Innlent

Ljósadýrð á Austurvelli

Jólatréð á Austurvelli. Óslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatré í 54 ár.
Jólatréð á Austurvelli. Óslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatré í 54 ár.

Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli klukkan 15.30 í dag. Frændur okkar í Noregi hafa sent Reykvíkingum stæðilegt jólatré allt frá árinu 1951 og hafa Íslendingar hingað til þyrpst til að fylgjast með ljósadýrðinni.

Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög og Dómkórinn mun syngja. Enn fremur verða jólasveinar á svæðinu ásamt ýmsum leik- og skemmtiatriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×