Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Ingimar Karl Helgason skrifar 11. nóvember 2010 12:11 Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherrar. Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". Þetta er meðal þess sem fram kemur í skjali númer 35, af 67 skjölum um aðdraganda stuðnings Íslands við innrás í Írak, sem utanríkisráðuneytið hefur birt. Skjalið er dagsett 18. Mars 2003, en innrásin hófst tveimur dögum síðar. Utanríkisráðuneytið hefur birt 67 skjöl sem varða aðdraganda þess að Ísland fór á lista hinna staðföstu þjóða og hét þar með stuðningi við innrásina í Írak. Ráðuneytið á tuttugu og fimm skjöl til viðbótar um málið sem það neitar að birta að sinni. Skjalabunkinn er næstum 400 síður. Skjölin varða aðdraganda þess að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás í Írak. Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á daginn, að aðdragandinn að þessum stuðningi var nokkur. Í gögnunum eru til að mynda skjöl sem eru dagsett í byrjun október 2002. Þar er að finna dagskrá ríkisstjórnarfundar 18. mars 2003 þar sem „Ófriðarhorfur" eru til umræðu. Næsta skjal á eftir er ómerkt en ber heitið „Íraksmálið staðan 18. mars 2003." Skjalið er númer 35. Þar segir Að fulltrúi sendiráðs bandaríkjanna hafi afhent skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu lista yfir þá sem styðja árásina - hann hafi verið afhentur forsætisráðherra og síðan hafi fulltrúi hans borið hann undir utanríkisráðherra. Samkvæmt því hafi verið samþykkt að að Ísland bættist í hóp þeirra ríkja sem á listanum voru. Listinn er algjört trúnaðarmál, segir í skjalinu, en athygli veki að þar vanti dygga stuðningsmenn bandaríkjamanna. Að minnsta kosti 25 skjöl áfram óaðgengileg Ráðuneytið veitir ekki aðgang að öllum skjölunum heldur einungis 67 af þessum 92. Að sögn starfsmanna ráðuneytisins eru 25 skjalanna undanþegin birtingarskyldu samkvæmt upplýsingalögum; þetta séu vinnuskjöl eða skjöl sem varða samskipti stjórnvalda við önnur ríki. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir, að ráðuneytið liggi enn fremur á skjölum með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Viðbúið er að Alþingi muni gangast fyrir rannsókn á því að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Innanbúðarmenn í ráðuneytinu segja við fréttastofu, að þeir sem spurðir verða út í aðdragandann eigi þá ekki að vera búnir að kynna sér efni skjalanna. Alþingi fái þau hins vegar í hendur.Skjölin má lesa í heild sinni á vef utanríkisráðuneytisins með því að smella hér. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". Þetta er meðal þess sem fram kemur í skjali númer 35, af 67 skjölum um aðdraganda stuðnings Íslands við innrás í Írak, sem utanríkisráðuneytið hefur birt. Skjalið er dagsett 18. Mars 2003, en innrásin hófst tveimur dögum síðar. Utanríkisráðuneytið hefur birt 67 skjöl sem varða aðdraganda þess að Ísland fór á lista hinna staðföstu þjóða og hét þar með stuðningi við innrásina í Írak. Ráðuneytið á tuttugu og fimm skjöl til viðbótar um málið sem það neitar að birta að sinni. Skjalabunkinn er næstum 400 síður. Skjölin varða aðdraganda þess að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás í Írak. Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á daginn, að aðdragandinn að þessum stuðningi var nokkur. Í gögnunum eru til að mynda skjöl sem eru dagsett í byrjun október 2002. Þar er að finna dagskrá ríkisstjórnarfundar 18. mars 2003 þar sem „Ófriðarhorfur" eru til umræðu. Næsta skjal á eftir er ómerkt en ber heitið „Íraksmálið staðan 18. mars 2003." Skjalið er númer 35. Þar segir Að fulltrúi sendiráðs bandaríkjanna hafi afhent skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu lista yfir þá sem styðja árásina - hann hafi verið afhentur forsætisráðherra og síðan hafi fulltrúi hans borið hann undir utanríkisráðherra. Samkvæmt því hafi verið samþykkt að að Ísland bættist í hóp þeirra ríkja sem á listanum voru. Listinn er algjört trúnaðarmál, segir í skjalinu, en athygli veki að þar vanti dygga stuðningsmenn bandaríkjamanna. Að minnsta kosti 25 skjöl áfram óaðgengileg Ráðuneytið veitir ekki aðgang að öllum skjölunum heldur einungis 67 af þessum 92. Að sögn starfsmanna ráðuneytisins eru 25 skjalanna undanþegin birtingarskyldu samkvæmt upplýsingalögum; þetta séu vinnuskjöl eða skjöl sem varða samskipti stjórnvalda við önnur ríki. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir, að ráðuneytið liggi enn fremur á skjölum með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Viðbúið er að Alþingi muni gangast fyrir rannsókn á því að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Innanbúðarmenn í ráðuneytinu segja við fréttastofu, að þeir sem spurðir verða út í aðdragandann eigi þá ekki að vera búnir að kynna sér efni skjalanna. Alþingi fái þau hins vegar í hendur.Skjölin má lesa í heild sinni á vef utanríkisráðuneytisins með því að smella hér.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira