Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa Anna Soffía Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2015 00:00 Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar