Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 11:13 Frá vettvangi í gær. Myndir / Jón Guðbjörn á Litla Hjalla Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“ Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“
Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53