Innlent

Ljósmyndabúnaður lenti í Jökulsárlóni

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr myndbandi
Ljósmyndarinn Chase Jarvis missti fjarstýrða þyrlu og ljósmyndabúnað ofan í Jökulsárlón, þegar hann var að prufa tækið.

Jarvis og félagar notuðust við iPad til að stýra þyrlunni, sem er af gerðinni JDI Phantom, en hann missti samband við hana. Við það missti vélin hæð og lenti í Jökulsárlón. Við þyrluna hafði Jarvis fest Sony myndavél.

Myndband af þyrlunni brotlenda í Jökulsárlóni má sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×