Enski boltinn

Liverpool í kapphlaupið um Ibrahim Afellay

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ibrahim Afellay er fyrirliði PSV.
Ibrahim Afellay er fyrirliði PSV. Mynd/AP
Ibrahim Afellay miðjumaður PSV Eindhoven og hollenska landsliðsins, er eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu og nú síðast hefur Liverpool bæst í þennan hóp. Inter, Atletico Madrid og Manchester United hafa einnig sýnt áhuga á að næla í þennan snjalla vængmann.

Hollenska blaðið Voetbal International segir að Liverpool vilji fá þennan 24 ára strák og að Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sé mjög spenntur fyrir leikmanninum sem kemur upp úr unglingastarfi PSV Eindhoven.

Samingur Ibrahim Afellay og PSV rennur út sumarið 2011 og leikmaðurinn hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning. Af þeim sökum vill PSV endilega selja Afellay í janúar til þess að fá eitthvað fyrir hann.

Ibrahim Afellay hefur skorað 6 mörk í fyrstu 10 leikjunum með PSV Eindhoven á tímabilinu, tveimur meira en allt síðasta tímabil en hann lék sinn fyrsta leik með félaginu árið 2004 og hefur alls spilað 149 leiki fyrir PSV í hollensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×