Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing – Seinni grein Björn Einarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun