Litlir eða stórir grunnskólar Gunnlaugur Sigurðsson og Haraldur Finnsson skrifar 24. mars 2011 09:59 Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun