Lífið var eins og ævintýri Elín Albertsdóttir skrifar 3. október 2015 11:00 "Mig langaði ekkert heim. Hafði fjögur atvinnutilboð í Bandaríkjunum,“ segir Hilmar en kona hans vildi flytja vegna veikinda sinna.MYND/PJETUR Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari hefur verið einn ötulasti talsmaður íslenska fisksins í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. Hann segist hafa verið í skemmtilegasta starfi í heimi og sakna þess mikið. Hilmar á langan og farsælan feril að baki sem matreiðslumeistari. Hann hefur upplifað meira en flestir kokkar geta látið sig dreyma um á starfsævinni. „Líf mitt hefur verið eins og ævintýri,“ segir Hilmar sem hefur eldað ofan í ellefu helstu þjóðhöfðingja heimsins. „Þetta var eiginlega ekki vinna heldur stöðug skemmtun.“ Þegar Hilmar er spurður hvort hann sakni starfsins, svarar hann af einlægni: „Já, alveg svakalega mikið. Mesta sjokk í lífi mínu var að hætta að vinna. Fyrsta árið á Íslandi var mér erfitt. Ég hafði árin á undan gist um 240 nætur á hótelum víðs vegar og það voru mikil viðbrigði að gera allt í einu ekkert. Mig langaði ekki heim, var með fjögur atvinnutilboð frá kokkaskólum í Bandaríkjunum, svo ég hefði getað haldið áfram að vinna. Kona mín, Elín Káradóttir, hefur verið að glíma við erfið veikindi og hún vildi fara heim.“ Hilmar og Elín fluttu til Íslands árið 2012. „Elín er bæði að kljást við Parkinsonssjúkdóminn auk þess sem hún fékk heilablæðingu. Mitt starf þessa dagana felst í umönnunarstörfum,“ segir hann. „Elín er búin að vera mjög slæm í á fjórða ár. Það virðist vera að fyrstu tíu árin með þennan sjúkdóm séu þokkaleg en síðan fer allt niður á við,“ segir hann. „Veikindi Elínar settu auðvitað strik í reikninginn hjá okkur. Hún fór alltaf mikið heim og hér voru læknarnir sem önnuðust hana svo það var skiljanlegt,“ útskýrir hann.Hilmar og eiginkona hans, Elín Káradóttir, sem nú glímir við erfiðan sjúkdóm.Misstu aleiguna Á sínum tíma byggði Hilmar með eigin höndum einbýlishús í Hafnarfirði þar sem þau hjónin bjuggu í áratugi. Hilmar setti upp Matreiðsluskólann okkar í Hafnarfirði árið 1988 en áður höfðu þau hjón sett á fót tímaritið Gestgjafann sem gekk mjög vel og varð strax vinsælt blað. Á þessum árum fór að harðna á dalnum hjá landsmönnum, kreppa skall á í ýmsum atvinnugreinum og aðsókn að matreiðslunámskeiðum minnkaði. Hilmar og Elín misstu aleiguna vegna kreppunnar og verðbóta á lánum. Sagt er að þegar einar dyr lokast opnist aðrar. Það gerðist hjá þeim hjónum. Hilmar var með námskeið fyrir kunningja sinn í matreiðsluskólanum. Sá var forstjóri Samband of Iceland í Bandaríkjunum. „Þetta var stórt íslenskt fyrirtæki með um sjö hundruð starfsmenn í vinnu. Nokkrir hópar voru sendir til Íslands á hverju ári og ég var beðinn um að halda fisknámskeið fyrir þá. Þegar ég þurfti að loka skólanum sagði ég vini mínum að það yrðu ekki fleiri námskeið. Við grétum báðir í símann í smástund, enda var þetta mjög erfitt fyrir mig. Hann hringdi síðan stuttu seinna og bauð mér að halda námskeiðin hjá sér í Bandaríkjunum sem úr varð. Ég ferðaðist á milli og hélt námskeið, var með kynningar á matreiðslusýningum, hélt námskeið í kokkaskólum og ýmislegt fleira,“ segir Hilmar.Á Bessastöðum Meðfram þessu fór Hilmar með Vigdísi Finnbogadóttur í ferðalög um heiminn á meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Elín, kona hans, fékk starf sem ráðskona á Bessastöðum. „Ég eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim,“ segir hann. Ég sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi. Yfirleitt erlendis voru 350-400 gestir og það mátti auðvitað ekkert klikka. Veislurnar voru haldnar á fyrsta flokks hótelum. Stundum komu auðvitað upp óvænt atvik en þetta reddaðist alltaf. Ég var aldrei stressaður,“ segir Hilmar.Forsetaveisla á góðu árunum.