Líkur á samstarfi aukast Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:43 Bjarni Ben, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson skunda í átt að viðræðum Vísir/Vilhelm/Anton Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00
Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41