Innlent

Lionsmenn höfðu góð áhrif á hátíðargesti

Á Akureyri sóttu um 12 þúsund manns hátíðina Eina með öllu og segir Skúli Gautason verkefnastjóri hátíðarinnar að heilt yfir hafi hátíðin farið vel fram.
Á Akureyri sóttu um 12 þúsund manns hátíðina Eina með öllu og segir Skúli Gautason verkefnastjóri hátíðarinnar að heilt yfir hafi hátíðin farið vel fram. Mynd/Gísli Berg
Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu á Akureyri lauk í gærkvöldi með Sparitónleikum á flötinni við Samkomuhúsið. Skúli Gautason, verkefnastjóri hátíðarinnar, segir að heilt yfir hafi hátíðin farið vel fram. Gestir voru um 12 þúsund talsins.

Tónleikunum lauk með flugeldasýningu sem var skotið upp utan af Pollinum og tókst sérlega vel, að sögn Skúla. „Lionsmenn voru á röltinu í bænum fram undir morgun og höfðu afar góð áhrif á hátíðargesti með hlýlegu viðmóti,“ segir Skúli.

Skemmtistöðir bæjarins voru síðan fjölsóttir og var mikið fjör og mikið af fólki í bænum alveg fram undir morgun. „Hátíðin í heild þótti takast einstaklega vel og hlýtur að teljast einsdæmi að svo fjölmenn og fjörug hátíð hafi farið fram með svo litlum hnökrum.

Aðstandendur hátíðarinnar vilja nota tækifærið og þakka ykkur fyrir gott samstarf og hlakka til að endurtaka leikinn á næsta ári.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×