Liverpool búið að bíða lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en United Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 11:30 Margir United-menn hafa fagnað enska titlinum síðan Ian Rush og félagar síðast urðu meistarar fyrir Liverpool 1990. vísir/getty Í dag er runnin upp dagur sem stuðningsmenn Manchester United hafa beðið eftir í langan tíma. Liverpool hefur, frá og með deginum í dag, beðið lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en Manchester United þegar það gekk í gegnum sína lengstu eyðimerkurgöngu. Það sem meira er hefur Manchester United rakað inn Englandsmeistaratitlinum á þessu þurrkatímabili Liverpool og tekið fram úr erkifjendum sínum. Manchester United vann Englandsmeistaratitilinn árið 1967 undir stjórn Sir Matt Busy en fagnaði svo ekki sigri í efstu deild Englands á ný fyrr en undir stjórn Sir Alex Ferguson á stofntímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992/1993. Biðinvar 26 ár. Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 en Liverpool var besta lið Englands á níunda áratug síðustu aldar og vann titilinn sjö sinnum og í heildina ellefu sinnum frá 1973-1990.Steven Gerrard var hársbreidd frá því að endurheimta titilinn á Anfield 2014.vísir/gettyÞarna var allt í blóma hjá Liverpool sem bætti þremur bikarmeistaratitlum í safnið og varð Evrópumeistari fjórum sinnum á þessum tíma. Manchester United þurfti að sætta sig við þrjá bikarmeistaratitla á níunda áratug síðustu aldar en meira var það ekki. Þessi 26 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum er formlega orðin lengri en hjá Manchester United og halda nú dagarnir áfram að telja þar til bikarinn fer aftur á Anfield. Liverpool var grátlega nálægt því að verða Englandsmeistari fyrir tveimur árum en rann heldur betur á svellinu - sumir bókstaflega - á lokasprettinum. Frægt tap gegn Chelsea og enn frægara jafntefli gegn Crystal Palace gerðu út um titilvonir Liverpool það árið. Þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 var staðan í landstitlum 18-7 fyrir Liverpool í baráttunni við Manchester United en Sir Alex Ferguson sneri gengi United við eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita. Skotinn vann þrettán enska meistaratitla með Manchester United og er liðið lang sigursælasta lið ensku úrvalsdeildarinnar og það sigursælasta í efstu deild með 20 titla gegn 18 titlum Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Sjá meira
Í dag er runnin upp dagur sem stuðningsmenn Manchester United hafa beðið eftir í langan tíma. Liverpool hefur, frá og með deginum í dag, beðið lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en Manchester United þegar það gekk í gegnum sína lengstu eyðimerkurgöngu. Það sem meira er hefur Manchester United rakað inn Englandsmeistaratitlinum á þessu þurrkatímabili Liverpool og tekið fram úr erkifjendum sínum. Manchester United vann Englandsmeistaratitilinn árið 1967 undir stjórn Sir Matt Busy en fagnaði svo ekki sigri í efstu deild Englands á ný fyrr en undir stjórn Sir Alex Ferguson á stofntímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992/1993. Biðinvar 26 ár. Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 en Liverpool var besta lið Englands á níunda áratug síðustu aldar og vann titilinn sjö sinnum og í heildina ellefu sinnum frá 1973-1990.Steven Gerrard var hársbreidd frá því að endurheimta titilinn á Anfield 2014.vísir/gettyÞarna var allt í blóma hjá Liverpool sem bætti þremur bikarmeistaratitlum í safnið og varð Evrópumeistari fjórum sinnum á þessum tíma. Manchester United þurfti að sætta sig við þrjá bikarmeistaratitla á níunda áratug síðustu aldar en meira var það ekki. Þessi 26 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum er formlega orðin lengri en hjá Manchester United og halda nú dagarnir áfram að telja þar til bikarinn fer aftur á Anfield. Liverpool var grátlega nálægt því að verða Englandsmeistari fyrir tveimur árum en rann heldur betur á svellinu - sumir bókstaflega - á lokasprettinum. Frægt tap gegn Chelsea og enn frægara jafntefli gegn Crystal Palace gerðu út um titilvonir Liverpool það árið. Þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 var staðan í landstitlum 18-7 fyrir Liverpool í baráttunni við Manchester United en Sir Alex Ferguson sneri gengi United við eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita. Skotinn vann þrettán enska meistaratitla með Manchester United og er liðið lang sigursælasta lið ensku úrvalsdeildarinnar og það sigursælasta í efstu deild með 20 titla gegn 18 titlum Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Sjá meira