Líkir Hannesi við mykjudreifara Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 11:50 Háskólaprófessorinn sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir samstarfsmanni sínum. GVA/Valli Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fer mikinn í nýju bloggi sínu þar sem hann gerir lítið úr Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessori og samstarfsmanni sínum, og kallar hann meðal annars "mykjudreifara" og "vúdu-skáld." Prófessorarnir hafa um langt skeið átt í ritdeilum þar sem þeir takast á um þjóðmál, hagfræði og stjórnmál. Stefán Ólafsson er ekki spar á stóru orðin í nýjasta blogginu sem birtist á Eyjunni og liggur Hannesi á hálsi fyrir að hafa ekkert gagn gert í samfélaginu auk þess að vera mykjudreifari og vúdú-skáld. „Í fyrrasumar hlutu mykjudreifari frjálshyggjunnar (AMX-vefurinn) og vúdú-skáldið Hannes Hólmsteinn frelsisverðlaun Kjartans sameiginlega, fyrir framlag sitt á liðnum árum. Það var snjallt, enda mykjudreifarinn og Hannes eitt og sama fyrirbærið!" Segir í bloggi Stefáns.Hommar og lesbíur gert gagn en ekki frjálshyggjumenn Hannes Hólmsteinn er ekki sá eini sem Stefán fer ófögrum orðum um í blogginu. Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Eykons Energy, sem hefur fengið leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu, verður líka fyrir barðinu á háskólaprófessornum. Stefán segir Gunnlaug enga reynslu hafa af því að bora eftir olíu og að hann muni líkast til beita vúdú-hagfræði við útreikning á arðsemi af olíuleitinni. Þá segir hann Gunnlaug hafa gert tilraun til að breyta frjálshyggjunni í hippahreyfingu. Þar vísar Stefán til bókar Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, þar sem hann færir rök fyrir því að bankar hafi fyrir hrun getað farið með fé annarra án þess að eigendur þeirra þyrftu að bera ábyrgð á því sem illa færi vegna ríkisábyrgðar. Stefán segir Gunnlaug einnig hafa hannað nýtt merki fyrir Frjálshyggjufélagið á Íslandi til að reyna að mýkja ímynd þess. Stefáni er einnig tíðrætt um frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, sem Gunnlaugur og Samtökin 78' hlutu í ár. Um það segir Stefán: „Samtökin 78 hlutu einnig frelsisverðlaun frá Kjartani Gunnarssyni að þessu sinni. Það hefur sennilega verið gert til að ljá verðlaununum meiri vikt og virðingu, enda hafa hommar og lesbíur gert alvöru gagn í samfélaginu – ólíkt frjálshyggjumönnum." Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fer mikinn í nýju bloggi sínu þar sem hann gerir lítið úr Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessori og samstarfsmanni sínum, og kallar hann meðal annars "mykjudreifara" og "vúdu-skáld." Prófessorarnir hafa um langt skeið átt í ritdeilum þar sem þeir takast á um þjóðmál, hagfræði og stjórnmál. Stefán Ólafsson er ekki spar á stóru orðin í nýjasta blogginu sem birtist á Eyjunni og liggur Hannesi á hálsi fyrir að hafa ekkert gagn gert í samfélaginu auk þess að vera mykjudreifari og vúdú-skáld. „Í fyrrasumar hlutu mykjudreifari frjálshyggjunnar (AMX-vefurinn) og vúdú-skáldið Hannes Hólmsteinn frelsisverðlaun Kjartans sameiginlega, fyrir framlag sitt á liðnum árum. Það var snjallt, enda mykjudreifarinn og Hannes eitt og sama fyrirbærið!" Segir í bloggi Stefáns.Hommar og lesbíur gert gagn en ekki frjálshyggjumenn Hannes Hólmsteinn er ekki sá eini sem Stefán fer ófögrum orðum um í blogginu. Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Eykons Energy, sem hefur fengið leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu, verður líka fyrir barðinu á háskólaprófessornum. Stefán segir Gunnlaug enga reynslu hafa af því að bora eftir olíu og að hann muni líkast til beita vúdú-hagfræði við útreikning á arðsemi af olíuleitinni. Þá segir hann Gunnlaug hafa gert tilraun til að breyta frjálshyggjunni í hippahreyfingu. Þar vísar Stefán til bókar Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, þar sem hann færir rök fyrir því að bankar hafi fyrir hrun getað farið með fé annarra án þess að eigendur þeirra þyrftu að bera ábyrgð á því sem illa færi vegna ríkisábyrgðar. Stefán segir Gunnlaug einnig hafa hannað nýtt merki fyrir Frjálshyggjufélagið á Íslandi til að reyna að mýkja ímynd þess. Stefáni er einnig tíðrætt um frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, sem Gunnlaugur og Samtökin 78' hlutu í ár. Um það segir Stefán: „Samtökin 78 hlutu einnig frelsisverðlaun frá Kjartani Gunnarssyni að þessu sinni. Það hefur sennilega verið gert til að ljá verðlaununum meiri vikt og virðingu, enda hafa hommar og lesbíur gert alvöru gagn í samfélaginu – ólíkt frjálshyggjumönnum."
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira