Líklega von á nýju iPhone-símunum fyrir jól Valur Grettisson skrifar 11. september 2013 22:15 Bjarni Ákason er sáttur við nýju iPhone-símana. samsett mynd „Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
„Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun