Innlent

Ljós tendruð á Óslóartré

MYND/FRÉTTASTOFA
Ljós voru tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli á fimmta tímanum í dag. Það var sex ára gamall norsk-íslenskur piltur, Jörundur Ísak Stefánsson, sem fékk þann heiður að tendra ljósin.

Tréð verður fagurskreytt ljósum en að auki mun Stúfur, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2012 prýða tréð. Stúfur er sjöundi óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélagsins en fyrri óróar þess hafa prýtt tréð síðustu ár.

Markmiðið með gerð og sölu Stúfs er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði rennur til Æfingarstöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en þar fer fram umfangmesta sjúkra- og iðjuþjálfun á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×