„Þegar ég fór að vinna í Bandaríkjunum tók Gísli Thoroddsen í Perlunni við að elda fyrir Vigdísi. Núna er algengt að matreiðslumenn í íslenska kokkalandsliðinu taki að sér svona ferðir. Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari og Sigurður Hall hafa tekið að sér verkefni tengd landkynningu.“ Hilmar var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd. „Það var fyrir næstum fjörutíu árum,“ rifjar hann upp og bætir við að þótt ferillinn sé langur hafi honum aldrei leiðst í starfinu. Elín var ráðskona á Bessastöðum í sex ár á meðan Vigdís var í embætti og fyrstu fjögur ár Ólafs Ragnars. Þau hjónin áttu heimili á Bessastöðum þann tíma. „Þessi tíu ár starfaði ég í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég var í sex til átta vikur í hverri ferð og því mikið að heiman,“ segir Hilmar.Víðtæk þekking á sjávarafurðum „Samband of Iceland flutti síðan til Newport News í Virginiu, byggði þar nýja verksmiðju, og mér var boðið fullt starf. Þá fluttum við hjónin utan og bjuggum þar í tólf ár. Ég fékk græna kortið og atvinnuleyfi á undarlega skömmum tíma. Ég hef stundum gantast með að það hafi munað öllu að maður hefði unnið fyrir þjóðhöfðingja. Ég lét fylgja þykkan blaðabunka með úrklippum. Sterkustu meðmæli sem maður getur haft eru blaðaúrklippur, sérstaklega þar sem ég gat sagt að ég hefði unnið fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, í tólf ár,“ segir Hilmar.Heppinn Hilmar segir að hann hafi verið heppnasti kokkur landsins. MYND/PJETURHilmar segir að hann langi til að starfa við eitthvað þótt hann sé orðinn 72 ára. „Það er þó ekki auðvelt fyrir mig núna,“ segir hann. Hilmar hefur víðtæka þekkingu á íslenskum fiskafurðum. „Ég gæti vel hugsað mér að aðstoða Íslendinga við útflutning á fiski. Ég hef meiri reynslu á því sviði en flestir aðrir.“Selt til keppinautar Fyrirtækið sem hann vann fyrir í Bandaríkjunum hafði sameinast tveimur öðrum íslenskum fyrirtækjum þar ytra í sama geira og var orðið mjög öflugt þegar hrunið varð á Íslandi 2008. Þá hét það Icelandic. „Ég skil ekki af hverju fyrirtækið var selt helsta keppinaut sínum eftir hrun. Ég hef skrifað mörg bréf og beðið um skýringar en ekki fengið svör. Framkvæmdasjóður eignaðist fyrirtækið eftir hrun og seldi það til helsta keppinautar í Kanada. Með þessari sölu fór í súginn 63 ára uppbygging á íslensku vörumerki í Bandaríkjunum. Við misstum 110 dreifiaðila á fiski, 3-4.000 sölumenn á Icelandic-vörumerkinu og 54 umboðsmenn. Allt þetta kerfi sem hafði verið byggt upp hrundi. Þarna var verið að skera júgrið undan mjólkurkúnni. Þetta er hneyksli í mínum huga sem enginn fjallar um,“ segir Hilmar og er mikið niðri fyrir.Dundar við víkingavopn Nýlega fluttu Elín og Hilmar í Garðinn, seldu íbúð sem þau áttu í Garðabæ og keyptu gott hús með stórum bílskúr. Það var einmitt hann sem vantaði. Hilmar ætlar að setja upp smíðaverkstæði í skúrnum og skera út víkingavopn. Hann er mjög handlaginn og það hefur lengi verið áhugamál hjá honum að smíða slík vopn, Elín og Hilmar eiga tvö börn og fjögur barnabörn. „Við fluttum í Garðinn í febrúar og ég er enn að dunda við að koma okkur fyrir. Hér er mikil kyrrð, mörg börn hér í kringum okkur og þau eru úti að leika sér, ólíkt því sem maður sé annars staðar. Ég var að hluta til alinn upp í Ljárskógum í Dölum, var þar til fjórtán ára en flutti þá til Keflavíkur. Þar bjó ég þar til ég fór að læra kokkinn á Matstofu Austurbæjar. Það var fyrir tilviljun því ég var að vinna í blikksmiðju þegar amma mín hringdi og spurði hvort ég vildi ekki læra að vera kokkur. Ég sló til og hef aldrei séð eftir því. Ég hef verið heppnasti kokkur landsins.“ Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari hefur verið einn ötulasti talsmaður íslenska fisksins í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. Hann segist hafa verið í skemmtilegasta starfi í heimi og sakna þess mikið. Hilmar á langan og farsælan feril að baki sem matreiðslumeistari. Hann hefur upplifað meira en flestir kokkar geta látið sig dreyma um á starfsævinni. „Líf mitt hefur verið eins og ævintýri,“ segir Hilmar sem hefur eldað ofan í ellefu helstu þjóðhöfðingja heimsins. „Þetta var eiginlega ekki vinna heldur stöðug skemmtun.“ Þegar Hilmar er spurður hvort hann sakni starfsins, svarar hann af einlægni: „Já, alveg svakalega mikið. Mesta sjokk í lífi mínu var að hætta að vinna. Fyrsta árið á Íslandi var mér erfitt. Ég hafði árin á undan gist um 240 nætur á hótelum víðs vegar og það voru mikil viðbrigði að gera allt í einu ekkert. Mig langaði ekki heim, var með fjögur atvinnutilboð frá kokkaskólum í Bandaríkjunum, svo ég hefði getað haldið áfram að vinna. Kona mín, Elín Káradóttir, hefur verið að glíma við erfið veikindi og hún vildi fara heim.“ Hilmar og Elín fluttu til Íslands árið 2012. „Elín er bæði að kljást við Parkinsonssjúkdóminn auk þess sem hún fékk heilablæðingu. Mitt starf þessa dagana felst í umönnunarstörfum,“ segir hann. „Elín er búin að vera mjög slæm í á fjórða ár. Það virðist vera að fyrstu tíu árin með þennan sjúkdóm séu þokkaleg en síðan fer allt niður á við,“ segir hann. „Veikindi Elínar settu auðvitað strik í reikninginn hjá okkur. Hún fór alltaf mikið heim og hér voru læknarnir sem önnuðust hana svo það var skiljanlegt,“ útskýrir hann.Hilmar og eiginkona hans, Elín Káradóttir, sem nú glímir við erfiðan sjúkdóm.Misstu aleiguna Á sínum tíma byggði Hilmar með eigin höndum einbýlishús í Hafnarfirði þar sem þau hjónin bjuggu í áratugi. Hilmar setti upp Matreiðsluskólann okkar í Hafnarfirði árið 1988 en áður höfðu þau hjón sett á fót tímaritið Gestgjafann sem gekk mjög vel og varð strax vinsælt blað. Á þessum árum fór að harðna á dalnum hjá landsmönnum, kreppa skall á í ýmsum atvinnugreinum og aðsókn að matreiðslunámskeiðum minnkaði. Hilmar og Elín misstu aleiguna vegna kreppunnar og verðbóta á lánum. Sagt er að þegar einar dyr lokast opnist aðrar. Það gerðist hjá þeim hjónum. Hilmar var með námskeið fyrir kunningja sinn í matreiðsluskólanum. Sá var forstjóri Samband of Iceland í Bandaríkjunum. „Þetta var stórt íslenskt fyrirtæki með um sjö hundruð starfsmenn í vinnu. Nokkrir hópar voru sendir til Íslands á hverju ári og ég var beðinn um að halda fisknámskeið fyrir þá. Þegar ég þurfti að loka skólanum sagði ég vini mínum að það yrðu ekki fleiri námskeið. Við grétum báðir í símann í smástund, enda var þetta mjög erfitt fyrir mig. Hann hringdi síðan stuttu seinna og bauð mér að halda námskeiðin hjá sér í Bandaríkjunum sem úr varð. Ég ferðaðist á milli og hélt námskeið, var með kynningar á matreiðslusýningum, hélt námskeið í kokkaskólum og ýmislegt fleira,“ segir Hilmar.Á Bessastöðum Meðfram þessu fór Hilmar með Vigdísi Finnbogadóttur í ferðalög um heiminn á meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Elín, kona hans, fékk starf sem ráðskona á Bessastöðum. „Ég eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim,“ segir hann. Ég sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi. Yfirleitt erlendis voru 350-400 gestir og það mátti auðvitað ekkert klikka. Veislurnar voru haldnar á fyrsta flokks hótelum. Stundum komu auðvitað upp óvænt atvik en þetta reddaðist alltaf. Ég var aldrei stressaður,“ segir Hilmar.Forsetaveisla á góðu árunum.„Þegar ég fór að vinna í Bandaríkjunum tók Gísli Thoroddsen í Perlunni við að elda fyrir Vigdísi. Núna er algengt að matreiðslumenn í íslenska kokkalandsliðinu taki að sér svona ferðir. Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari og Sigurður Hall hafa tekið að sér verkefni tengd landkynningu.“ Hilmar var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd. „Það var fyrir næstum fjörutíu árum,“ rifjar hann upp og bætir við að þótt ferillinn sé langur hafi honum aldrei leiðst í starfinu. Elín var ráðskona á Bessastöðum í sex ár á meðan Vigdís var í embætti og fyrstu fjögur ár Ólafs Ragnars. Þau hjónin áttu heimili á Bessastöðum þann tíma. „Þessi tíu ár starfaði ég í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég var í sex til átta vikur í hverri ferð og því mikið að heiman,“ segir Hilmar.Víðtæk þekking á sjávarafurðum „Samband of Iceland flutti síðan til Newport News í Virginiu, byggði þar nýja verksmiðju, og mér var boðið fullt starf. Þá fluttum við hjónin utan og bjuggum þar í tólf ár. Ég fékk græna kortið og atvinnuleyfi á undarlega skömmum tíma. Ég hef stundum gantast með að það hafi munað öllu að maður hefði unnið fyrir þjóðhöfðingja. Ég lét fylgja þykkan blaðabunka með úrklippum. Sterkustu meðmæli sem maður getur haft eru blaðaúrklippur, sérstaklega þar sem ég gat sagt að ég hefði unnið fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, í tólf ár,“ segir Hilmar.Heppinn Hilmar segir að hann hafi verið heppnasti kokkur landsins. MYND/PJETURHilmar segir að hann langi til að starfa við eitthvað þótt hann sé orðinn 72 ára. „Það er þó ekki auðvelt fyrir mig núna,“ segir hann. Hilmar hefur víðtæka þekkingu á íslenskum fiskafurðum. „Ég gæti vel hugsað mér að aðstoða Íslendinga við útflutning á fiski. Ég hef meiri reynslu á því sviði en flestir aðrir.“Selt til keppinautar Fyrirtækið sem hann vann fyrir í Bandaríkjunum hafði sameinast tveimur öðrum íslenskum fyrirtækjum þar ytra í sama geira og var orðið mjög öflugt þegar hrunið varð á Íslandi 2008. Þá hét það Icelandic. „Ég skil ekki af hverju fyrirtækið var selt helsta keppinaut sínum eftir hrun. Ég hef skrifað mörg bréf og beðið um skýringar en ekki fengið svör. Framkvæmdasjóður eignaðist fyrirtækið eftir hrun og seldi það til helsta keppinautar í Kanada. Með þessari sölu fór í súginn 63 ára uppbygging á íslensku vörumerki í Bandaríkjunum. Við misstum 110 dreifiaðila á fiski, 3-4.000 sölumenn á Icelandic-vörumerkinu og 54 umboðsmenn. Allt þetta kerfi sem hafði verið byggt upp hrundi. Þarna var verið að skera júgrið undan mjólkurkúnni. Þetta er hneyksli í mínum huga sem enginn fjallar um,“ segir Hilmar og er mikið niðri fyrir.Dundar við víkingavopn Nýlega fluttu Elín og Hilmar í Garðinn, seldu íbúð sem þau áttu í Garðabæ og keyptu gott hús með stórum bílskúr. Það var einmitt hann sem vantaði. Hilmar ætlar að setja upp smíðaverkstæði í skúrnum og skera út víkingavopn. Hann er mjög handlaginn og það hefur lengi verið áhugamál hjá honum að smíða slík vopn, Elín og Hilmar eiga tvö börn og fjögur barnabörn. „Við fluttum í Garðinn í febrúar og ég er enn að dunda við að koma okkur fyrir. Hér er mikil kyrrð, mörg börn hér í kringum okkur og þau eru úti að leika sér, ólíkt því sem maður sé annars staðar. Ég var að hluta til alinn upp í Ljárskógum í Dölum, var þar til fjórtán ára en flutti þá til Keflavíkur. Þar bjó ég þar til ég fór að læra kokkinn á Matstofu Austurbæjar. Það var fyrir tilviljun því ég var að vinna í blikksmiðju þegar amma mín hringdi og spurði hvort ég vildi ekki læra að vera kokkur. Ég sló til og hef aldrei séð eftir því. Ég hef verið heppnasti kokkur landsins.“
Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira