Enski boltinn

Liverpool fær miklu færri miða á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn Manchester United hafa ákveðið að láta Liverpool fá aðeins 2100 miða fyrir stuðningsmenn sína á deildarleik erkifjendanna á Old Trafford 11. febrúar en það er þriðjungi minna en venjan er.

Ástæðan er sú að kalla þarf til fleiri öryggisverði og auka bil á milli stuðningsmanna félaganna en það er ekki alltof gott á milli Manchester United og Liverpool eftir atburði síðustu mánaða.

Leikurinn um þar næstu helgi verður fyrsti útileikur Luis Suarez síðan að hann kom úr átta leikja banni og jafnframt fyrsta viðureign hans og Patrice Evra eftir ósætti þeirra en í kjölfarið ásakaði Evra hann um kynþáttaníð. Suarez var dæmdur sekur af enska knattspyrnusambandinu sem féll í grýttan jarðveg í Liverpool.

Liverpool lét Manchester United aðeins fá 1,965 miða á fyrri deildarleikinn á Anfield í stað 3,015 áður en United fékk hinsvegar yfir sex þúsund miða á bikarleikinn á Anfield á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×