur skipi fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða til jafns við stéttarfélögin. Rökin fyrir því eru þau að uppbygging og rekstur lífeyrissjóðanna er sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna og starfsfólksins og framlög í lífeyrissjóðina tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Fyrirtækin standa frammi fyrir því að kröfur um launakostnað og framlög í lífeyrissjóði fara eftir því hvernig til tekst í uppbyggingu þeirra. Hagsmunir fyrirtækjanna og Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða eru alfarið þeir að sem best takist við rekstur og uppbyggingu þeirra. Slakur árangur kallar á meiri kostnað allra fyrirtækja og rýrir hag þeirra. Það er því skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að taka þátt í stjórn lífeyrissjóðanna meðan þeir eru á annað borð viðfangsefni kjarasamninga. Það er óhjákvæmilegt að spyrja nokkurra lykilspurninga þegar efast er um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að lífeyrissjóðunum. Verður sjóðunum stýrt af meiri ábyrgð ef stjórnmálamenn verða í aðalhlutverki í þróun og uppbyggingu lífeyriskerfisins? Er tryggingafræðilegur halli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins kannski dæmi um ábyrgð og framsýni í lífeyrismálum? Hvaða afl hefðu lífeyrissjóðirnir til að standa gegn tillögum, tilraunum og aðgerðum ríkisstjórnar og þingmanna til að rýra sjóðina með skattlagningu eða öðrum byrðum óskyldum hlutverki þeirra ef aðilar vinnumarkaðarins væru ekki bakhjarlar þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eru allir á vinnumarkaði skyldugir til þess að greiða í lífeyrissjóð. Um þessa skyldu er víðtæk samstaða. Í löndum þar sem lífeyrissjóðir hafa lítið hlutverk fara skattar síhækkandi vegna fjölgunar aldraðra. Kosturinn við sjóðssöfnun lífeyrissjóða er að stór hluti lífeyrisins er uppsafnaðar fjármagnstekjur. Skylduþátttaka í lífeyrissjóði er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að þeir sem koma sér undan iðgjöldum fái fullar greiðslur úr almannatryggingum. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi gæti fólk velt byrðum yfir á samborgarana án þess að leggja eðlilegt framlag af mörkum. Skipulag lífeyrissjóða er sífellt til umræðu enda eru sjóðirnir með mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Meðal álitamála er hvernig fólk uppfyllir greiðsluskyldu sína, rétt til að velja sjóð og stjórnun sjóðanna. Í lögum um lífeyrissjóði er annars vegar frelsi til að velja tiltekinn sjóð og hins vegar frelsi til að gera kjarasamninga um stofnun og rekstur lífeyrissjóða. Sjóðirnir hafa sjálfir vald til þess að ákveða um stjórnskipan sína og stjórnir eru einkum skipaðar af aðstandendum þeirra en nokkrar kosnar af sjóðsfélögum.Meðal öflugustu í heimi Lífeyrissjóðirnir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa verið í fararbroddi. Stefna stéttarfélaganna er að tengja uppbyggingu lífeyrisréttinda við gerð kjarasamninga og kveða þar á um iðgjöld í lífeyrissjóðina. Þróun lífeyrismála hefði orðið allt önnur ef aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki tekið að sér þetta hlutverk. Þá hefði lífeyrissjóðakerfið mótast fyrst og fremst í gegnum stjórnmálakerfið. Niðurstaðan af forystu aðila vinnumarkaðarins er hins vegar sú að íslensku lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra öflugustu í heiminum og eitt af því sem hvað best hefur tekist í íslensku samfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins axla ábyrgð á stjórn lífeyrissjóða á samningssviði þeirra. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin tilnefna í stjórnir sjóðanna á almenna vinnumarkaðnum og sambærilegt gildir fyrir sjóði opinberra starfsmanna. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna hafa þau hlutverk í stjórnum sjóðanna að gæta þess að vel sé farið með fé þeirra og starfsemin sé í samræmi við það sem til er ætlast. Hagsmunir viðkomandi sjóða eru í fyrsta og eina sætinu. Sjóðirnir eru ekkert annað en lífeyrisréttindi sjóðsfélaganna í nútíð og framtíð.Lykilspurningar Stundum heyrast efasemdir um það fyrirkomulag að Samtök atvinnulífsins eða atvinnurekendur skipi fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða til jafns við stéttarfélögin. Rökin fyrir því eru þau að uppbygging og rekstur lífeyrissjóðanna er sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna og starfsfólksins og framlög í lífeyrissjóðina tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Fyrirtækin standa frammi fyrir því að kröfur um launakostnað og framlög í lífeyrissjóði fara eftir því hvernig til tekst í uppbyggingu þeirra. Hagsmunir fyrirtækjanna og Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða eru alfarið þeir að sem best takist við rekstur og uppbyggingu þeirra. Slakur árangur kallar á meiri kostnað allra fyrirtækja og rýrir hag þeirra. Það er því skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að taka þátt í stjórn lífeyrissjóðanna meðan þeir eru á annað borð viðfangsefni kjarasamninga. Það er óhjákvæmilegt að spyrja nokkurra lykilspurninga þegar efast er um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að lífeyrissjóðunum. Verður sjóðunum stýrt af meiri ábyrgð ef stjórnmálamenn verða í aðalhlutverki í þróun og uppbyggingu lífeyriskerfisins? Er tryggingafræðilegur halli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins kannski dæmi um ábyrgð og framsýni í lífeyrismálum? Hvaða afl hefðu lífeyrissjóðirnir til að standa gegn tillögum, tilraunum og aðgerðum ríkisstjórnar og þingmanna til að rýra sjóðina með skattlagningu eða öðrum byrðum óskyldum hlutverki þeirra ef aðilar vinnumarkaðarins væru ekki bakhjarlar þeirra?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun