Lítil rök fyrir Íbúðalánasjóði 27. maí 2011 18:54 „Það eru lítil rök fyrir því að reka Íbúðalánasjóð ef hann getur ekki mætt fólki í vanda með sama hætti og fyrirtæki á markaði," segir efnahags- og viðskiptaráðherra. Engin áform eru samt uppi um að sjóðurinn veiti sömu úrræði vegna fasteignalána og Landsbankinn þótt báðir séu í eigu ríkisins. Landsbankinn ætlar að víkka út gildandi reglur um niðurfærslu fasteignalána. Bankinn hyggst lækka veðskuldir sem hvíla á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga umfram 110% af fasteignamati, en þessi úrræði voru kynnt í gær. Þetta er ólíkt því sem gildir hjá Íbúðalánasjóði, sem einnig er í eigu ríkisins, en þar er miðað við markaðsverðmæti fasteignar, sem er yfirleitt umtalsvert hærra en matsverð. Þá ætlar Landsbankinn að endurgreiða 20% af öllum vöxtum sem greiddir voru á tímabilinu 31. desember 2008 til 30. apríl 2011 og undir þetta falla m.a. fasteignalán. Landsbankinn er því að ganga töluvert lengra en Íbúðalánasjóður og hinir viðskiptabankarnir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi hvort sama yrði uppi á teningnum hjá Íbúðalánasjóði. „Varðandi Íbúðalánasjóð þá stendur hann ekki vel. Hann fór eins langt og hann gat þegar við fórum í þessa 110% leið sem ég held að sé að skila mörgum mjög miklu. Ég held að það sé tæpast á hann leggjandi að fara lengra í því máli," segir Jóhanna. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fagnar áformum Landsbankans en kallar eftir svipuðum úrræðum frá Íbúðalánasjóði. „Það er auðvitað bara gott að fjármálastofnanir gangi fram og nýti það svigrúm sem þær telja sig hafa til þess að mæta fólki í skuldavanda. Það er síðan sjálfstætt úrlausnarefni hvernig tekið verður á málefnum Íbúðalánasjóðs. Hann verður auðvitað að geta starfað með sama hætti. Það eru lítil rök fyrir að hafa ríkisrekinn íbúðalánasjóð ef hann getur ekki staðið undir því að mæta fólki í vanda með sambærilegum hætti og fyrirtæki á markaði," segir Árni Páll. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Það eru lítil rök fyrir því að reka Íbúðalánasjóð ef hann getur ekki mætt fólki í vanda með sama hætti og fyrirtæki á markaði," segir efnahags- og viðskiptaráðherra. Engin áform eru samt uppi um að sjóðurinn veiti sömu úrræði vegna fasteignalána og Landsbankinn þótt báðir séu í eigu ríkisins. Landsbankinn ætlar að víkka út gildandi reglur um niðurfærslu fasteignalána. Bankinn hyggst lækka veðskuldir sem hvíla á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga umfram 110% af fasteignamati, en þessi úrræði voru kynnt í gær. Þetta er ólíkt því sem gildir hjá Íbúðalánasjóði, sem einnig er í eigu ríkisins, en þar er miðað við markaðsverðmæti fasteignar, sem er yfirleitt umtalsvert hærra en matsverð. Þá ætlar Landsbankinn að endurgreiða 20% af öllum vöxtum sem greiddir voru á tímabilinu 31. desember 2008 til 30. apríl 2011 og undir þetta falla m.a. fasteignalán. Landsbankinn er því að ganga töluvert lengra en Íbúðalánasjóður og hinir viðskiptabankarnir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi hvort sama yrði uppi á teningnum hjá Íbúðalánasjóði. „Varðandi Íbúðalánasjóð þá stendur hann ekki vel. Hann fór eins langt og hann gat þegar við fórum í þessa 110% leið sem ég held að sé að skila mörgum mjög miklu. Ég held að það sé tæpast á hann leggjandi að fara lengra í því máli," segir Jóhanna. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fagnar áformum Landsbankans en kallar eftir svipuðum úrræðum frá Íbúðalánasjóði. „Það er auðvitað bara gott að fjármálastofnanir gangi fram og nýti það svigrúm sem þær telja sig hafa til þess að mæta fólki í skuldavanda. Það er síðan sjálfstætt úrlausnarefni hvernig tekið verður á málefnum Íbúðalánasjóðs. Hann verður auðvitað að geta starfað með sama hætti. Það eru lítil rök fyrir að hafa ríkisrekinn íbúðalánasjóð ef hann getur ekki staðið undir því að mæta fólki í vanda með sambærilegum hætti og fyrirtæki á markaði," segir Árni Páll.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira